Fótbolti

Mark frá Sverri Inga dugði skammt gegn CSKA Moskvu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sverrir Ingi í leik með Rostov. Hann skoraði í dag
Sverrir Ingi í leik með Rostov. Hann skoraði í dag Vísir/getty
Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson voru allir í byrjunarliði Rostov sem fékk CSKA Moskvu í heimsókn í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Georgi Shchennikov kom gestunum yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks og þannig hélst staðan allt þar til á 61.mínútu þegar Sverrir Ingi jafnaði metin fyrir heimamenn.

Gestirnir náðu engu að síður að innbyrða þrjú stig þar sem Svíinn Pontus Wernbloom skoraði sigurmarkið á 75.mínútu.

Ragnar og Sverrir Ingi léku allan leikinn en Birni var skipt af velli á 85.mínútu. Rostov missti af tækifærinu að lyfta sér ofar í töflunni og situr enn í 12.sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×