Enski boltinn

Mata: Tími kominn á bjartsýni

Dagur Lárusson skrifar
Juan Mata.
Juan Mata. vísir/getty
Juan Mata, leikmaður Manchester United, segir að nú sé kominn tími til þess að leikmenn og stuðningsmenn United verði bjartsýnir á nýjan leik.

 

Útlitið var farið að vera heldur svart undir Mourinho og virtist liðið ekki vera á réttri leið. En nú er Ole Gunnar stjórinn og eftir aðeins einn leik er hægt að sjá breytingar á liðinu og því telur Mata að það sé kominn tími á að bjartsýni umkringi félagið aftur.

 

„Hinn goðsagnarkenndi Ole Gunnar er nýji stjórinn okkar og við gætum ekki hafa byrjað hans stjóratíð betur.“

 

„Þetta var sannfærandi sigur gegn Cardriff og þessi sigur mun lyfta okkur upp andlega fyrir síðustu leikina á árinu og á nýju ári. Það er kominn tími á að vera bjartsýnn, horfa fram á veginn og leggja hart að okkur til þess að klifra upp töfluna.“

 

„Við erum mjög ákveðnir að verða betri og skemmta stuðninsmönnum okkar í leiðinni, þeir eiga mikið betra skilið,“ sagði Juan Mata í bloggi sínu.  

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×