Fótbolti

Byssuóði forsetinn í þriggja ára bann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ivan Savvidis fyrir miðri mynd veifar fingrum sínum.
Ivan Savvidis fyrir miðri mynd veifar fingrum sínum. vísir/afp
Ivan Savvidis, forseti knattspyrnuliðsins PAOK í Grikklandi, hefur verið dæmdur í þriggja ára bann fyrir að stöðva leik liðsins á dögunum er hann gekk inn á völlinn með skambyssu í fórum sínum.

PAOK spilar í grísku úrvalsdeildinni og var að spila við AEK frá Aþenu þegar forsetinn ákvað að stoppa leikinn því mark var dæmt af hans mönnum vegna rangstæðu. Þá gekk Ivan inn á völlinn með byssuna an að endingu var leikurinn flautaður af.

Auk þess að vera útilokaður frá fótboltanum í þrjú ár og að þurfa borga sekt upp á 100 þúsund evrur þá hafa þrjú stig verið dreginn af PAOK og liðið sektað um 63 þúsund evrur.

Einnig þurfa þeir að spila næstu þrjá heimaleiki fyrir luktum dyrum og byrja næsta tímabil með mínus tvö stig.

AEK hefur einnig verið dæmdur 3-0 sigur í leiknum en Savvidis er einn ríkasti maður Grikkland. PAOK er í þriðja sæti deildarinnar og sigur hefði fleytt þeim einungis tveimur stigum frá AEK.

Deildin verður flautuð aftur af stað um helgina en hún var sett á pásu eftir innrás Savvidis sem síðar baðst afsökunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×