Hjúkrunarfræðingahnappur vekur athygli Costco-gaursins Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2018 10:18 Sigurður Sólmundarson og hnappurinn góði. Sem gæti nánast verið fyrirmynd teikninga í umdeildri bók Birgittu Lára fer til læknis. Ef þeir sem liggja á Borgarspítalanum þurfa aðstoð geta þeir kallað til hjúkrunarfræðing með því að ýta á þar til gerðan hnapp. Svo ekkert fari á milli mála á hvern er kallað er það sýnt með myndrænum hætti. Ekki verður betur séð en sú mynd ýti undir staðalímynd þá sem fer fyrir brjóstið á sumum hjúkrunarfræðingum. Myndin sýnir kvenkyns hjúkrunarfræðing með kappa og í stuttu pilsi.Myndin við hnappinn vekur mikla athygli Sigurður Sólmundarson múrari, sem betur er þekktur sem Costco-gaurinn, liggur nú á Borgarspítalanum eftir að hafa lent í árekstri. Vísir ræddi við Sigurð á dögunum en hann er brotinn á báðum fótum, úlnliður er brotinn og hann allur krambúleraður og bólginn. Hann var heppinn að sleppa lifandi en allt jólahald á þeim bænum er í uppnámi. Sigurður heldur vinum sínum á Facebook upplýstum um stöðu mála en eitt af því sem vakti athygli hans á spítalanum er téður hnappur. Hann birti ljósmynd af honum og myndinni sem auðkennir hnappinn. Sú mynd hefur vakið nokkra athygli og verið deilt um víðan völl á netinu. Undir myndinni eru fjörlegar umræður, ýmsum þykir þetta skjóta skökku við og þar er meðal annars sagt: „Og svo brjálast allir út í Birgittu þegar hún teiknar hjúkkurnar í kjól og með kappa“. Hnappurinn gæti ýtt undir skaðlega staðalímynd Myndin kallast á við eitt af mörgum sérstæðum fréttamálum ársins; en sumir hjúkrunarfræðingar urðu gramir vegna myndar sem dregin er upp af stéttinni í barnabók Birgittu Haukdal, Lára fer til læknis. Þeim finnst heldur lítið gert úr hinu mikilvæga starfi hjúkrunarfræðinga; sá hjúkrunarfræðingur sem kemur við sögu er kallaður hjúkrunarkona og myndin í bókinni er nánast eins og sú mynd sem notuð er til að auðkenna hnappinn sem sjúklingar ýta á vilji þeir kalla til hjúkrunarfræðing sér til aðstoðar.Uppfært 11:00Anna Sigrún Baldursdóttir er aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans og Vísir bar þetta undir hana, hvort þessir hnappar gætu ekki reynst stórskaðlegir þegar litið er til ímyndar hjúkrunarfræðingar?Anna Sigrún Baldursdóttir segir kallkerfið komið til ára sinna.Vísir/GVAAnna Sigrún gaf nú ekki mikið fyrir það í sjálfu sér en segir að fyrst beri til þess að líta að það séu ekkert endilega hjúkrunarfræðingar sem svari þessari tilteknu bjöllu heldur líklegra að um sé að ræða sjúkraliða. Og þar sé stór hópur karla. Hún segir að þetta séu gamlir hnappar og úreltir. Kallkerfið sé orðið mjög gamalt, eins og ýmislegt annað á spítalanum.Kallkerfi komið til ára sinna „Við skiptum þessu út eins og efni standa til og leggjum áherslu á að birtingarmynd af starfsfólki sé í samræmi við raunveruleikann og þessi er það nú ekki.“Anna Sigrún bendir á að á nýjum hnöppum birtist allt önnur mynd sem er meira í takti við það sem gerist og gengur í þessum efnum. Hún segir að birtingarmynd gömlu hnappanna sé ekki í takti við raunveruleikann. Og sú mynd sem til dæmis birtist af læknum; skeggjaður með bindi og í slopp, sé til að mynda á skjön við raunveruleikann dagsins í dag. Nú sé til dæmis staðan sú að nokkurn veginn jafn margir karlar og konur eru læknar við spítalann, þó það geti verið mismunandi milli deilda. Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42 Costco-gaurinn brotinn á báðum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður Jólaundirbúningurinn í klessu hjá Sigurði Sólmundarsyni eftir árekstur. 13. desember 2018 16:53 Hjúkrunarkonan orðin hjúkrunarfræðingur í barnabók Birgittu Láru-upplag ársins komið í 12 þúsund eintök. 5. desember 2018 10:56 Segir vinnubrögð Birgittu óásættanleg Herdís Sveinsdóttir, prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands, birti í dag skoðanapistil þar sem hún gagnrýndi vinnubrögð útgáfufyrirtækisins Forlagsins og söngkonunnar og rithöfundarins Birgittu Haukdal við útgáfu bókar Birgittu, Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 22:36 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ef þeir sem liggja á Borgarspítalanum þurfa aðstoð geta þeir kallað til hjúkrunarfræðing með því að ýta á þar til gerðan hnapp. Svo ekkert fari á milli mála á hvern er kallað er það sýnt með myndrænum hætti. Ekki verður betur séð en sú mynd ýti undir staðalímynd þá sem fer fyrir brjóstið á sumum hjúkrunarfræðingum. Myndin sýnir kvenkyns hjúkrunarfræðing með kappa og í stuttu pilsi.Myndin við hnappinn vekur mikla athygli Sigurður Sólmundarson múrari, sem betur er þekktur sem Costco-gaurinn, liggur nú á Borgarspítalanum eftir að hafa lent í árekstri. Vísir ræddi við Sigurð á dögunum en hann er brotinn á báðum fótum, úlnliður er brotinn og hann allur krambúleraður og bólginn. Hann var heppinn að sleppa lifandi en allt jólahald á þeim bænum er í uppnámi. Sigurður heldur vinum sínum á Facebook upplýstum um stöðu mála en eitt af því sem vakti athygli hans á spítalanum er téður hnappur. Hann birti ljósmynd af honum og myndinni sem auðkennir hnappinn. Sú mynd hefur vakið nokkra athygli og verið deilt um víðan völl á netinu. Undir myndinni eru fjörlegar umræður, ýmsum þykir þetta skjóta skökku við og þar er meðal annars sagt: „Og svo brjálast allir út í Birgittu þegar hún teiknar hjúkkurnar í kjól og með kappa“. Hnappurinn gæti ýtt undir skaðlega staðalímynd Myndin kallast á við eitt af mörgum sérstæðum fréttamálum ársins; en sumir hjúkrunarfræðingar urðu gramir vegna myndar sem dregin er upp af stéttinni í barnabók Birgittu Haukdal, Lára fer til læknis. Þeim finnst heldur lítið gert úr hinu mikilvæga starfi hjúkrunarfræðinga; sá hjúkrunarfræðingur sem kemur við sögu er kallaður hjúkrunarkona og myndin í bókinni er nánast eins og sú mynd sem notuð er til að auðkenna hnappinn sem sjúklingar ýta á vilji þeir kalla til hjúkrunarfræðing sér til aðstoðar.Uppfært 11:00Anna Sigrún Baldursdóttir er aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans og Vísir bar þetta undir hana, hvort þessir hnappar gætu ekki reynst stórskaðlegir þegar litið er til ímyndar hjúkrunarfræðingar?Anna Sigrún Baldursdóttir segir kallkerfið komið til ára sinna.Vísir/GVAAnna Sigrún gaf nú ekki mikið fyrir það í sjálfu sér en segir að fyrst beri til þess að líta að það séu ekkert endilega hjúkrunarfræðingar sem svari þessari tilteknu bjöllu heldur líklegra að um sé að ræða sjúkraliða. Og þar sé stór hópur karla. Hún segir að þetta séu gamlir hnappar og úreltir. Kallkerfið sé orðið mjög gamalt, eins og ýmislegt annað á spítalanum.Kallkerfi komið til ára sinna „Við skiptum þessu út eins og efni standa til og leggjum áherslu á að birtingarmynd af starfsfólki sé í samræmi við raunveruleikann og þessi er það nú ekki.“Anna Sigrún bendir á að á nýjum hnöppum birtist allt önnur mynd sem er meira í takti við það sem gerist og gengur í þessum efnum. Hún segir að birtingarmynd gömlu hnappanna sé ekki í takti við raunveruleikann. Og sú mynd sem til dæmis birtist af læknum; skeggjaður með bindi og í slopp, sé til að mynda á skjön við raunveruleikann dagsins í dag. Nú sé til dæmis staðan sú að nokkurn veginn jafn margir karlar og konur eru læknar við spítalann, þó það geti verið mismunandi milli deilda.
Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42 Costco-gaurinn brotinn á báðum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður Jólaundirbúningurinn í klessu hjá Sigurði Sólmundarsyni eftir árekstur. 13. desember 2018 16:53 Hjúkrunarkonan orðin hjúkrunarfræðingur í barnabók Birgittu Láru-upplag ársins komið í 12 þúsund eintök. 5. desember 2018 10:56 Segir vinnubrögð Birgittu óásættanleg Herdís Sveinsdóttir, prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands, birti í dag skoðanapistil þar sem hún gagnrýndi vinnubrögð útgáfufyrirtækisins Forlagsins og söngkonunnar og rithöfundarins Birgittu Haukdal við útgáfu bókar Birgittu, Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 22:36 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42
Costco-gaurinn brotinn á báðum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður Jólaundirbúningurinn í klessu hjá Sigurði Sólmundarsyni eftir árekstur. 13. desember 2018 16:53
Hjúkrunarkonan orðin hjúkrunarfræðingur í barnabók Birgittu Láru-upplag ársins komið í 12 þúsund eintök. 5. desember 2018 10:56
Segir vinnubrögð Birgittu óásættanleg Herdís Sveinsdóttir, prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands, birti í dag skoðanapistil þar sem hún gagnrýndi vinnubrögð útgáfufyrirtækisins Forlagsins og söngkonunnar og rithöfundarins Birgittu Haukdal við útgáfu bókar Birgittu, Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 22:36