Sagður vera njósnari Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 10. febrúar 2018 10:00 Mahad Mahamud var sviptur ríkisborgararétti í Noregi eftir að hafa búið þar í landi frá unglingsárum. Fréttablaðið/Vilhelm Mahad, sem fyrir ekki svo löngu bjó í eigin íbúð í Noregi með kærustu sinni, fær nú vist í húsnæði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Hann hefur beðið Íslendinga um hjálp. Hann er ríkisfangslaus eftir að norsk útlendingayfirvöld sviptu hann ríkisborgararétti eftir sautján ára búsetu í landinu.Mahad flúði til Noregs fjórtán ára gamall. Hann ólst upp hjá fósturfjölskyldu og fékk gott atlæti. Fljótt kom í ljós að Mahad var bæði skarpgreindur og hafði ljúfa skapgerð. Umsagnir kennara og ættingja bera þess vitni. Lífið lék við hann. Hann varð seinna vel liðinn af vinum, nágrönnum og vinnufélögum sínum á Ullevåll-sjúkrahúsinu. Þar vann hann í sérfróðu teymi lífeindafræðinga að greiningu hættulegra veira á borð við ebólu. Hann kom ár sinni vel fyrir borð í Noregi. Þar til að einn daginn barst nafnlaus ábending til útlendingayfirvalda í Noregi. Í ábendingunni var því haldið fram að Mahad hefði komið sem njósnari til Noregs. Hann væri ekki frá Sómalíu heldur nágrannalandinu Djibútí. Útlendingastofnun á Íslandi hafnaði því að taka umsókn Mahads til umfjöllunar og vill senda hann aftur til Noregs samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni. Ákvörðunin var kærð og liggur nú fyrir hjá kærunefnd útlendingamála. Svartsýni gætir um framhaldið. Mál Mahads þykir hápólitískt og þeir sem næst honum standa óttast mjög að yfirvöld muni ekki þora að rugga bátnum og fara gegn ákvörðun norskra útlendingayfirvalda. Lífið var fullkomiðHvernig myndu vinir þínir lýsa þér? „Ég á auðvelt með að eignast vini og hugsa vel um þá. Ef þú myndir spyrja vini mína og mína nánustu þá myndu þeir segja að ég væri vingjarnlegur maður með stórt hjarta.“ Hvernig var líf þitt í Noregi, áður en þú misstir ríkisborgararéttinn? „Lífið brosti við mér. Ég var reglulega hamingjusamur maður og hafði það gott. Ég hafði allt það sem maður getur óskað sér. Ég var maður sem borgaði skatta og hafði allt sem útlendingar geta óskað sér. Svo líf mitt var hreinlega fullkomið.“ Þú fannst ástina í Noregi, er það ekki? Og átt kærustu og fjölskyldu úti? „Já, ég á kærustu í Noregi þótt það sé erfitt núna. Ég elska Noreg, var ánægður þar og fólkið þar er frábært. Ég á fósturfjölskyldu í Noregi sem hefur hugsað um mig frá því ég kom til landsins sem barn. Ég á að kennarann minn sem ég lít á sem bróður minn í dag. Ég á einnig að aðra fjölskyldumeðlimi. Allir þessir hafa gert mig að þeim manni sem ég er í dag. Ég vil ekki missa þau.“ Greindi ebólutilfelli í NoregiOg þú áttir íbúð og varst í föstu starfi? „Já, ég átti hús. Ég var í föstu starfi og vann á Ullevåll-sjúkrahúsinu sem lífefnafræðingur og vann í teymi sem hafði það hlutverk að greina ebólutilfelli í Noregi. Ég átti góða vinnufélaga og mitt vinnuframlag var vel metið.“Hvers vegna var ríkisborgararétturinn tekinn af þér?