Fótbolti

Alfreð skoraði sjálfsmark │Augsburg hafnaði í 11.sæti

Dagur Lárusson skrifar
Alfreð Finnbogason skoraði sjálfsmark.
Alfreð Finnbogason skoraði sjálfsmark. vísir/getty
Alfreð Finnbogason varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í tapi Augsburg gegn Schalke í síðustu umferð þýsku deildarinnar en Augsburg endaði í ellefta sæti.

 

Schalke náði forystunni snemma leiks þegar Thilo Kehrer skoraði á 23. mínútu. Philip Max var þó ekki lengi að jafna metin en mark hans kom aðeins fjórum mínútum seinna.

 

Alfreð Finnbogason setti síðan boltann í sitt eigið mark á 34. mínútu og var staðan 2-1 í hálfleiknum.

 

Alfreð og félagar reyndu hvað þeir gátu að jafna en allt kom fyrir ekki.

 

Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen fóru í heimsókn til Köln þar sem þeir James Rodriguez, Robert Lewandowski og Tolisso skoruðu eitt mark hvor í 3-1 sigri. Bayern endar því tímabilið langefst, með 84 stig.

 

Hoffenheim og Dortmund voru í mikilli baráttu fyrir þennan leik um síðasta sætið sem tryggir beinan þáttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili en bæði lið töpuðu þó í dag og endar Dortmund því í þriðja sæti deildarinnar.

 

Úrslit dagsins má sjá hér að neðan.

 

Augsburg 1-2 Schalke

Dortmund 1-2 Mainz

Borussia M 3-1 Freiburg

Frankfurt 3-0 Hamburg

Köln 1-3 Bayern Munchen

Hannover 3-1 Hertha Berlin

RB Leipzig 4-1 Wolfsburg

Stuttgart 2-0 Hoffenheim

Werder Bremen 0-0 Bayer Leverkusen

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×