Framsóknarflokkur, L-listinn og Samfylking, sem gerðu með sér samning um meirihlutasamstarf á síðasta kjörtímabili, hafa fundað saman á hverjum degi frá sveitarstjórnarkosningum. Flokkarnir hafa gefið sér tiltekinn tímaramma fyrir viðræðurnar og ætla að láta á það reyna hvort flokkarnir nái ekki saman fyrir mánaðamót.
Að sögn Guðmundar Baldvins Guðmundssonar, oddvita Framsóknarflokksins á Akureyri, ganga viðræðurnar vel. Enginn málefnalegur ágreiningur hafi komið upp hjá flokkunum og Guðmundur er bjartsýnn að flokkarnir nái saman, enn sem komið er.
„Viðræðurnar ganga vel. Við gáfum okkur tíma fram að mánaðamótum og það hefur ekkert gerst sem hefur hleypt þessu í bál og brand, eins og maður segir,“ segir Guðmundur.
Hefur komið til tals að bjóða öðrum flokkum með í viðræðurnar til að styrkja meirihlutann, eins og til dæmis Vinstri hreyfingunni-grænu framboði sem þið hafið unnið vel með á síðasta kjörtímabili?
„Það er margt rætt skulum við segja.“
Viðræður um myndun meirihluta ganga vel á Akureyri

Tengdar fréttir

Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar hélt velli í fyrsta sinn
„Ég held að niðurstaðan sé að segja okkur það að Akureyringar séu tiltölulega sáttir við meirihlutann og þess vegna sé eðlilegt að vinna áfram saman,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri.

Hilda Jana um þátttöku í stjórnmálum: „Mér finnst ég hafa lifnað við aftur“
Hilda Jana hefur meiri áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af innanflokksátökum í bæjarstjórn Akureyrar.

Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn
Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri.

Vill ræða fyrst við núverandi meirihluta
Guðmundur Baldvin, oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, vill hefja viðræður við Samfylkingu og L-listann um meirihlutasamstarf.