Erlent

Rússar ganga til for­seta­kosninga

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, er búinn að kjósa í kosningunum. Hann sækist eftir endurkjöri.
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, er búinn að kjósa í kosningunum. Hann sækist eftir endurkjöri. Vísir/AFP
Forsetakosningar fara fram í Rússlandi í dag. Vladimir Pútín, sitjandi forseti, sækist eftir endurkjöri í fjórða sinn.

Kjörstaðir opnuðu í austasta hluta Rússlands um klukkan 20 í gærkvöldi að íslenskum tíma og í Moskvu, höfuðborg Rússlands, níu klukkustundum síðar. Fyrstu talna úr kosningunum er að vænta í kvöld, að því er fram kemur í frétt BBC.

Pútín hefur setið óslitið við völd í Rússlandi síðan árið 1999, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra. Hann vonast nú til þess að ná endurkjöri í forsetaembættið í fjórða sinn og sitja í sex ár til viðbótar. Búist er við því að Pútín fari með sigur af hólmi í fyrri umferð kosninganna, og hreppi að endingu hnossið í annarri umferð sem haldin verður 8. apríl næstkomandi.

Mótframbjóðendur Pútíns eru sjö að þessu sinni, þ.á.m. kommúnistinn og milljónamæringurinn Pavel Grudinin, Ksenia Sobchak, fyrrverandi stjórnandi raunveruleikaþáttar og þjóðernissinninn Vladimir Zhirinovsky.

Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, Alexei Navalny, var í júní síðastliðnum meinað að bjóða sig fram á móti Pútín. Navalní, sem hefur verið baráttumaður gegn spillingu í Rússlandi, var ekki talinn kjörgengur vegna dóms sem hann hlaut fyrir fjárdrátt í febrúar. Dómurinn var skilorðsbundinn. Sjálfur hefur Navalní fullyrt ítrekað að málið gegn honum hafi verið runnið undan rifjum pólitískra andstæðinga, 


Tengdar fréttir

Pútín sækist eftir endurkjöri

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hyggst sækjast eftir endurkjöri í rússnesku forsetakosningunum sem fram fara á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×