Smári McCarthy telur umfang heræfingar hafa vaxið Heimir Már Pétursson skrifar 20. september 2018 14:39 Smári McCarthy fulltrúi Pírata í utanríkismálanefnd. Vísir/HANNA Smári McCarthy fulltrúi Pírata í utanríkismálanefnd spurði Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra út í heræfingu Atlantshafsbandalagsins á Atlantshafi í næsta mánuði í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Æfingin hafi fyrst verið kynnt fyrir utanríkismálanefnd hinn 7. febrúar síðast liðinn. Talað hafi verið um að einhverjir hermenn yrðu fluttir með þyrlu frá skipum á hryðjuverkaæfingu annars vegar og hins vegar yrðu um 200 hermenn við þjálfun í óbyggðum. „Í kynningu sem við fengum í nefndinni í gær bar við annan tón. Þar er meðal annars talað um landgöngu með um þrjátíu landgöngu prömmum sem geta borið um sex þúsund hermenn. Ég veit ekki hvort þeir verði fullir, það er að segja prammarnir. Þá er búist við þúsundum hermanna í borginni í landvistarleyfi sem verða þá innan um óeinkennisklædda herlögreglu,” sagði Smári. Flest annað sem áður hafi verið kynnt virðist aftur á móti standast til dæmis hvað varðaði netöryggisæfingar, þótt augljóst væri að umfang æfingarinnar hér á landi hafi aukist á undanförnum mánuðum. „Því langar mig að spyrja utanríkisráðherra hvort hann samþykkt þessa útvíkkun á umfangi heræfingarinnar og þá sérstaklega; hefur þetta verið borið undir ríkisstjórn,” spurði Smári. Utanríkisráðherra kannaðist ekki við að umfang æfingarinnar hafi aukist. Frá fyrsta degi hafi verið lögð áhersla á að hafa allt opið varðandi þessa æfingu, sérstaklega gagnvart utanríkismálanefnd. „það er gert ráð fyrir að það verði æfð lending landgönguliðs í Sandvík sunnan við hafnir á Reykjanesskaga. Þrjú til fjögur hundruð manna lið kemur í land á loftpúðaskipum og prömmum. Samtímis flytja þyrlur um 120 manna lið á öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli. Ég veit ekki betur en þetta hafi verið upplýst alveg frá því þetta var kynnt fyrst,” sagði Guðlaugur Þór. Smári ítrekaði engu að síður að hann teldi samkvæmt síðustu kynningu á umfangi æfingarinnar í gær að hún hefði vaxið að umfangi. Hann endurtók spurninguna um hvort ríkisstjórn og þá forsætisráðherra sem formanni þjóðaröryggisráðs hafi verið gerð grein fyrir umfangi æfingarinnar hér á landi. „Það er ekki svo að utanríkisráðherra sé að leyna ríkisstjórn eða hæstvirtum forsætisráðherra heræfingu af þessari gerð eða örðu slíku. Mér finnst ég ekki þurfa að taka það fram en úr er spurt skal bent á það augljósa. Að sjálfsögðu er það ekki gert,” sagði Guðlaugur Þór Þórðarson. Alþingi Utanríkismál Tengdar fréttir Þingmennirnir fylgdust með flugæfingum á flugmóðurskipinu Fengu að hitta háttsetta foringja í sjóhernum. 20. september 2018 11:30 Hundruð bandarískra hermanna til Íslands vegna varnaræfingar Í aðdraganda aðalæfingarinnar í Noregi fer fram minni æfing hér á landi undir merkjum Trident Juncture 2018. 19. september 2018 11:57 Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11 Logi og Rósa fóru ekki í flugmóðurskipið: „Hef nóg að gera á þinginu“ Ekki minn tebolli segir Rósa og Logi segist hafa afskaplega lítinn áhuga á slíkum skipum. 19. september 2018 17:57 Þorgerður segir nokkra um borð í flugmóðurskipinu hafa verið ósátta við að herinn var dreginn frá Íslandi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. 