Seinheppnu smyglararnir í þriggja ára fangelsi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. apríl 2018 15:15 Frá aðgerðum lögreglu í Skipholti þar sem þrír mannanna voru handteknir. Stefán Pálsson Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt þrjá Pólverja í fangelsi fyrir að hafa smyglað samtals 1,3 lítra af amfetamínabsa til Íslands um borð í Norrænu í ágúst á síðasta ári. Einn var sýknaður í málinu en svo virðist sem að megnið af þeim vökva sem átti að smygla inn til landsins hafi lekið úr stuðara bílsins sem efnið var falið í.Vísir fjallaði ítarlega um ákæruna yfir mönnunum á sínum tíma. Krzysztof Obrebski var gefið að sök að hafa að beiðni ótilgreindra aðila móttekið fíkniefni í Póllandi sem falin voru fremst í Audi A6 bifreið. Þaðan flutti hann fíkniefnin frá Póllandi til Danmerkur þaðan sem hann tók ferjuna Norrænu til íslands. Fékk hann þriggja ára dóm í málinu.Sjá einnig: Seinheppnir smyglarar glötuðu meirihluta fíkniefnanna á leiðinni til ÍslandsHinir tveir sem fengu dóm, Robert Borowski Beszta og Arkadiusz Rusanowski, fengu lengri dóm en Krzysztof. Voru þeir báðir dæmdir í þriggja ára og sex mánaða fangelsi. Var þeim gefið að sök að hafa veitt efnunum móttöku. Flugu þeir til Íslands frá Póllandi og mæltu sér mót við Krzysztof. Voru þeir tveir handteknir í bílskúr við Skipholt ásamt fjórða manninum sem var ákærður í málinu.Honum var gefið að sök að hafa undirbúið og aðstoðað Robert og Arkadiusz fyrir Íslandsferðina, séð um að bóka gistingu, útvegað bílskúrinn þar sem mennirnir voru handteknir auk þess sem að hafa ekið þeim tveimur og leiðbeint á milli staða í Reykjavík. Hann var handtekinn skammt frá bílskúrnum skömmu eftir handtökuna á Robert og Arkadiusz. Maðurinn neitaði sök og var sýknaður í málinu þar sem ekki þótti sannað að hann hafi vitað af efnunum í stuðaranum.Mennirnir voru einnig ákærðir fyrir tilraun til innflutnings á þeim hluta efnisins sem lak úr bílnum, en samkvæmt útreikningum yfirvalda var um tæpa fjóra lítra að ræða til viðbótar.Efnin komu til Íslands um borð í Norrænu.Vísir/GVASagðist hafa ætlað að koma til Íslands til að starfa sem sjúkraþjálfari Krzysztof játaði fyrir dómi að hafa flutt til landsins 1.328 ml af efninu en neitaði sök að öðru leyti. Sagðist hann hafa lent í slysi og eftir það hefði loftslagið í Póllandi ekki hentað honum og að læknisráði hefði hann þurft að halda sig fjarri sól eins og unnt væri. Datt honum í hug að koma til Íslands til að starfa sem sjúkraþjálfari þar sem hann kvaðst hafa heyrt að þörf væri fyrir sjúkraþjálfara hér á landi.Sagði hann mál hafa þróast þannig í Póllandi að maður hefði komið að máli við sig og beðið sig að flytja eitthvað hingað til lands, og hann hefði fengið afhenta Audi-bifreiðina sem um ræðir. Sagðist hann ekki geta nafngreint þann mann vegna ótta um eigin fjölskyldu.Sagðist hann hafa átt að fá Audi-bílinn að launum fyrir förina. Sagðist hann hafa vitað að það sem falið var í bílnum væri ólöglegt því ella hefði það ekki verið falið í bílnum. Hann kvaðst ekki vita hvar felustaðurinn í bílnum hefði verið.Í Danmörku var hann stöðvaður af tollvörðum en var síðan sleppt og ók hann bílnum um borð í Norrænu. Eftir stuttan tíma um borð í ferjunni greindi starfsmaður ferjunnar honum frá því að það læki úr bílnum.Í skýrslu tollgæslunnar í Álaborg kemur fram að fíkniefnaleitarhundur hefðu veitt Audi-bílnum athygli. Eftir það hefði bíllinn verið tekinn til frekari skoðunar. Þá hefði verið borað gat fyrir aftan númeraplötu að framan en einskis orðið vart. Bílnum hefði þá verið þá hleypt um borð í ferjuna til Íslands þó að talið væri að fíkniefni væru í honum. Send var tilkynning til færeyskra og íslenskra yfirvalda um að skoða bifreiðina.Svo virðist sem að hluti þess efnis sem flytja átti til Íslands hafi því lekið úr bílnum en tæknideild lögreglu skoðaði sag sem notað var til þess að þurrka upp lekann. Gáfu sýnin svörun sem amfetamín við prófun. Reiknaði lögregla út að hægt væri að koma alls 5,2 lítrum af vökva fyrir í stuðaranum og voru mennirnir ákærðir fyrir að hafa gert tilraun til að smygla inn um fjórum lítrum, mismuni magns sem fannst í stuðaranum og var hægt að koma fyrir í stuðaranum.Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur.vísir/hannaTöluðu í síma um fíkniefnahundana Við komuna til landsins var Krzysztof hleypt frá borði og ók hann til Reykjavíkur. Sama kvöld lentu aðrir tveir Robert og Arkadiusz í Keflavík með flugi frá Varsjá í Póllandi. Þeir hittu svo fjórða manninn í málinu sem er með íslenska kennitölu, á hamborgarastaðnum Chuck Norris á Laugavegi síðar um kvöldið.Robert og Arkadiusz neituðu sök í málinu og könnuðust ekki við fíkniefnainnflutninginn. Kváðust þeir hafa hist á leið sinni til Íslands fyrir tilviljun og ákveðið að ferðast saman. Fyrir dómi sagði Krzysztof að Robert og Arkadiusz tengdust málinu ekki neitt, hann hefði átt að hafa samband við breskt símanúmer. Hann hafi hins vegar sett í samband við Arkadiusz þegar hann áttaði sig á því að hann væri í vandræðum vegna bílsins, eftir að hafa frétt af komu Arkadiuszar til Íslands, en þeir þekktust lítillega.Lögregla hlustaði hins vegar á samtal Roberts og Arkadiuszar og virðist það hafa komið upp um þá félaga. Í samtalinu segir „hundurinn merkti strax við“. Arkadiusz svaraði „hentu þeir þessu“. Svaraði Krzysztof þá „þeir fundu þetta ekki“.Fjarstæðukenndar og ótrúverðugar skýringar Sem fyrr segir var fjórði maðurinn einnig ákærður í málinu. Neitaði hann að hafa undirbúið og aðstoð þá félaga við innflutninginn, að öðru leyti en að hafa bókað gistingu fyrir þá. Sagðist hann ekki hafa vitað að nota ætti bílskúrinn í Skipholti til að fjarlægja fíkniefni úr bifreiðinni, enda hefði hann ekki vitað af fíkniefnunum og enginn hefði minnst á þau við sig, enda hefði hann aldrei samþykkt slíkt.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp 28. mars síðastliðinn segir að framburður og skýringar Roberts og Arkadiusz hafi verið „mjög ótrúverðugar og fjarstæðukenndar að hluta. Að mati dómsins er augljóst að innihald samtalanna sem lýst var snýst um fíkniefnin sem flutt voru til landsins falin í bifreiðinni.“Voru þeir dæmdir í 3 ára og sex mánaða fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi á 1,3 lítra af vökva sem innihélt 49 prósent amfetamínbasa. Krzysztof fékk sex mánaða skemmri dóm, þar sem hann játaði sök.Fjórði maðurinn var hins vegar sýknaður, þar sem ekki þótti sannað að hann hefði vitað af fíkniefnunum. Þá voru mennirnir þrír einnig sýknaður af tilraun til innflutnings á því efni sem lak úr bílnum.„Þótt leiddar hafi verið líkur að því að meira magn fíkniefna hafi verið í bitanum við brottförina frá Danmörku en þeir 1.328 ml sem lagt var hald á hér á landi eru engin viðhlítandi gögn til að byggja á svo unnt sé að slá því föstu að í bitanum hafi verið 5.240 ml eins og lýst er í ákærunni.“Voru mennirnir því sýknaðir af þeim hluta ákærunnar.Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér. Dómsmál Lögreglumál Norræna Tengdar fréttir Lögregla lét til skarar skríða í umfangsmiklu fíkniefnamáli Sérsveitarmenn og óeinkennisklæddir lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. 25. ágúst 2017 20:30 Seinheppnir smyglarar glötuðu meirihluta fíkniefnanna á leiðinni til Íslands Fjórir pólskir karlmenn sæta ákæru fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Efnin voru falin í stuðara á Audi A6 bíl. 8. desember 2017 09:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt þrjá Pólverja í fangelsi fyrir að hafa smyglað samtals 1,3 lítra af amfetamínabsa til Íslands um borð í Norrænu í ágúst á síðasta ári. Einn var sýknaður í málinu en svo virðist sem að megnið af þeim vökva sem átti að smygla inn til landsins hafi lekið úr stuðara bílsins sem efnið var falið í.Vísir fjallaði ítarlega um ákæruna yfir mönnunum á sínum tíma. Krzysztof Obrebski var gefið að sök að hafa að beiðni ótilgreindra aðila móttekið fíkniefni í Póllandi sem falin voru fremst í Audi A6 bifreið. Þaðan flutti hann fíkniefnin frá Póllandi til Danmerkur þaðan sem hann tók ferjuna Norrænu til íslands. Fékk hann þriggja ára dóm í málinu.Sjá einnig: Seinheppnir smyglarar glötuðu meirihluta fíkniefnanna á leiðinni til ÍslandsHinir tveir sem fengu dóm, Robert Borowski Beszta og Arkadiusz Rusanowski, fengu lengri dóm en Krzysztof. Voru þeir báðir dæmdir í þriggja ára og sex mánaða fangelsi. Var þeim gefið að sök að hafa veitt efnunum móttöku. Flugu þeir til Íslands frá Póllandi og mæltu sér mót við Krzysztof. Voru þeir tveir handteknir í bílskúr við Skipholt ásamt fjórða manninum sem var ákærður í málinu.Honum var gefið að sök að hafa undirbúið og aðstoðað Robert og Arkadiusz fyrir Íslandsferðina, séð um að bóka gistingu, útvegað bílskúrinn þar sem mennirnir voru handteknir auk þess sem að hafa ekið þeim tveimur og leiðbeint á milli staða í Reykjavík. Hann var handtekinn skammt frá bílskúrnum skömmu eftir handtökuna á Robert og Arkadiusz. Maðurinn neitaði sök og var sýknaður í málinu þar sem ekki þótti sannað að hann hafi vitað af efnunum í stuðaranum.Mennirnir voru einnig ákærðir fyrir tilraun til innflutnings á þeim hluta efnisins sem lak úr bílnum, en samkvæmt útreikningum yfirvalda var um tæpa fjóra lítra að ræða til viðbótar.Efnin komu til Íslands um borð í Norrænu.Vísir/GVASagðist hafa ætlað að koma til Íslands til að starfa sem sjúkraþjálfari Krzysztof játaði fyrir dómi að hafa flutt til landsins 1.328 ml af efninu en neitaði sök að öðru leyti. Sagðist hann hafa lent í slysi og eftir það hefði loftslagið í Póllandi ekki hentað honum og að læknisráði hefði hann þurft að halda sig fjarri sól eins og unnt væri. Datt honum í hug að koma til Íslands til að starfa sem sjúkraþjálfari þar sem hann kvaðst hafa heyrt að þörf væri fyrir sjúkraþjálfara hér á landi.Sagði hann mál hafa þróast þannig í Póllandi að maður hefði komið að máli við sig og beðið sig að flytja eitthvað hingað til lands, og hann hefði fengið afhenta Audi-bifreiðina sem um ræðir. Sagðist hann ekki geta nafngreint þann mann vegna ótta um eigin fjölskyldu.Sagðist hann hafa átt að fá Audi-bílinn að launum fyrir förina. Sagðist hann hafa vitað að það sem falið var í bílnum væri ólöglegt því ella hefði það ekki verið falið í bílnum. Hann kvaðst ekki vita hvar felustaðurinn í bílnum hefði verið.Í Danmörku var hann stöðvaður af tollvörðum en var síðan sleppt og ók hann bílnum um borð í Norrænu. Eftir stuttan tíma um borð í ferjunni greindi starfsmaður ferjunnar honum frá því að það læki úr bílnum.Í skýrslu tollgæslunnar í Álaborg kemur fram að fíkniefnaleitarhundur hefðu veitt Audi-bílnum athygli. Eftir það hefði bíllinn verið tekinn til frekari skoðunar. Þá hefði verið borað gat fyrir aftan númeraplötu að framan en einskis orðið vart. Bílnum hefði þá verið þá hleypt um borð í ferjuna til Íslands þó að talið væri að fíkniefni væru í honum. Send var tilkynning til færeyskra og íslenskra yfirvalda um að skoða bifreiðina.Svo virðist sem að hluti þess efnis sem flytja átti til Íslands hafi því lekið úr bílnum en tæknideild lögreglu skoðaði sag sem notað var til þess að þurrka upp lekann. Gáfu sýnin svörun sem amfetamín við prófun. Reiknaði lögregla út að hægt væri að koma alls 5,2 lítrum af vökva fyrir í stuðaranum og voru mennirnir ákærðir fyrir að hafa gert tilraun til að smygla inn um fjórum lítrum, mismuni magns sem fannst í stuðaranum og var hægt að koma fyrir í stuðaranum.Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur.vísir/hannaTöluðu í síma um fíkniefnahundana Við komuna til landsins var Krzysztof hleypt frá borði og ók hann til Reykjavíkur. Sama kvöld lentu aðrir tveir Robert og Arkadiusz í Keflavík með flugi frá Varsjá í Póllandi. Þeir hittu svo fjórða manninn í málinu sem er með íslenska kennitölu, á hamborgarastaðnum Chuck Norris á Laugavegi síðar um kvöldið.Robert og Arkadiusz neituðu sök í málinu og könnuðust ekki við fíkniefnainnflutninginn. Kváðust þeir hafa hist á leið sinni til Íslands fyrir tilviljun og ákveðið að ferðast saman. Fyrir dómi sagði Krzysztof að Robert og Arkadiusz tengdust málinu ekki neitt, hann hefði átt að hafa samband við breskt símanúmer. Hann hafi hins vegar sett í samband við Arkadiusz þegar hann áttaði sig á því að hann væri í vandræðum vegna bílsins, eftir að hafa frétt af komu Arkadiuszar til Íslands, en þeir þekktust lítillega.Lögregla hlustaði hins vegar á samtal Roberts og Arkadiuszar og virðist það hafa komið upp um þá félaga. Í samtalinu segir „hundurinn merkti strax við“. Arkadiusz svaraði „hentu þeir þessu“. Svaraði Krzysztof þá „þeir fundu þetta ekki“.Fjarstæðukenndar og ótrúverðugar skýringar Sem fyrr segir var fjórði maðurinn einnig ákærður í málinu. Neitaði hann að hafa undirbúið og aðstoð þá félaga við innflutninginn, að öðru leyti en að hafa bókað gistingu fyrir þá. Sagðist hann ekki hafa vitað að nota ætti bílskúrinn í Skipholti til að fjarlægja fíkniefni úr bifreiðinni, enda hefði hann ekki vitað af fíkniefnunum og enginn hefði minnst á þau við sig, enda hefði hann aldrei samþykkt slíkt.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp 28. mars síðastliðinn segir að framburður og skýringar Roberts og Arkadiusz hafi verið „mjög ótrúverðugar og fjarstæðukenndar að hluta. Að mati dómsins er augljóst að innihald samtalanna sem lýst var snýst um fíkniefnin sem flutt voru til landsins falin í bifreiðinni.“Voru þeir dæmdir í 3 ára og sex mánaða fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi á 1,3 lítra af vökva sem innihélt 49 prósent amfetamínbasa. Krzysztof fékk sex mánaða skemmri dóm, þar sem hann játaði sök.Fjórði maðurinn var hins vegar sýknaður, þar sem ekki þótti sannað að hann hefði vitað af fíkniefnunum. Þá voru mennirnir þrír einnig sýknaður af tilraun til innflutnings á því efni sem lak úr bílnum.„Þótt leiddar hafi verið líkur að því að meira magn fíkniefna hafi verið í bitanum við brottförina frá Danmörku en þeir 1.328 ml sem lagt var hald á hér á landi eru engin viðhlítandi gögn til að byggja á svo unnt sé að slá því föstu að í bitanum hafi verið 5.240 ml eins og lýst er í ákærunni.“Voru mennirnir því sýknaðir af þeim hluta ákærunnar.Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér.
Dómsmál Lögreglumál Norræna Tengdar fréttir Lögregla lét til skarar skríða í umfangsmiklu fíkniefnamáli Sérsveitarmenn og óeinkennisklæddir lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. 25. ágúst 2017 20:30 Seinheppnir smyglarar glötuðu meirihluta fíkniefnanna á leiðinni til Íslands Fjórir pólskir karlmenn sæta ákæru fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Efnin voru falin í stuðara á Audi A6 bíl. 8. desember 2017 09:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Lögregla lét til skarar skríða í umfangsmiklu fíkniefnamáli Sérsveitarmenn og óeinkennisklæddir lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. 25. ágúst 2017 20:30
Seinheppnir smyglarar glötuðu meirihluta fíkniefnanna á leiðinni til Íslands Fjórir pólskir karlmenn sæta ákæru fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Efnin voru falin í stuðara á Audi A6 bíl. 8. desember 2017 09:00