Hin meinta drátthaga langatöng bláu handarinnar skilur ekki lætin Jakob Bjarnar skrifar 5. október 2018 13:47 Meðal þeirra sem vanda Helga Sig ekki kveðjurnar eru Helga Vala, Ingibjörg Sólrún og Ragnhildur Sverrisdóttir. Helgi Sigurðsson, skopmyndateiknari Morgunblaðsins, er umdeildur listamaður og í dag tókst honum enn og aftur að ganga fram af fólki. „Ömurð!“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi forsætisráðherra þjóðarinnar, um mynd dagsins. Í Mogga dagsins getur að líta teikningu af Margréti Kristínu Blöndal alías tónlistarkonunni Möggu Stínu sem áður gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Risaeðlunni. Magga Stína er nýlega tekin við formennsku í Leigjendasamtökunum, eins og Vísir hefur fjallað um. Á myndinni segir, „risaeðla“ og nýr formaður „leiðindasamtakanna“ leigumarkaðinn fíaskó og það verði að poppa þetta eitthvað upp.Lágkúra á sterum Vísir ræddi við Helga nú í morgun og hann sagðist ekki mjög spenntur fyrir því að tjá sig um myndir sínar í fjölmiðlum, hann vildi síður troða sinni persónu inn í þær. Erfitt að komast hjá því en Helgi Sig. segist ekki hafa neina þörf fyrir það að verja skopteikningar sínar, fólk verði bara að lesa það í þær sem vill og það megi hafa sínar skoðanir á því. Já, fólk má hafa sínar skoðanir á myndum Helga og ekki stendur á þeim Á Facebook-vegg Ragnhildar Sverrisdóttur, aðstoðarkonu Björgólfs Thors athafnamanns og fyrrverandi blaðamanns á Mogganum, er téð teikning til umræðu. Og þar eru Helga ekki vandaðar kveðjurnar og er fólk á einu máli: Um sé að ræða lágkúru á sterum.Teiknandi fingur bláu handarinnar Ingibjörg Sólrún kallar þetta einfaldlega „ömurð“, Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að þetta sé „vandræðaleg lágkúra“ og Ragnhildur sjálf leitast við að segja deili á teiknaranum: „Þetta er hinn teiknandi fingur bláu handarinnar, skilst mér.“ Vísir spurði Helga, sem nú hefur teiknað í Moggann í átta ár, hreint út hvort hann sé hin drátthaga langatöng bláu handarinnar, en svo hefur harðkjarni Sjálfstæðisflokksins verið nefndur? Helgi vill ekki meina að svo sé. Hann fái engar skipanir um umfjöllunarefni og efnistök. Hann teikni bara sínar myndir og skili þeim inn.Ingibjörg Sólrún þarf ekki að hafa mörg orð um það hvað henni finnst: Ömurð. Víst er að Helgi verður seint látinn gjalda þess af hálfu Davíðs að gera henni gramt í geði.Fréttablaðið/anton brink„Kannski eðlilegt að fólk haldi að svo sé, þetta er jú í Morgunblaðinu, en ég bara teikna. Dreg mínar ályktanir af því sem ég les og sé og bý til mynd af því. Það eru engar ordrur frá ritstjóra um hvað ég má segja og hvað ekki. Fólk getur í eyðurnar. Ég er ekki með neinar fastmótaðar pólitískar skoðanir. Er ekki í neinum flokki heldur kem bara að þessu sem teiknari.“Helgi Sig. og Davíð á sömu blaðsíðunniEn, nú er óneitanlega mikill samhljómur milli mynda þinna og svo Staksteina- og leiðaraskrifa blaðsins? Það er samhljómur milli þín og Davíðs Oddssonar ritstjóra blaðsins? „Það getur vel verið en það er ekki af því að ég hafi fengið skipanir eða einhverjar línur frá þeim, einhver tilviljun sem ræður því að við erum að skoða sömu viðburðina í fjölmiðlum. Ég les það sem Davíð skrifar í sínum leiðurum en ég er ekki að taka það upp eða reyna að verja hans stöðu. Ég er bara tjá mínar skoðanir. Maður verður fyrir áhrifum héðan og þaðan. Já, mér finnst Davíð skemmtilegur.“En, ertu grjótharður hægrisinni?Margir vilja greina nokkurn samhljóm í skopteikningum Helga Sig. og pistlaskrifum Davíðs Oddssonar. Helgi segir það alls ekki svo að hann fái ordrur frá Davíð um umfjöllunarefni.Fréttablaðið/Anton„Ég veit það ekki. Ég er nú bara gamall hippi í mér. En, mér líst ekkert á þetta marxistatal og þessa stefnu sem margir vilja taka. Ég vil bara hafa gamla góða Ísland, ekki að einhverjir Evrópusambands-Sovíet-embættismenn séu að segja okkur fyrir verkum. Að því leyti er ég íhaldssamur,“ segir Helgi. En, hann vonar að það geri sig ekki gamaldags. Og Helgi lýsir því jafnframt að honum þyki lítið til þess koma þegar fólk vilji setja sig á háan siðferðilega stall og tali niður til fólks.Það má alveg gera grín að Möggu Stínu Helgi Sig. á erfitt með að skilja hvers vegna mynd dagsins fer svona þversum í margan manninn. Hann segist vera að gera góðlátlegt grín að Möggu Stínu, sem honum sé vel við og lýsir því að hann heyri alltaf „leiðindasamtökin“ þegar verið er að tala um „leigjendasamtökin“.Magga Stína er nú orðin formaður Leigjendasamtakanna og hún var skotspónn Helga Sig. í dag.Alda Lóa„Þau eru eitthvað að reyna að poppa upp stemmninguna þar og í verkalýðssamtökunum. Endar örugglega með því að samkvæmið springur upp í eina allsherjar popporgíu. Það er erfitt að horfa í gegnum þennan front sem Magga Stína hefur, skemmtikrafturinn og meðlimur í Risaeðlunni og svo ætlar hún sér að koma inn af þunga og dauðans alvöru inn í þessa umræðu. En, hún stóð sig vel í Silfrinu, hvar hún gerði grein fyrir máli sínu. Hún finnur þessa háu leigu á sínu skinni, en það má alveg gera grín að henni.“Fólk haft samband nötrandi af bræði Eins og áður sagði er Helgi Sig. umdeildur teiknari. Og fjölmörg dæmi eru um að teikningar hans hafi valdið hneykslan. Þannig fjallaði Andri Ólafsson um eina slíka í þættinum Ísland í dag þann 15. september 2015 og ræddi þá við Helga.Í dag furðar Helgi sig á því hvernig fólk leyfði sér að túlka myndina og þá þar með dæma um innræti sitt. Hann segir að þá hafi fólk beinlínis verið nötrandi af bræði og í sig hringdi meðal annars maður sem sagðist ætla að vinna að því markvisst að hann fengi aldrei verkefni. Aldrei.Myndin af flóttaskipinu var hugsuð sem samúðarmynd „Ég skil ekki þessa reiði vegna teikningarinnar. Sjálfur var ég grátandi yfir sjónvarpinu vegna fréttanna. Síðasta sem ég myndi gera væri að hæðast að drukknandi fólki í Miðjarðarhafinu,“ segir Helgi.Fjarstæðukennt. Ég er gamall hippi, stunda jóga og er grænmetisæta. Ég þekki allt þetta 101 lið. „Og síðan á ég að vera undir ægivaldi bláu handarinnar af því að ég teikna í Morgunblaðið; þá og þar með eigi mér að finnast allt í lagi að gera grín að fólki sem er að drukkna?! Þarna var ég að fjalla um þann hóp sem er svo bláeygur að telja að Eygló Harðardóttir þá ráðherra gæti stoppað Soros, héðan frá Íslandi, í að kaupa einhverja gúmmíbáta sem notaðir voru í helfarartúrisma flóttamanna. Þetta var samúðarmynd af minni hálfu.Helgi Sig. telur sig ekki njóta sannmælis sem teiknara meðan aðrir misgóðir, að hans mati, eru hafnir til skýjanna.En, beindi sjónum að Samfylkingarliði Evrópu. Maður er rasisti ef maður vogar sér að spyrja hvort vert sé að galopna landamærin og taka þar með áhættuna á að rústa samfélaginu,“ segir Helgi. Og telur sjálfur ávinning af slíkri stefnu véfengjanlegan.Nýtur ekki sannmælis meðan aðrir eru