Töframaðurinn og leikarinn Ricky Jay er látinn Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2018 08:23 Ricky Jay fór meðal annars með hlutverki í Bond-myndinni Tomorrow Never Dies. Getty/Paul Archuleta Bandaríski töframaðurinn og leikarinn Ricky Jay er látinn, 72 ára að aldri. Jay var talinn einn hæfileikasti töframaður heims, en hann gerði einnig garðinn frægan í kvikmyndum á borð við Boogie Nights, Magnolia og Bond-myndinni Tomorrow Never Dies. Hann hét raunverulega Richard Jay Potash, fæddist í New York og byrjaði að koma fram sem töframaður þegar fjögurra ára gamall. Hann er talinn einn fyrsti töframaðurinn sem byrjaði að troða upp á grín- og næturklúbbum. Í frétt BBC kemur fram að hann hafi einnig verið þekktur fyrir getu sína að kasta spilum úr spilastokk langar leiðir. Í Heimsmetabók Guinness segir að hann hafi eitt sinn kastað spili úr spilastokk heila 58 metra þar sem það mældist mest á 145 kílómetra hraða. Í Bond-myndinni Tomorrow Never Dies fór hann með hlutverk ómennisins og tölvuþrjótsins Henry Gupta sem starfaði á snærum aðal vonda karlsins, Elliot Carver. Í Boogie Nights, mynd Paul Thomas Anderson frá árinu 1997, fór hann með hlutverk Kurt Longjohn og þá talaði hann inn á kvikmynd Anderson frá 1999, Magnolia. Einnig má nefna að hann fór með hlutverk Eddie Sawyer í fyrstu þáttaröð Deadwood.Behold Ricky Jay attacking Conan O'Brien and Jackie Chan with playing cards, one of the primary reasons for which late night television was created. https://t.co/TiYiKmyb50— Dan Telfer (@dantelfer) November 25, 2018 Starfsbræður hans úr töframanna- og leikarastétt hafa minnst Jay, meðal annars Penn Jilette úr tvíeykinu Penn & Teller og leikarinn Neil Patrick Harris.Master magician and historian Ricky Jay has passed away. The breadth of his knowledge and appreciation for magic and the allied arts was truly remarkable. Such sad news, such a profound loss. #RIP https://t.co/VRYRxhkQKr— Neil Patrick Harris (@ActuallyNPH) November 25, 2018 Oh man, Ricky Jay. Just a genius. One of the best who ever lived. We'll all miss you, Ricky. Oh man.— Penn Jillette (@pennjillette) November 25, 2018 Andlát Bíó og sjónvarp Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Sjá meira
Bandaríski töframaðurinn og leikarinn Ricky Jay er látinn, 72 ára að aldri. Jay var talinn einn hæfileikasti töframaður heims, en hann gerði einnig garðinn frægan í kvikmyndum á borð við Boogie Nights, Magnolia og Bond-myndinni Tomorrow Never Dies. Hann hét raunverulega Richard Jay Potash, fæddist í New York og byrjaði að koma fram sem töframaður þegar fjögurra ára gamall. Hann er talinn einn fyrsti töframaðurinn sem byrjaði að troða upp á grín- og næturklúbbum. Í frétt BBC kemur fram að hann hafi einnig verið þekktur fyrir getu sína að kasta spilum úr spilastokk langar leiðir. Í Heimsmetabók Guinness segir að hann hafi eitt sinn kastað spili úr spilastokk heila 58 metra þar sem það mældist mest á 145 kílómetra hraða. Í Bond-myndinni Tomorrow Never Dies fór hann með hlutverk ómennisins og tölvuþrjótsins Henry Gupta sem starfaði á snærum aðal vonda karlsins, Elliot Carver. Í Boogie Nights, mynd Paul Thomas Anderson frá árinu 1997, fór hann með hlutverk Kurt Longjohn og þá talaði hann inn á kvikmynd Anderson frá 1999, Magnolia. Einnig má nefna að hann fór með hlutverk Eddie Sawyer í fyrstu þáttaröð Deadwood.Behold Ricky Jay attacking Conan O'Brien and Jackie Chan with playing cards, one of the primary reasons for which late night television was created. https://t.co/TiYiKmyb50— Dan Telfer (@dantelfer) November 25, 2018 Starfsbræður hans úr töframanna- og leikarastétt hafa minnst Jay, meðal annars Penn Jilette úr tvíeykinu Penn & Teller og leikarinn Neil Patrick Harris.Master magician and historian Ricky Jay has passed away. The breadth of his knowledge and appreciation for magic and the allied arts was truly remarkable. Such sad news, such a profound loss. #RIP https://t.co/VRYRxhkQKr— Neil Patrick Harris (@ActuallyNPH) November 25, 2018 Oh man, Ricky Jay. Just a genius. One of the best who ever lived. We'll all miss you, Ricky. Oh man.— Penn Jillette (@pennjillette) November 25, 2018
Andlát Bíó og sjónvarp Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Sjá meira