19. september 2018 18:57 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Smári McCarthy fulltrúi Pírata í utanríkismálanefnd spurði Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra út í heræfingu Atlantshafsbandalagsins á Atlantshafi í næsta mánuði í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Æfingin hafi fyrst verið kynnt fyrir utanríkismálanefnd hinn 7. febrúar síðast liðinn. Talað hafi verið um að einhverjir hermenn yrðu fluttir með þyrlu frá skipum á hryðjuverkaæfingu annars vegar og hins vegar yrðu um 200 hermenn við þjálfun í óbyggðum. „Í kynningu sem við fengum í nefndinni í gær bar við annan tón. Þar er meðal annars talað um landgöngu með um þrjátíu landgöngu prömmum sem geta borið um sex þúsund hermenn. Ég veit ekki hvort þeir verði fullir, það er að segja prammarnir. Þá er búist við þúsundum hermanna í borginni í landvistarleyfi sem verða þá innan um óeinkennisklædda herlögreglu,” sagði Smári. Flest annað sem áður hafi verið kynnt virðist aftur á móti standast til dæmis hvað varðaði netöryggisæfingar, þótt augljóst væri að umfang æfingarinnar hér á landi hafi aukist á undanförnum mánuðum. „Því langar mig að spyrja utanríkisráðherra hvort hann samþykkt þessa útvíkkun á umfangi heræfingarinnar og þá sérstaklega; hefur þetta verið borið undir ríkisstjórn,” spurði Smári. Utanríkisráðherra kannaðist ekki við að umfang æfingarinnar hafi aukist. Frá fyrsta degi hafi verið lögð áhersla á að hafa allt opið varðandi þessa æfingu, sérstaklega gagnvart utanríkismálanefnd. „það er gert ráð fyrir að það verði æfð lending landgönguliðs í Sandvík sunnan við hafnir á Reykjanesskaga. Þrjú til fjögur hundruð manna lið kemur í land á loftpúðaskipum og prömmum. Samtímis flytja þyrlur um 120 manna lið á öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli. Ég veit ekki betur en þetta hafi verið upplýst alveg frá því þetta var kynnt fyrst,” sagði Guðlaugur Þór. Smári ítrekaði engu að síður að hann teldi samkvæmt síðustu kynningu á umfangi æfingarinnar í gær að hún hefði vaxið að umfangi. Hann endurtók spurninguna um hvort ríkisstjórn og þá forsætisráðherra sem formanni þjóðaröryggisráðs hafi verið gerð grein fyrir umfangi æfingarinnar hér á landi. „Það er ekki svo að utanríkisráðherra sé að leyna ríkisstjórn eða hæstvirtum forsætisráðherra heræfingu af þessari gerð eða örðu slíku. Mér finnst ég ekki þurfa að taka það fram en úr er spurt skal bent á það augljósa. Að sjálfsögðu er það ekki gert,” sagði Guðlaugur Þór Þórðarson.
Alþingi Utanríkismál Tengdar fréttir Þingmennirnir fylgdust með flugæfingum á flugmóðurskipinu Fengu að hitta háttsetta foringja í sjóhernum. 20. september 2018 11:30 Hundruð bandarískra hermanna til Íslands vegna varnaræfingar Í aðdraganda aðalæfingarinnar í Noregi fer fram minni æfing hér á landi undir merkjum Trident Juncture 2018. 19. september 2018 11:57 Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11 Logi og Rósa fóru ekki í flugmóðurskipið: „Hef nóg að gera á þinginu“ Ekki minn tebolli segir Rósa og Logi segist hafa afskaplega lítinn áhuga á slíkum skipum. 19. september 2018 17:57 Þorgerður segir nokkra um borð í flugmóðurskipinu hafa verið ósátta við að herinn var dreginn frá Íslandi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. 19. september 2018 18:57 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Þingmennirnir fylgdust með flugæfingum á flugmóðurskipinu Fengu að hitta háttsetta foringja í sjóhernum. 20. september 2018 11:30
Hundruð bandarískra hermanna til Íslands vegna varnaræfingar Í aðdraganda aðalæfingarinnar í Noregi fer fram minni æfing hér á landi undir merkjum Trident Juncture 2018. 19. september 2018 11:57
Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11
Logi og Rósa fóru ekki í flugmóðurskipið: „Hef nóg að gera á þinginu“ Ekki minn tebolli segir Rósa og Logi segist hafa afskaplega lítinn áhuga á slíkum skipum. 19. september 2018 17:57
Þorgerður segir nokkra um borð í flugmóðurskipinu hafa verið ósátta við að herinn var dreginn frá Íslandi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. 19. september 2018 18:57