„Ríkisborgararétturinn var tekinn af mér á grunni þess að það barst nafnlaus ábending. Norska ríkið valdi að treysta ábendingu sem því barst frá ókunnugri manneskju sem vildi mér ekki vel. Ríkið valdi að stóla á þessar upplýsingar sem á endanum leiddi til þess að það var úrskurðað að ég væri ekki sómalískur.Mahad var sagður hafa logið um upprunaland sitt. Fréttablaðið/Vilhelm GunnarssonDjibútí neitar staðfastlegaSá sem benti á mig sagði að ég væri ekki frá Sómalíu, hann skrifaði í ábendingu sinni að ég væri njósnari sem kæmi frá nágrannalandi Sómalíu sem heitir Djibútí. Það er ekki rétt. Samt var úrskurðað um það í Noregi að ólíklegt væri að ég kæmi frá Sómalíu og líklegra væri að ég kæmi frá Djibútí. Síðar reyndist svo ómögulegt að senda mig til Djibútí því Djibútí hefur staðfastlega neitað að ég sé þaðan. Mér finnst ég hafa verið beittur óréttlæti. Ég upplifi mig norskan, ég þekki rétt minn, ég veit hver ég er, ég er norskur Sómali. Mér finnst ríkisborgararéttur minn hafa verið tekinn af mér á hæpnum forsendum. Það eru þunn rök fyrir því að taka réttindi af fólki eftir svona langan tíma á grundvelli þess að upp er komin óvissa. Hér er verið að dæma manneskju á þeim forsendum að ríkið telur líklegt, bara líklegt, að ég sé frá Djibútí. Ég er eina manneskjan sem veit það, og get sannað það með gögnum hvaðan ég er. Sómölsk yfirvöld hafa ítrekað staðfest að ég sé þaðan. Og meira að segja þetta litla land Djibútí, sem norska ríkið vill meina að ég sé frá, það segir skýrt, Mahad er ekki héðan. Svo ég skil ekki hvers vegna ég hef misst réttindi mín.Eytt úr þjóðskránni og má ekki vinnaÉg verð líka að segja þér frá því að við höfum áfrýjað þessu máli. Við höfum mótmælt niðurstöðu dómstólsins og teljum hana ranga. Og á meðan á því stendur hlýt ég að eiga minn rétt, alveg eins og glæpamenn. Þeir eru áfram þegnar samfélagsins, þeim hafa verið tryggð ákveðin mannréttindi þar til mál þeirra hafa verið leidd til lykta og endanlegur dómur liggur fyrir. En á meðan ég bíð úrlausnar í mínu máli, þá hef ég verið sviptur ríkisborgararétti mínum, mér hefur verið eytt úr þjóðskránni, ég get ekki farið til heimilislæknisins míns, ég má ekki vinna og ég get ekki brauðfætt mig í Noregi. Og það er brot á norskum lögum. Ég er orðinn ríkisfangslaus. Norska ríkið vill hvorki treysta gögnum frá Sómalíu né Djibútí sem styðja mál mitt. Ríkið velur að treysta nafnlausri ábendingu. Eins og við vitum eru átök milli fylkinga í Sómalíu og þau eru ástæðan fyrir því að stríð braust út í Sómalíu. Og það er vegna átaka stríðandi fylkinga að einhver hefur viljað mér eitthvað illt. Og ríkið velur að treysta þeim sem hefur viljað koma á mig höggi.“Líður eins og manneskju á ÍslandiHvernig sérðu framtíðina fyrir þér? „Framtíðin er óráðið spil. Grá. Ég veit ekki hvað verður og ég er í mikilli óvissu. Ég vil vinna. Ég bý að sérfræðiþekkingu sem ég vil gjarnan gera gagn með. Ég myndi fara strax til vinnu á morgun ef ég fengi leyfi frá íslenskum yfirvöldum til þess. En ég er ríkisfangslaus. Ég hélt að það væri bundið í lög að allir eigi rétt á að tilheyra landi. Noregur hefur gert mig ríkisfangslausan. Ég bið íslensk yfirvöld að taka við mér, alla vega láta mig hafa kennitölu svo að ég geti lagt mitt af mörkum og líði eins og ég tilheyri samfélaginu hér og Íslandi. Ég fæ þrjá mánuði hér, ég fæ leyfi til að æfa mig og lifa. Mér líður eins og manneskju hér og þá tilfinningu vil ég gjarna halda í, ef ég fæ leyfi. Ég biðla til Íslands að senda mig ekki til baka, á götuna í Ósló. Án vinnu, án þess að vera með þak yfir höfuðið, án þess að geta heimsótt lækni ef ég þarf. Allt í allt, Íslendingar hafa nú þegar tekið mjög vel á móti mér. En ég vil gjarnan tilheyra og vera virkur þjóðfélagsþegn.