Íslensku strákarnir eiga eina af fjórum útgáfum af forsíðum blaðsins en hinar eru af Harry Kane hjá Englandi, Mo Salah hjá Egyptalandi og landsliðsmönnum frá Mexíkó. Bandaríska landsliðið komst ekki í úrslitakeppni HM að þessu sinni.
Íslensku landsliðsmennirnir fjórir sem eru á forsíðunni eru þeir Ragnar Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson.
Strákarnir fjórir brugðu á leik fyrir ljósmyndarann en myndin var tekin í Bandaríkjaferð íslenska landsliðsins í marsmánuði.
Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson, tveir þekktustu leikmenn íslenska liðsins, eru ekki á myndinni en þeir voru fjarverandi þegar myndatakan fór fram.
Fyrirsögnina mætta þýða: „Ísland. Litla liðið sem bítur frá sér“ en á ensku er hún „Iceland. The tiny underdog (Skol) has big bite“.
Treat @footballiceland as an underdog at your own peril. The Euro 2016 darlings are ready for the World Cup stage (COVER 4/4) pic.twitter.com/Dx7FuomzuZ
— Sports Illustrated (@SInow) May 29, 2018
Hér fyrir neðan má síðan sjá allar forsíðurnar.
The 2018 SI World Cup issue is here! COVER 1/4:
“I’ve always had the vision, so I’m not surprising myself.”@MoSalah’s rise has been a shock to many–just not himself. Now a nation’s World Cup hopes rest quite literally on his shoulder (by @GrantWahl) https://t.co/FwSBXz2bAIpic.twitter.com/WAmvGyX2VZ
— Sports Illustrated (@SInow) May 29, 2018
The USA may not be going, but America’s **other** team will represent in Russia. Is this the year #ElTri gets over the round-of-16 roadblock? (COVER 2/4) pic.twitter.com/dFyhQ39dPg
— Sports Illustrated (@SInow) May 29, 2018
The Three Lions have a new captain and a fresh outlook. Can @England return to glory this summer? (COVER 3/4) pic.twitter.com/ysqxfQu0MO
— Sports Illustrated (@SInow) May 29, 2018