Unnið var að því á Austurvelli í morgun að koma Oslóartrénu fyrir á sínum stað á vellinum.
Tréð verður tendrað á sunnudaginn, fyrsta í aðventu, klukkan 16. Skemmtidagskrá er á Austurvelli í tilefni dagsins og munu Svala og Friðrik Ómar flytja jólalög ásamt hljómsveit. Þá munu jólasveinar stelast í bæinn og syngja og skemmta.
Lúðrasveit Reykjavíkur leikur jólatónlist frá 15:30 en Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona er kynnir. Dagskráin verður túlkuð á táknmáli.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, felldi Oslóartréð síðastliðinn laugardag á skógræktarsvæði Skógræktarfélags Reykjavíkur í Heiðmörk. Tréð er 14,5 metra langt sitkagrenitré og um 50 ára gamalt.
Oslóartrénu komið fyrir á sínum stað

Tengdar fréttir

Oslóartréð fellt í Heiðmörk í morgun
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, felldi í dag Oslóartréð í Heiðmörk. Ljósin verða tendruð 2. desember næstkomandi.