“Íslenska landsliðið í uppáhaldiSegðu okkur meira um þig, hvaða áhugamál átt þú? „Ég er mjög hrifinn af fótbolta. Ég held meira að segja með íslenska landsliðinu, það er eitt besta landsliðið í Skandinavíu. Að svona lítið land, sem rúmlega þrjú hundruð þúsund manns búa í eigi svona gott landslið í heimsklassa er ótrúlegt. Ég held með Íslandi, Spáni og Englandi í fótbolta. Ég horfi líka á enska boltann, mér finnst gaman að fara í bíó og mér finnst gaman að fara í íslenskar sundlaugar. Þetta land er paradís á jörðinni. Þetta hef ég líka sagt við norska fjölmiðla, landslagið hér, mosinn, náttúrulaugar sem maður getur heimsótt. Ég er mikið fyrir útivist, hér er margt að sjá og hér er landslagið fjölbreytt. Mér líkar útivist og að vera í félagsskap vina.“Lærir íslenskuErtu búinn að læra eitthvað í íslensku? „Ég tala smá íslensku núna. Ég hef verið hér í þrjá mánuði og verð að læra íslensku. Skil smá í íslensku. Ég skil þegar íslensk börn tala íslensku því íslenska tungumálið er líkt norskunni. Þetta er eins og gömul norska, það eru 1000 ár síðan Norðmenn töluðu íslensku.“Hvers óskarðu þér? „Mín stærsta ósk núna er að fá leyfi til að kjósa og vera manneskja í landi. Ef ég mætti ráða einhverju núna mundi ég vilja fá kennitölu eða íslenskan ríkisborgararétt. Mín stærsta ósk er að fá að vera partur af Íslandi, það er markmiðið. Ég mun ekki bregðast. Ég mun standa mig og gera það sem ég þarf að gera.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Mahad, sem fyrir ekki svo löngu bjó í eigin íbúð í Noregi með kærustu sinni, fær nú vist í húsnæði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Hann hefur beðið Íslendinga um hjálp. Hann er ríkisfangslaus eftir að norsk útlendingayfirvöld sviptu hann ríkisborgararétti eftir sautján ára búsetu í landinu.Mahad flúði til Noregs fjórtán ára gamall. Hann ólst upp hjá fósturfjölskyldu og fékk gott atlæti. Fljótt kom í ljós að Mahad var bæði skarpgreindur og hafði ljúfa skapgerð. Umsagnir kennara og ættingja bera þess vitni. Lífið lék við hann. Hann varð seinna vel liðinn af vinum, nágrönnum og vinnufélögum sínum á Ullevåll-sjúkrahúsinu. Þar vann hann í sérfróðu teymi lífeindafræðinga að greiningu hættulegra veira á borð við ebólu. Hann kom ár sinni vel fyrir borð í Noregi. Þar til að einn daginn barst nafnlaus ábending til útlendingayfirvalda í Noregi. Í ábendingunni var því haldið fram að Mahad hefði komið sem njósnari til Noregs. Hann væri ekki frá Sómalíu heldur nágrannalandinu Djibútí. Útlendingastofnun á Íslandi hafnaði því að taka umsókn Mahads til umfjöllunar og vill senda hann aftur til Noregs samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni. Ákvörðunin var kærð og liggur nú fyrir hjá kærunefnd útlendingamála. Svartsýni gætir um framhaldið. Mál Mahads þykir hápólitískt og þeir sem næst honum standa óttast mjög að yfirvöld muni ekki þora að rugga bátnum og fara gegn ákvörðun norskra útlendingayfirvalda. Lífið var fullkomiðHvernig myndu vinir þínir lýsa þér? „Ég á auðvelt með að eignast vini og hugsa vel um þá. Ef þú myndir spyrja vini mína og mína nánustu þá myndu þeir segja að ég væri vingjarnlegur maður með stórt hjarta.