hafnir til skýjanna Vitaskuld hafa hinar hörðu viðtökur við myndunum ekki farið fram hjá teiknaranum, þó hann reyni að láta sem ekkert sé. Helgi segir illt hvernig flokkadrættir geri afstöðu fólks eindregna og ósanngjarna. Hann veltir fyrir sér þeirri stöðu að vera kallaður skósveinn Davíðs og njóti ekki sannmælis meðan allt sem aðrir teiknarar er lofað í hástert. „Maður er strípaður af öllu. Allt tekið. Ég teiknaði eitt sinn mynd af Ólafi Ragnari Grímssyni, það var verið að hífa upp af honum styttu. Og þá fékk ég það yfir mig að ég væri lélegur teiknari, meira að segja þótti leturgerðin léleg. Allt tekið, maður er strípaður af öllum mannkostum og hæfileikum,“ segir Helgi og reynir að greina stöðuna. „Ég fæ yfir mig rotþró samfélagsmiðlanna og heilaga reiði fólks sem hefur lent í hruninu. Eins og ég beri ábyrgð á því af því að ég er að teikna í Morgunblaðið. Þetta lýsir því hvernig samfélagið getur flippað út á samfélagsmiðlum. Fólk fer á flug. ég er kannski svona ónæmur á þetta, harðbrjósta en mér finnst þetta bara vera góðlátlegt grín. En, þetta eru trúarbrögð ef ekki má segja neitt um leigjendasamtökin? Ég skil ekki alveg.“Helgi Sig. segir að Bjarni sé líka manneskja, og furðar sig á því að fólki þyki voðalega fínt að teikna hann upp í einhverri nábrók.Fréttablaðið/ErnirHelgi bendir á að meðan þessu fari fram séu aðrir teiknarar, sem hann telur kannski ekkert sérstaka, hafnir til skýjanna. Algerlega yfir gagnrýni hafnir. Þykir frábærir. En, það sé vegna þess að þeir eru í rétta liðinu. Sjálfur njóti hann aldrei sannmælis fyrir teiknihæfileika sína.Hræsni í afstöðu Þó Helgi leggi málið upp þannig að fólk geti lesið í teikningarnar dregur hann ekki dul á að hann er að tjá tiltekna afstöðu í myndum sínum. Lýsa tiltekinni afstöðu. Og hann furðar sig á máli sem nú er til umfjöllunar, Þrándi Þórarinssyni listmálara hefur verið meinað að sýna málverkið „Nábrókar-Bjarna“ á sýningu sinni sem opnuð verður í Hannesarholti um helgina. En, afstaða Helga er ekkert endilega sú að þar sé verið að beita grimmu valdi ritskoðunar. Hann greinir í það minnsta hræsni í afstöðu fólks. „Það varð allt vitlaust þegar ég teiknaði ritstjóra Stundarinnar í mannætupotti. Þó er mannætupotturinn einhver helsta klisjan í skopmyndum. Þetta þótti ógeðslegt en ritstjóri Stundarinnar hefur atvinnu að því að gagnrýna Bjarna Benediktsson. Og nú verður allt vitlaust vegna þess að einhver teiknar hann í nábrók og fær ekki að sýna það. Það þykir voðalega fínt. En, Bjarni Benediktsson er líka manneskja og það er ekki hægt að strípa fólk af allri mennsku þó það sé í pólitík,“ segir hinn umdeildi skopmyndateiknari, Helgi Sig. Menning Tengdar fréttir Skopmynd Morgunblaðsins afar umdeild „Bara fólk sem er verulega aftengt veruleikanum sér skop í þessu.“ 1. september 2015 15:43 Gummi Ben vill ekkert um skopmynd Moggans segja Enn hneykslar skopmyndateiknari Morgunblaðsins með teikningum sínum. 24. júní 2016 12:41 Skopmyndateiknari Morgunblaðsins: Ákall til Eyglóar er fyndið Helgi Sigurðsson, skopmyndateiknari Morgunblaðsins, segir að það sé hægt að túlka umdeilda mynd sem birtist í blaðinu dag á margan hátt. 1. september 2015 22:21 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Helgi Sigurðsson, skopmyndateiknari Morgunblaðsins, er umdeildur listamaður og í dag tókst honum enn og aftur að ganga fram af fólki. „Ömurð!“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi forsætisráðherra þjóðarinnar, um mynd dagsins. Í Mogga dagsins getur að líta teikningu af Margréti Kristínu Blöndal alías tónlistarkonunni Möggu Stínu sem áður gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Risaeðlunni. Magga Stína er nýlega tekin við formennsku í Leigjendasamtökunum, eins og Vísir hefur fjallað um. Á myndinni segir, „risaeðla“ og nýr formaður „leiðindasamtakanna“ leigumarkaðinn fíaskó og það verði að poppa þetta eitthvað upp.Lágkúra á sterum Vísir ræddi við Helga nú í morgun og hann sagðist ekki mjög spenntur fyrir því að tjá sig um myndir sínar í fjölmiðlum, hann vildi síður troða sinni persónu inn í þær. Erfitt að komast hjá því en Helgi Sig. segist ekki hafa neina þörf fyrir það að verja skopteikningar sínar, fólk verði bara að lesa það í þær sem vill og það megi hafa sínar skoðanir á því. Já, fólk má hafa sínar skoðanir á myndum Helga og ekki stendur á þeim Á Facebook-vegg Ragnhildar Sverrisdóttur, aðstoðarkonu Björgólfs Thors athafnamanns og fyrrverandi blaðamanns á Mogganum, er téð teikning til umræðu. Og þar eru Helga ekki vandaðar kveðjurnar og er fólk á einu máli: Um sé að ræða lágkúru á sterum.Teiknandi fingur bláu handarinnar Ingibjörg Sólrún kallar þetta einfaldlega „ömurð“, Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að þetta sé „vandræðaleg lágkúra“ og Ragnhildur sjálf leitast við að segja deili á teiknaranum: „Þetta er hinn teiknandi fingur bláu handarinnar, skilst mér.“ Vísir spurði Helga, sem nú hefur teiknað í Moggann í átta ár, hreint út hvort hann sé hin drátthaga langatöng bláu handarinnar, en svo hefur harðkjarni Sjálfstæðisflokksins verið nefndur? Helgi vill ekki meina að svo sé. Hann fái engar skipanir um umfjöllunarefni og efnistök. Hann teikni bara sínar myndir og skili þeim inn.Ingibjörg Sólrún þarf ekki að hafa mörg orð um það hvað henni finnst: Ömurð. Víst er að Helgi verður seint látinn gjalda þess af hálfu Davíðs að gera henni gramt í geði.Fréttablaðið/anton brink„Kannski eðlilegt að fólk haldi að svo sé, þetta er jú í Morgunblaðinu, en ég bara teikna. Dreg mínar ályktanir af því sem ég les og sé og bý til mynd af því. Það eru engar ordrur frá ritstjóra um hvað ég má segja og hvað ekki. Fólk getur í eyðurnar. Ég er ekki með neinar fastmótaðar pólitískar skoðanir. Er ekki í neinum flokki heldur kem bara að þessu sem teiknari.“Helgi Sig. og Davíð á sömu blaðsíðunniEn, nú er óneitanlega mikill samhljómur milli mynda þinna og svo Staksteina- og leiðaraskrifa blaðsins? Það er samhljómur milli þín og Davíðs Oddssonar ritstjóra blaðsins? „Það getur vel verið en það er ekki af því að ég hafi fengið skipanir eða einhverjar línur frá þeim, einhver tilviljun sem ræður því að við erum að skoða sömu viðburðina í fjölmiðlum. Ég les það sem Davíð skrifar í sínum leiðurum en ég er ekki að taka það upp eða reyna að verja hans stöðu. Ég er bara tjá mínar skoðanir. Maður verður fyrir áhrifum héðan og þaðan. Já, mér finnst Davíð skemmtilegur.“En, ertu grjótharður hægrisinni?Margir vilja greina nokkurn samhljóm í skopteikningum Helga Sig. og pistlaskrifum Davíðs Oddssonar. Helgi segir það alls ekki svo að hann fái ordrur frá Davíð um umfjöllunarefni.Fréttablaðið/Anton„Ég veit það ekki. Ég er nú bara gamall hippi í mér. En, mér líst ekkert á þetta marxistatal og þessa stefnu sem margir vilja taka. Ég vil bara hafa gamla góða Ísland, ekki að einhverjir Evrópusambands-Sovíet-embættismenn séu að segja okkur fyrir verkum. Að því leyti er ég íhaldssamur,“ segir Helgi. En, hann vonar að það geri sig ekki gamaldags. Og Helgi lýsir því jafnframt að honum þyki lítið til þess koma þegar fólk vilji setja sig á háan siðferðilega stall og tali niður til fólks.Það má alveg gera grín að Möggu Stínu Helgi Sig. á erfitt með að skilja hvers vegna mynd dagsins fer svona þversum í margan manninn. Hann segist vera að gera góðlátlegt grín að Möggu Stínu, sem honum sé vel við og lýsir því að hann heyri alltaf „leiðindasamtökin“ þegar verið er að tala um „leigjendasamtökin“.Magga Stína er nú orðin formaður Leigjendasamtakanna og hún var skotspónn Helga Sig. í dag.Alda Lóa„Þau eru eitthvað að reyna að poppa upp stemmninguna þar og í verkalýðssamtökunum. Endar örugglega með því að samkvæmið springur upp í eina allsherjar popporgíu. Það er erfitt að horfa í gegnum þennan front sem Magga Stína hefur, skemmtikrafturinn og meðlimur í Risaeðlunni og svo ætlar hún sér að koma inn af þunga og dauðans alvöru inn í þessa umræðu. En, hún stóð sig vel í Silfrinu, hvar hún gerði grein fyrir máli sínu. Hún finnur þessa háu leigu á sínu skinni, en það má alveg gera grín að henni.“Fólk haft samband nötrandi af bræði Eins og áður sagði er Helgi Sig. umdeildur teiknari. Og fjölmörg dæmi eru um að teikningar hans hafi valdið hneykslan. Þannig fjallaði Andri Ólafsson um eina slíka í þættinum Ísland í dag þann 15. september 2015 og ræddi þá við Helga.Í dag furðar Helgi sig á því hvernig fólk leyfði sér að túlka myndina og þá þar með dæma um innræti sitt. Hann segir að þá hafi fólk beinlínis verið nötrandi af bræði og í sig hringdi meðal annars maður sem sagðist ætla að vinna að því markvisst að hann fengi aldrei verkefni. Aldrei.Myndin af flóttaskipinu var hugsuð sem samúðarmynd „Ég skil ekki þessa reiði vegna teikningarinnar. Sjálfur var ég grátandi yfir sjónvarpinu vegna fréttanna. Síðasta sem ég myndi gera væri að hæðast að drukknandi fólki í Miðjarðarhafinu,“ segir Helgi.Fjarstæðukennt. Ég er gamall hippi, stunda jóga og er grænmetisæta. Ég þekki allt þetta 101 lið. „Og síðan á ég að vera undir ægivaldi bláu handarinnar af því að ég teikna í Morgunblaðið; þá og þar með eigi mér að finnast allt í lagi að gera grín að fólki sem er að drukkna?! Þarna var ég að fjalla um þann hóp sem er svo bláeygur að telja að Eygló Harðardóttir þá ráðherra gæti stoppað Soros, héðan frá Íslandi, í að kaupa einhverja gúmmíbáta sem notaðir voru í helfarartúrisma flóttamanna. Þetta var samúðarmynd af minni hálfu.Helgi Sig. telur sig ekki njóta sannmælis sem teiknara meðan aðrir misgóðir, að hans mati, eru hafnir til skýjanna.En, beindi sjónum að Samfylkingarliði Evrópu. Maður er rasisti ef maður vogar sér að spyrja hvort vert sé að galopna landamærin og taka þar með áhættuna á að rústa samfélaginu,“ segir Helgi. Og telur sjálfur ávinning af slíkri stefnu véfengjanlegan.Nýtur ekki sannmælis meðan aðrir eru hafnir til skýjanna Vitaskuld hafa hinar hörðu viðtökur við myndunum ekki farið fram hjá teiknaranum, þó hann reyni að láta sem ekkert sé. Helgi segir illt hvernig flokkadrættir geri afstöðu fólks eindregna og ósanngjarna. Hann veltir fyrir sér þeirri stöðu að vera kallaður skósveinn Davíðs og njóti ekki sannmælis meðan allt sem aðrir teiknarar er lofað í hástert. „Maður er strípaður af öllu. Allt tekið. Ég teiknaði eitt sinn mynd af Ólafi Ragnari Grímssyni, það var verið að hífa upp af honum styttu. Og þá fékk ég það yfir mig að ég væri lélegur teiknari, meira að segja þótti leturgerðin léleg. Allt tekið, maður er strípaður af öllum mannkostum og hæfileikum,“ segir Helgi og reynir að greina stöðuna. „Ég fæ yfir mig rotþró samfélagsmiðlanna og heilaga reiði fólks sem hefur lent í hruninu. Eins og ég beri ábyrgð á því af því að ég er að teikna í Morgunblaðið. Þetta lýsir því hvernig samfélagið getur flippað út á samfélagsmiðlum. Fólk fer á flug. ég er kannski svona ónæmur á þetta, harðbrjósta en mér finnst þetta bara vera góðlátlegt grín. En, þetta eru trúarbrögð ef ekki má segja neitt um leigjendasamtökin? Ég skil ekki alveg.“Helgi Sig. segir að Bjarni sé líka manneskja, og furðar sig á því að fólki þyki voðalega fínt að teikna hann upp í einhverri nábrók.Fréttablaðið/ErnirHelgi bendir á að meðan þessu fari fram séu aðrir teiknarar, sem hann telur kannski ekkert sérstaka, hafnir til skýjanna. Algerlega yfir gagnrýni hafnir. Þykir frábærir. En, það sé vegna þess að þeir eru í rétta liðinu. Sjálfur njóti hann aldrei sannmælis fyrir teiknihæfileika sína.Hræsni í afstöðu Þó Helgi leggi málið upp þannig að fólk geti lesið í teikningarnar dregur hann ekki dul á að hann er að tjá tiltekna afstöðu í myndum sínum. Lýsa tiltekinni afstöðu. Og hann furðar sig á máli sem nú er til umfjöllunar, Þrándi Þórarinssyni listmálara hefur verið meinað að sýna málverkið „Nábrókar-Bjarna“ á sýningu sinni sem opnuð verður í Hannesarholti um helgina. En, afstaða Helga er ekkert endilega sú að þar sé verið að beita grimmu valdi ritskoðunar. Hann greinir í það minnsta hræsni í afstöðu fólks. „Það varð allt vitlaust þegar ég teiknaði ritstjóra Stundarinnar í mannætupotti. Þó er mannætupotturinn einhver helsta klisjan í skopmyndum. Þetta þótti ógeðslegt en ritstjóri Stundarinnar hefur atvinnu að því að gagnrýna Bjarna Benediktsson. Og nú verður allt vitlaust vegna þess að einhver teiknar hann í nábrók og fær ekki að sýna það. Það þykir voðalega fínt. En, Bjarni Benediktsson er líka manneskja og það er ekki hægt að strípa fólk af allri mennsku þó það sé í pólitík,“ segir hinn umdeildi skopmyndateiknari, Helgi Sig.
Menning Tengdar fréttir Skopmynd Morgunblaðsins afar umdeild „Bara fólk sem er verulega aftengt veruleikanum sér skop í þessu.“ 1. september 2015 15:43 Gummi Ben vill ekkert um skopmynd Moggans segja Enn hneykslar skopmyndateiknari Morgunblaðsins með teikningum sínum. 24. júní 2016 12:41 Skopmyndateiknari Morgunblaðsins: Ákall til Eyglóar er fyndið Helgi Sigurðsson, skopmyndateiknari Morgunblaðsins, segir að það sé hægt að túlka umdeilda mynd sem birtist í blaðinu dag á margan hátt. 1. september 2015 22:21 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Skopmynd Morgunblaðsins afar umdeild „Bara fólk sem er verulega aftengt veruleikanum sér skop í þessu.“ 1. september 2015 15:43
Gummi Ben vill ekkert um skopmynd Moggans segja Enn hneykslar skopmyndateiknari Morgunblaðsins með teikningum sínum. 24. júní 2016 12:41
Skopmyndateiknari Morgunblaðsins: Ákall til Eyglóar er fyndið Helgi Sigurðsson, skopmyndateiknari Morgunblaðsins, segir að það sé hægt að túlka umdeilda mynd sem birtist í blaðinu dag á margan hátt. 1. september 2015 22:21
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent