Óvissa ríkir um afnám vasapeningakerfis Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 20. janúar 2018 07:00 Nýr ráðherra félagsmála vill kanna afrakstur starfshóps sem var skipaður fyrir tæpum tveimur árum. Vísir/eyþór Starfshópur um afnám vasapeninga hefur fundað sextán sinnum frá því að hann var skipaður í maí 2016 af þáverandi ráðherra, Eygló Harðardóttur. Hann hefur ekki skilað skýrslu eða öðrum beinum afurðum vinnu sinnar. Starfshópnum var falið að útfæra og koma á tilraunaverkefni í samvinnu við eitt eða fleiri hjúkrunarheimili um nýtt fyrirkomulag um greiðsluþátttöku íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Hópurinn er skipaður fulltrúum frá Landssambandi eldri borgara, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, Tryggingastofnun ríkisins, Sjúkratryggingum Íslands og þremur fulltrúum frá velferðarráðuneytinu. Í svari frá velferðarráðuneytinu um afrakstur starfshópsins kemur fram að tilraunaverkefni um afnám vasapeningakerfis sé enn á undirbúningsstigi. „Haustið 2016 fundaði starfshópurinn með forstöðumönnum tveggja hjúkrunarheimila sem lýst höfðu áhuga á verkefninu, en vegna þess hve langt er um liðið er nauðsynlegt að kanna aftur hvort áhugi á þátttöku sé enn fyrir hendi. Því má segja að ekki liggi afdráttarlaust fyrir hvaða heimili muni taka þátt í tilraunaverkefninu.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, var ekki tilbúinn til að lýsa sýn sinni á verkefnið þegar spurt var eftir henni í fyrirspurn til ráðuneytisins og því ekki víst um afstöðu hans. „Félags- og jafnréttismálaráðherra er að kynna sér stöðu þessara mála og afla sér þekkingar á verkefninu og mun fjalla um afstöðu sína í svari við fyrirspurn sem beint hefur verið til hans á Alþingi um afnám vasapeningakerfis á dvalar- og hjúkrunarheimilum,“ segir í svari frá ráðuneytinu sem greindi einnig frá því að nýr ráðherra ætlaði sér að svara fyrirspurnum um verkefnið þann 29. janúar næstkomandi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Fleiri fréttir E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Sjá meira
Starfshópur um afnám vasapeninga hefur fundað sextán sinnum frá því að hann var skipaður í maí 2016 af þáverandi ráðherra, Eygló Harðardóttur. Hann hefur ekki skilað skýrslu eða öðrum beinum afurðum vinnu sinnar. Starfshópnum var falið að útfæra og koma á tilraunaverkefni í samvinnu við eitt eða fleiri hjúkrunarheimili um nýtt fyrirkomulag um greiðsluþátttöku íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Hópurinn er skipaður fulltrúum frá Landssambandi eldri borgara, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, Tryggingastofnun ríkisins, Sjúkratryggingum Íslands og þremur fulltrúum frá velferðarráðuneytinu. Í svari frá velferðarráðuneytinu um afrakstur starfshópsins kemur fram að tilraunaverkefni um afnám vasapeningakerfis sé enn á undirbúningsstigi. „Haustið 2016 fundaði starfshópurinn með forstöðumönnum tveggja hjúkrunarheimila sem lýst höfðu áhuga á verkefninu, en vegna þess hve langt er um liðið er nauðsynlegt að kanna aftur hvort áhugi á þátttöku sé enn fyrir hendi. Því má segja að ekki liggi afdráttarlaust fyrir hvaða heimili muni taka þátt í tilraunaverkefninu.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, var ekki tilbúinn til að lýsa sýn sinni á verkefnið þegar spurt var eftir henni í fyrirspurn til ráðuneytisins og því ekki víst um afstöðu hans. „Félags- og jafnréttismálaráðherra er að kynna sér stöðu þessara mála og afla sér þekkingar á verkefninu og mun fjalla um afstöðu sína í svari við fyrirspurn sem beint hefur verið til hans á Alþingi um afnám vasapeningakerfis á dvalar- og hjúkrunarheimilum,“ segir í svari frá ráðuneytinu sem greindi einnig frá því að nýr ráðherra ætlaði sér að svara fyrirspurnum um verkefnið þann 29. janúar næstkomandi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Fleiri fréttir E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Sjá meira