Fótbolti

Giggs: Aldrei verið jafn stressaður og fyrir þennan leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Giggs nagar á sér neglurnar fyrir leikinn á dögunum.
Giggs nagar á sér neglurnar fyrir leikinn á dögunum. vísir/getty
Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales, segir að hann hafi aldrei verið jafn stressaður fyrir leik og þegar hann stýrði Wales í fyrsta skipti gegn Kína í æfingarmóti á dögunum.

Wales rúllaði yfir Kína, 6–0, en tapaði svo úrslitaleiknum í þessu litla æfingarmóti gegn Úrúgvæ 1-0. Giggs segir þó að hann hafi átt erfitt með að njóta, því að hann hafi verið svo stressaður.

„Þetta var mjög stórt augnablik fyrir mig að stýra Wales í fyrsta skipti. Ég get ekki sagt að ég elskaði hverja mínútu því ég var svo stressaður,” sagði Giggs í pistli sínum á Sky Sports.

„Auðvitað er þetta glæsilegt að vinna Kína 6-0 og þetta er frábært augnablik og ég reyndi að njóta eftir sigurinn því þetta var léttir eftir alla vinnuna.”

„Ég var miklu meira stressaður fyrir þennan leik en alla sem ég hef tekið þátt. Þetta hefur verið lengi að gerjast því ég hef ekki spilað neinn leik og verið í starfinu í tvo til þrjá mánuði svo það var erfitt að njóta því ég setti mig undir mikla pressu.”

„Þú vildir bara vinna en að halda hreinu, skora sex góð mörk - þar á meðal eitt þar sem allir leikmennirnir ásamt markverðinum snertu boltann - var frábært. Ég var svo ánægður því við lögðum svo mikið í þetta.”

Allan pistil Giggs þar sem hann talar meðal annars um Gareth Bale og Manchester United má lesa hér.


Tengdar fréttir

Kínverjar elska „apakonunginn“ Bale

Velska landsliðið er þessar mundir í Kína þar sem liðið tekur þátt í Kínamótinu, æfingamóti með Kína, Úrúgvæ og Tékklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×