Fótbolti

Ragnar og Sverrir stóðu vaktina í tapi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sverrir Ingi í leik með Rostov.
Sverrir Ingi í leik með Rostov. vísir/getty
Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason voru í varnarlínu er liðið tapaði 2-0 fyrir Spartak frá Moskvu í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Fyrsta mark leiksins kom ekki fyrr en á 79. mínútu er Lorenzo Melgarejo kom Spartak yfir. Stuttu síðar innsiglaði svo Quincy Promes sigurinn.

Ragnar og Sverrir spiluðu allan leikinn í vörn Rostov en Björn Bergmann Sigurðarson var ónotaður varamaður. Rostov er þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

Kári Árnason var ónotaður varamaður er Aberdeen gerði markalaust jafntefli við Hibernian í skosku úrvalsdeildinni. Aberdeen er í öðru sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×