Enski boltinn

Messan: Enginn venjulegur hafsent

Dagur Lárusson skrifar
vísir/getty
Þeir Rikki G, Gulli og Reynir fóru yfir allt það helsta úr síðustu umferð enska boltans og tóku þeir meðal annars fyrir topplið Liverpool.

 

Þeir félagarnir ræddu meðal annars um varnarmanninn Virgil Van Djik sem spilaði veikur á föstudaginn gegn Wolves. Rikki spurði hvort það þyrfti hreinlega ekki kanna hann.

 

„Ég meina þetta er ekkert venjulegur hafsent. Sjáið hann t.d. gegn Traore sem er fljótasti leikmaður deildarinnar. Hann reynir ítrekað að stinga hann af en Van Djik hleypur bara með honum,“ sagði Rikki.

 

 

„Það er ekki oft sem maður sér varnarmenn með svona hraða, en hann er líka svo skynsamur og hann stýrir mönnum bara í þá átt sem hann vill fá þá og svo tekur hann boltann af þeim með líkamstyrk,“ sagði Reynir.

 

Rikki talaði síðan um mikilvægi varnarinnar og markvörslunar á þessu tímabili, öfugt við síðasta tímabil.

 

„Já það er einmitt það sem hefur verið talað svo mikið um, það vantaði einhvern svona leiðtoga í vörnina og eru nú komnir með hann í Van Djik og eru komnir með heimsklassa markmann í Alisson,“ sagði Gulli.

 

„Þetta munar bara ótrúlega miklu, það var ekkert vandamál hjá Liverpool sóknarlega í fyrra.“  

 

Klippuna í heild sinni má sjá með fréttinni.

 



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×