Erlent

Fótboltastrákarnir í hellinum fundnir heilir á húfi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Björgunaraðgerðir í Tham Luang Nang Non helli.
Björgunaraðgerðir í Tham Luang Nang Non helli. Mae Sai Provincial Police Station / Facebook
Björgunarsveitir í Tælandi hafa fundið fótboltastrákana tólf og þjálfara þeirra sem leitað hefur verið að í helli í norðurhluta landsins. Þeir eru allir heilir á húfi. BBC greinir frá.

Allir þrettán eru heilir að húfi að sögn yfirvalda en þeir hafa dúsað í hellinum í níu daga sökum úrhellisrigningar. Í frétt BBC segir að kafarar á vegum sérsveitar tælenska hersins hafi fundið hópinn. Nú eigi hins vegar eftir að finna út úr því hvernig koma eigi drengjunum og þjálfaranum úr hellinum.

Gríðarleg björgunaraðgerð var sett á stað en túu þúsund lítrum af vatni var dælt úr hellinum á hverri klukkustund. Vonir stóðu til að drengirnir og þjálfarar þeirra hafi fundið skjól í útskoti í hellinum.


Tengdar fréttir

600 metrum frá fótboltadrengjunum

Kafarar úr tælenska sjóhernum nálgast nú svæði þar sem talið er að tólf tælenskir strákar séu fastir ásamt fótboltaþjálfara sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×