Handritshöfundar vilja fulltrúa í Kvikmyndaráð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. febrúar 2018 07:00 Handritshöfundar eiga engan fulltrúa í sjóðnum. VÍSIR/ANTON BRINK Félag leikskálda og handritshöfunda (FLH) gerir þá kröfu að fulltrúi félagsins fái sæti í Kvikmyndaráði. Þá setja handritshöfundar út á aðkomu kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ) og leggja til að setutímabil þeirra verði stytt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í athugasemdum við frumvarpsdrög um breytingu á kvikmyndalögum. „Leiðrétting samsetningar Kvikmyndaráðs er baráttumál sem við höfum verið að vinna að í nokkur ár. Í ráðinu eiga sæti fulltrúar úr öllum stéttum kvikmyndageirans nema handritshöfundar,“ segir Margrét Örnólfsdóttir, formaður FLH. „Ég hef rætt bæði við ráðið og stjórnvöld og allir tóku mjög vel í þetta en þegar frumvarpsdrögin birtust þá virðist sem þessi krafa okkar hafi ekki skilað sér.“ Tilefni breytinganna eru að stærstum hluta leiðbeinandi reglur frá ESA sem lúta að því að gera erlendum aðilum kleift að sækja um stuðning úr Kvikmyndasjóði.Margrét Örnólfsdóttir, formaður FLH.Vísir/eyþórÞá er einnig stefnt að því að skerpa á hlutverkum KMÍ, Kvikmyndasjóðs og Kvikmyndaráðs. Þá er lagt til að heimilt sé að skipa forstöðumann KMÍ í tvöfalt lengri tíma en nú er leyft. Í innsendum athugasemdum við drögin er meðal annars fundið að því að hámarksskipunartíminn, tíu ár, sé helst til langur. Einnig er fundið að því að ekkert hámark sé á hve lengi handritsráðgjafar KMÍ geti setið en hluti þeirra hefur að sögn setið „áratugum saman“. Þá er fundið að því að þeir fari ítrekað út fyrir starfssvið sitt og reyni að hafa áhrif á handritshöfunda „að því er virðist fyrir eigin lífsskoðanir en ekki samkvæmt handritalegum gildum“ líkt og segir í umsögn Hjálmars Einarssonar. „Handritsráðgjafarnir hafa í auknum mæli verið að hafa áhrif á listræna þróun höfunda. Þeir hafa margir setið þarna mjög lengi. Ég tel að það sé óheilbrigt fyrir kvikmyndagerð að það sé alltaf sama fólkið sem situr þarna og stýrir hvernig myndir eru gerðar, hvaða sögur við segjum og hvernig við segjum þær,“ segir Margrét. Hún telur gott ef þak verður sett á lengd setu sem ráðgjafi. „Kerfið hefur ekki haldið í við þróunina. Nú er gífurleg eftirspurn eftir leiknu norrænu sjónvarpsefni og við gætum framleitt þrefalt fleiri þáttaraðir en sjóðurinn gerir ráð fyrir. Það er sorglegt að sjónvarpsþáttaraðir, nánast fullfjármagnaðar að utan og með kaupendur um heim allan, séu ekki framleiddar því það vantar þessa pínulitlu prósentu sem þarf að heiman,“ segir Margrét. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Félag leikskálda og handritshöfunda (FLH) gerir þá kröfu að fulltrúi félagsins fái sæti í Kvikmyndaráði. Þá setja handritshöfundar út á aðkomu kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ) og leggja til að setutímabil þeirra verði stytt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í athugasemdum við frumvarpsdrög um breytingu á kvikmyndalögum. „Leiðrétting samsetningar Kvikmyndaráðs er baráttumál sem við höfum verið að vinna að í nokkur ár. Í ráðinu eiga sæti fulltrúar úr öllum stéttum kvikmyndageirans nema handritshöfundar,“ segir Margrét Örnólfsdóttir, formaður FLH. „Ég hef rætt bæði við ráðið og stjórnvöld og allir tóku mjög vel í þetta en þegar frumvarpsdrögin birtust þá virðist sem þessi krafa okkar hafi ekki skilað sér.“ Tilefni breytinganna eru að stærstum hluta leiðbeinandi reglur frá ESA sem lúta að því að gera erlendum aðilum kleift að sækja um stuðning úr Kvikmyndasjóði.Margrét Örnólfsdóttir, formaður FLH.Vísir/eyþórÞá er einnig stefnt að því að skerpa á hlutverkum KMÍ, Kvikmyndasjóðs og Kvikmyndaráðs. Þá er lagt til að heimilt sé að skipa forstöðumann KMÍ í tvöfalt lengri tíma en nú er leyft. Í innsendum athugasemdum við drögin er meðal annars fundið að því að hámarksskipunartíminn, tíu ár, sé helst til langur. Einnig er fundið að því að ekkert hámark sé á hve lengi handritsráðgjafar KMÍ geti setið en hluti þeirra hefur að sögn setið „áratugum saman“. Þá er fundið að því að þeir fari ítrekað út fyrir starfssvið sitt og reyni að hafa áhrif á handritshöfunda „að því er virðist fyrir eigin lífsskoðanir en ekki samkvæmt handritalegum gildum“ líkt og segir í umsögn Hjálmars Einarssonar. „Handritsráðgjafarnir hafa í auknum mæli verið að hafa áhrif á listræna þróun höfunda. Þeir hafa margir setið þarna mjög lengi. Ég tel að það sé óheilbrigt fyrir kvikmyndagerð að það sé alltaf sama fólkið sem situr þarna og stýrir hvernig myndir eru gerðar, hvaða sögur við segjum og hvernig við segjum þær,“ segir Margrét. Hún telur gott ef þak verður sett á lengd setu sem ráðgjafi. „Kerfið hefur ekki haldið í við þróunina. Nú er gífurleg eftirspurn eftir leiknu norrænu sjónvarpsefni og við gætum framleitt þrefalt fleiri þáttaraðir en sjóðurinn gerir ráð fyrir. Það er sorglegt að sjónvarpsþáttaraðir, nánast fullfjármagnaðar að utan og með kaupendur um heim allan, séu ekki framleiddar því það vantar þessa pínulitlu prósentu sem þarf að heiman,“ segir Margrét.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira