Ákærudómstóll í New York gaf út ákæru á hendur Harvey Weinstein vegna nauðgunar og kynferðisbrota. Kvikmyndaframleiðandinn hefur verið sakaður um fjölda kynferðisbrota undanfarna mánuði og var handtekinn í síðustu viku.
CNN-fréttastöðin segir að Weinstein ætli að lýsa sig saklausan af ákærunni. Hann gengur laus gegn tíu milljón dollara tryggingu. Hann þarf hins vegar að bera GPS-tæki til að hægt sé að fylgjast með ferðum hans. Weinstein má aðeins ferðast innan New York- og Connecticut-ríkja.
Brotin sem ákært er fyrir á Weinstein að hafa framið gegn tveimur konum árin 2013 og 2014. Rannsóknin stendur enn yfir, að sögn saksóknara.
Weinstein kom fyrir dómara á föstudag eftir að hafa gefið sig fram við lögreglu í New York.