“ Hvernig var líf þitt í Noregi, áður en þú misstir ríkisborgararéttinn? „Lífið brosti við mér. Ég var reglulega hamingjusamur maður og hafði það gott. Ég hafði allt það sem maður getur óskað sér. Ég var maður sem borgaði skatta og hafði allt sem útlendingar geta óskað sér. Svo líf mitt var hreinlega fullkomið.“ Þú fannst ástina í Noregi, er það ekki? Og átt kærustu og fjölskyldu úti? „Já, ég á kærustu í Noregi þótt það sé erfitt núna. Ég elska Noreg, var ánægður þar og fólkið þar er frábært. Ég á fósturfjölskyldu í Noregi sem hefur hugsað um mig frá því ég kom til landsins sem barn. Ég á að kennarann minn sem ég lít á sem bróður minn í dag. Ég á einnig að aðra fjölskyldumeðlimi. Allir þessir hafa gert mig að þeim manni sem ég er í dag. Ég vil ekki missa þau.“ Greindi ebólutilfelli í NoregiOg þú áttir íbúð og varst í föstu starfi? „Já, ég átti hús. Ég var í föstu starfi og vann á Ullevåll-sjúkrahúsinu sem lífefnafræðingur og vann í teymi sem hafði það hlutverk að greina ebólutilfelli í Noregi. Ég átti góða vinnufélaga og mitt vinnuframlag var vel metið.“Hvers vegna var ríkisborgararétturinn tekinn af þér?„Ríkisborgararétturinn var tekinn af mér á grunni þess að það barst nafnlaus ábending. Norska ríkið valdi að treysta ábendingu sem því barst frá ókunnugri manneskju sem vildi mér ekki vel. Ríkið valdi að stóla á þessar upplýsingar sem á endanum leiddi til þess að það var úrskurðað að ég væri ekki sómalískur.Mahad var sagður hafa logið um upprunaland sitt. Fréttablaðið/Vilhelm GunnarssonDjibútí neitar staðfastlegaSá sem benti á mig sagði að ég væri ekki frá Sómalíu, hann skrifaði í ábendingu sinni að ég væri njósnari sem kæmi frá nágrannalandi Sómalíu sem heitir Djibútí. Það er ekki rétt. Samt var úrskurðað um það í Noregi að ólíklegt væri að ég kæmi frá Sómalíu og líklegra væri að ég kæmi frá Djibútí. Síðar reyndist svo ómögulegt að senda mig til Djibútí því Djibútí hefur staðfastlega neitað að ég sé þaðan. Mér finnst ég hafa verið beittur óréttlæti. Ég upplifi mig norskan, ég þekki rétt minn, ég veit hver ég er, ég er norskur Sómali. Mér finnst ríkisborgararéttur minn hafa verið tekinn af mér á hæpnum forsendum. Það eru þunn rök fyrir því að taka réttindi af fólki eftir svona langan tíma á grundvelli þess að upp er komin óvissa. Hér er verið að dæma manneskju á þeim forsendum að ríkið telur líklegt, bara líklegt, að ég sé frá Djibútí. Ég er eina manneskjan sem veit það, og get sannað það með gögnum hvaðan ég er. Sómölsk yfirvöld hafa ítrekað staðfest að ég sé þaðan. Og meira að segja þetta litla land Djibútí, sem norska ríkið vill meina að ég sé frá, það segir skýrt, Mahad er ekki héðan. Svo ég skil ekki hvers vegna ég hef misst réttindi mín.Eytt úr þjóðskránni og má ekki vinnaÉg verð líka að segja þér frá því að við höfum áfrýjað þessu máli. Við höfum mótmælt niðurstöðu dómstólsins og teljum hana ranga. Og á meðan á því stendur hlýt ég að eiga minn rétt, alveg eins og glæpamenn. Þeir eru áfram þegnar samfélagsins, þeim hafa verið tryggð ákveðin mannréttindi þar til mál þeirra hafa verið leidd til lykta og endanlegur dómur liggur fyrir. En á meðan ég bíð úrlausnar í mínu máli, þá hef ég verið sviptur ríkisborgararétti mínum, mér hefur verið eytt úr þjóðskránni, ég get ekki farið til heimilislæknisins míns, ég má ekki vinna og ég get ekki brauðfætt mig í Noregi. Og það er brot á norskum lögum. Ég er orðinn ríkisfangslaus. Norska ríkið vill hvorki treysta gögnum frá Sómalíu né Djibútí sem styðja mál mitt. Ríkið velur að treysta nafnlausri ábendingu. Eins og við vitum eru átök milli fylkinga í Sómalíu og þau eru ástæðan fyrir því að stríð braust út í Sómalíu. Og það er vegna átaka stríðandi fylkinga að einhver hefur viljað mér eitthvað illt. Og ríkið velur að treysta þeim sem hefur viljað koma á mig höggi.“Líður eins og manneskju á ÍslandiHvernig sérðu framtíðina fyrir þér? „Framtíðin er óráðið spil. Grá. Ég veit ekki hvað verður og ég er í mikilli óvissu. Ég vil vinna. Ég bý að sérfræðiþekkingu sem ég vil gjarnan gera gagn með. Ég myndi fara strax til vinnu á morgun ef ég fengi leyfi frá íslenskum yfirvöldum til þess. En ég er ríkisfangslaus. Ég hélt að það væri bundið í lög að allir eigi rétt á að tilheyra landi. Noregur hefur gert mig ríkisfangslausan. Ég bið íslensk yfirvöld að taka við mér, alla vega láta mig hafa kennitölu svo að ég geti lagt mitt af mörkum og líði eins og ég tilheyri samfélaginu hér og Íslandi. Ég fæ þrjá mánuði hér, ég fæ leyfi til að æfa mig og lifa. Mér líður eins og manneskju hér og þá tilfinningu vil ég gjarna halda í, ef ég fæ leyfi. Ég biðla til Íslands að senda mig ekki til baka, á götuna í Ósló. Án vinnu, án þess að vera með þak yfir höfuðið, án þess að geta heimsótt lækni ef ég þarf. Allt í allt, Íslendingar hafa nú þegar tekið mjög vel á móti mér. En ég vil gjarnan tilheyra og vera virkur þjóðfélagsþegn.“Íslenska landsliðið í uppáhaldiSegðu okkur meira um þig, hvaða áhugamál átt þú? „Ég er mjög hrifinn af fótbolta. Ég held meira að segja með íslenska landsliðinu, það er eitt besta landsliðið í Skandinavíu. Að svona lítið land, sem rúmlega þrjú hundruð þúsund manns búa í eigi svona gott landslið í heimsklassa er ótrúlegt. Ég held með Íslandi, Spáni og Englandi í fótbolta. Ég horfi líka á enska boltann, mér finnst gaman að fara í bíó og mér finnst gaman að fara í íslenskar sundlaugar. Þetta land er paradís á jörðinni. Þetta hef ég líka sagt við norska fjölmiðla, landslagið hér, mosinn, náttúrulaugar sem maður getur heimsótt. Ég er mikið fyrir útivist, hér er margt að sjá og hér er landslagið fjölbreytt. Mér líkar útivist og að vera í félagsskap vina.“Lærir íslenskuErtu búinn að læra eitthvað í íslensku? „Ég tala smá íslensku núna. Ég hef verið hér í þrjá mánuði og verð að læra íslensku. Skil smá í íslensku. Ég skil þegar íslensk börn tala íslensku því íslenska tungumálið er líkt norskunni. Þetta er eins og gömul norska, það eru 1000 ár síðan Norðmenn töluðu íslensku.“Hvers óskarðu þér? „Mín stærsta ósk núna er að fá leyfi til að kjósa og vera manneskja í landi. Ef ég mætti ráða einhverju núna mundi ég vilja fá kennitölu eða íslenskan ríkisborgararétt. Mín stærsta ósk er að fá að vera partur af Íslandi, það er markmiðið. Ég mun ekki bregðast. Ég mun standa mig og gera það sem ég þarf að gera.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira