Fótbolti

Bolt loksins að fá samning sem fótboltamaður?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bolt í góðgerðaleik á dögunum.
Bolt í góðgerðaleik á dögunum. vísir/getty
Áttfaldur Ólympíumeistari í spretthlaupi, Usain Bolt, gæti verið að skrifa undir sinn fyrsta atvinnumannasamning í knattspyrnu.

Jamíka-maðurinn er í samræðum við Central Coast Mariners, í áströlsku úrvalsdeildinni, um að fá að æfa með liðinu næstu sex vikurnar.

Forráðamaður Mariners, Shaun Mielekamp, segir í viðtali að þeir hafi reynt að fá Bolt til liðsins síðustu sex mánuði og nú sé samkomulagið nærri í höfn að sögn Tony Rallis, umboðsmanns.

Eina sem vanti núna er samkomulag um hvað ástralska félagið greiði Bolt en eigandinn Mariners er sagður vera tilbúinn að borga 70 prósent af launum Bolt.

Þessi hundrað og tvö hundruð metra spretthlaupari hætti að hlaupa á síðasta ári og vildi einbeita sér að því að iðka knattspyrnu.

Bolt er mikill stuðningsmaður Manchester United og fyrrum aðstoðarstjóri United, Mike Phelan, er nú stjóri Mariners.

Fyrr í vetur æfði Bolt með Borussia Dortmund og norska félaginu Stromsgodset.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×