Bandarískur fjallgöngumaður á ferð upp Pumo-Ri rakst á lík þeirra fyrr í mánuðinum.
Bandaríkjamaðurinn fann skilríki í klæðnaði þeirra og kom skilaboðum um fundinn til Bretlands sem á endanum bárust til Íslands.
Sjá nánar: Segir fréttirnar af líkfundinum góðar en þungar
Leifur Örn Svavarsson, fjallaleiðsögumaður, hefur undanfarið farið fyrir leiðangri með það að markmiði að endurheimta líkamsleifar Þorsteins og Kristins.
Að sögn Snævars hefur Leifur ásamt sjerpum unnið að því flytja líkin ásamt búnaði þeirra til Katmandú. Þar verða líkamsleifarnar rannsakaðar af hálfu nepalskra yfirvalda til þess að tryggja að um Þorstein og Kristinn er að ræða.

Á von á því að hópurinn snúi heim í vikunni
Að loknum þeim rannsóknum er málinu lokið af hálfu nepalskra yfirvalda. Hópur aðstandenda og vina Þorsteins og Kristins er staddur í Nepal ásamt Leifi sem Snævarr segir eiga mikið hrós skilið fyrir sitt framlag í málinu.Snævarr segist eiga von á því að hópurinn komi heim í vikunni en segir að það ráðist í raun af niðurstöðum frumrannsókna á líkamsleifunum.
Að sögn Snævars hefur hópurinn svigrúm til mánaðamóta en telur líklegt að rannsóknir ytra gangi hratt fyrir sig.