Aðstandendur vildu samtal en voru handteknir Erla Björg Gunnarsdóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 9. ágúst 2018 22:40 Móðir og systir manns á fertugsaldri voru handteknar á geðdeild Landspítalans í gær þegar þær mótmæltu útskrift mannsins af deildinni. Faðir mannsins segir fjölskylduna hafa beðið um útskýringar og samtal en því hafi verið svarað með ofbeldi. Eftir tuttugu ára baráttu fyrir son sinn segir maðurinn ljóst að geðheilbrigðiskerfið hér á landi sé gjörónýtt. Maðurinn á við alvarlegan fíkni- og geðsjúkdóm að stríða. Eftir sjö mánaða vist á Kleppi þar sem miklar framfarir náðust var hann útskrifaður beint á götuna án eftirmeðferðar. Hann fór strax í sama farið og var lagður inn á bráðageðdeild Landspítalans í mjög slæmu ástandi þar sem hann hefur verið í nokkra daga. Það var svo á miðvikudag sem maðurinn var útskrifaður af geðdeild Lansspítalans þrátt fyrir kröftug mótmæli fjölskyldunnar. Þessi mótmæli enduðu á að systir hans og móðir voru handteknar og færðar niður á lögreglustöð en þær vildu ekki fær sig fyrr en að hafa fengið hlustun. „Við mótmæltum því að sjálfsögðu og töluðum við handhafa lögræðisins og hann bað um eins dags frest til þess að hægt yrði að halda fund í dag með lögmanni og ræða framhaldið faglega og efnislega eins og fagfólk gerir. Konan mín og dóttir mættu á svæðið og sonur líka. Þau báðu um skýringar, þau báðu um hlustun, þau báðu um rök en eina sem talað var um var peningar, síðan var kallað á lögregluna og þær teknar fastar," segir Kristinn Ágúst Friðfinnsson, faðir mannsins. Frá þessu greindi einnig bróðir mannsins á Facebook. Segir hann lækni á vakt hafa sagt manninn líta vel út og að geðdeild væri ekki búsetuúrræði fyrir heimilislaust fólk. En fjölskyldan reyndi að útskýra að maðurinn þyrfti langtímameðferð við langt leiddum sjúkdómi. Faðir mannsins segir framtíðina hafa verið bjarta fyrir son sinn, hann hafi lært viðskiptafræði, spilað á píanó og verið margfaldur sundmeistari. Á tvítugsaldri hafi hann veikst alvarlega og að í tuttugu ár hafi fjölskyldan heyrt sömu svör frá kerfinu: að ekki sé pláss, engir peningar og engin úrræði.20 ára barátta „Þetta er búið að standa núna yfir í tuttugu ár. Við erum búin að vera að heyra svona sömu fjórar til fimm setningarnar eins og möntrur þegar verið er að reyna að fá lækningu fyrir hann. Og þessar möntruur eru bara til þess að réttlæta það annað hvort að taka hann ekki inn eða senda hann út á götu. Þetta er búið að standa yfir í tuttugu ár. Það segir okkur einn hlut, þetta kerfi er ekki að virka. Það virkar ekki þetta kerfi. Þess vegna eigum við að stoppa, við eigum að gefa aftur, við eigum að skrifa nýtt handrit og byrja alveg frá grunni. Kerfið eins og það er í dag það virkar ekki. Við byrjum upp á nýtt," segir Kristinn. Kristinn líkir starfsfólki geðdeildar við starfsfólk á hóteli þar sem meira fari fyrir gistináttaskipulagi en lækningarmeðferðum. Hann segir fjölskylduna hafa óskað eftir skýringum og samtali í gær. „Eina sem talað var um var peningar. Síðan var kallað á lögregluna og þær teknar fastar,“ segir Kristinn og segir eina staðinn vera götuna þegar sonur hans er útskrifaður svo brátt. Þar fari hann í gamla farið og gamla félagsskapinn. „Síðan byrjar bara mjög hörð neysla og það er bara beint niður. Og það er orðið mjög tæpt, alltaf þegar hann fellur.“ Landspítalinn veitti engin viðtöl vegna málsins í gær, fimmtudag. Heilbrigðismál Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Móðir og systir manns á fertugsaldri voru handteknar á geðdeild Landspítalans í gær þegar þær mótmæltu útskrift mannsins af deildinni. Faðir mannsins segir fjölskylduna hafa beðið um útskýringar og samtal en því hafi verið svarað með ofbeldi. Eftir tuttugu ára baráttu fyrir son sinn segir maðurinn ljóst að geðheilbrigðiskerfið hér á landi sé gjörónýtt. Maðurinn á við alvarlegan fíkni- og geðsjúkdóm að stríða. Eftir sjö mánaða vist á Kleppi þar sem miklar framfarir náðust var hann útskrifaður beint á götuna án eftirmeðferðar. Hann fór strax í sama farið og var lagður inn á bráðageðdeild Landspítalans í mjög slæmu ástandi þar sem hann hefur verið í nokkra daga. Það var svo á miðvikudag sem maðurinn var útskrifaður af geðdeild Lansspítalans þrátt fyrir kröftug mótmæli fjölskyldunnar. Þessi mótmæli enduðu á að systir hans og móðir voru handteknar og færðar niður á lögreglustöð en þær vildu ekki fær sig fyrr en að hafa fengið hlustun. „Við mótmæltum því að sjálfsögðu og töluðum við handhafa lögræðisins og hann bað um eins dags frest til þess að hægt yrði að halda fund í dag með lögmanni og ræða framhaldið faglega og efnislega eins og fagfólk gerir. Konan mín og dóttir mættu á svæðið og sonur líka. Þau báðu um skýringar, þau báðu um hlustun, þau báðu um rök en eina sem talað var um var peningar, síðan var kallað á lögregluna og þær teknar fastar," segir Kristinn Ágúst Friðfinnsson, faðir mannsins. Frá þessu greindi einnig bróðir mannsins á Facebook. Segir hann lækni á vakt hafa sagt manninn líta vel út og að geðdeild væri ekki búsetuúrræði fyrir heimilislaust fólk. En fjölskyldan reyndi að útskýra að maðurinn þyrfti langtímameðferð við langt leiddum sjúkdómi. Faðir mannsins segir framtíðina hafa verið bjarta fyrir son sinn, hann hafi lært viðskiptafræði, spilað á píanó og verið margfaldur sundmeistari. Á tvítugsaldri hafi hann veikst alvarlega og að í tuttugu ár hafi fjölskyldan heyrt sömu svör frá kerfinu: að ekki sé pláss, engir peningar og engin úrræði.20 ára barátta „Þetta er búið að standa núna yfir í tuttugu ár. Við erum búin að vera að heyra svona sömu fjórar til fimm setningarnar eins og möntrur þegar verið er að reyna að fá lækningu fyrir hann. Og þessar möntruur eru bara til þess að réttlæta það annað hvort að taka hann ekki inn eða senda hann út á götu. Þetta er búið að standa yfir í tuttugu ár. Það segir okkur einn hlut, þetta kerfi er ekki að virka. Það virkar ekki þetta kerfi. Þess vegna eigum við að stoppa, við eigum að gefa aftur, við eigum að skrifa nýtt handrit og byrja alveg frá grunni. Kerfið eins og það er í dag það virkar ekki. Við byrjum upp á nýtt," segir Kristinn. Kristinn líkir starfsfólki geðdeildar við starfsfólk á hóteli þar sem meira fari fyrir gistináttaskipulagi en lækningarmeðferðum. Hann segir fjölskylduna hafa óskað eftir skýringum og samtali í gær. „Eina sem talað var um var peningar. Síðan var kallað á lögregluna og þær teknar fastar,“ segir Kristinn og segir eina staðinn vera götuna þegar sonur hans er útskrifaður svo brátt. Þar fari hann í gamla farið og gamla félagsskapinn. „Síðan byrjar bara mjög hörð neysla og það er bara beint niður. Og það er orðið mjög tæpt, alltaf þegar hann fellur.“ Landspítalinn veitti engin viðtöl vegna málsins í gær, fimmtudag.
Heilbrigðismál Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira