Fótbolti

Fanndís og stöllur töpuðu í fallbaráttuslag

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fanndís í leik með íslenska landsliðinu.
Fanndís í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty
Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir lék síðasta korterið þegar lið hennar, Marseille, beið lægri hlut fyrir Fleury í fallbaráttuslag í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Liðin voru jöfn að stigum þegar kom að leik dagsins en Marseille er í neðsta sæti deildarinnar.

Eina mark leiksins var skorað seint í fyrri hálfleik og var staðan því 1-0 þegar Fanndís kom inná á 77.mínútu. Fanndísi tókst að glæða sóknarleik Marseille lífi en það reyndist engu að síður ekki nóg til að jafna leikinn.

Marseille því eftir sem áður á botni deildarinnar, þremur stigum frá öruggu sæti þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×