Íslenska landsliðið er lent í Volgograd þar sem liðið mætir Nígeríu á föstudag. Flugulaust loft tók á móti liðinu á flugvellinum.
Flugferðin frá bækistöðvum landsliðsins í Gelendzhik til Volgograd var aðeins um klukkutími og lenti liðið í blíðskaparveðri og 31 stigs hita.
Mikið hefur verið rætt um flugufaraldur í Volgograd, en enska landsliðið kvartaði yfir því að flugurnar hefðu truflað þá í leiknum gegn Túnis á mánudag. Það voru hins vegar engar flugur að sjá á flugvellinum.
Leikur Íslands og Nígeríu fer fram klukkan 15:00 að íslenskum tíma á föstudag, 22. júní.
Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
Strákarnir komnir á flugulausan flugvöll í Volgograd

Tengdar fréttir

Íslenska landsliðið til Volgograd í dag með nóg af skordýrafælu í för
Íslenska landsliðið er á faraldsfæti í dag.

Strákarnir vel vopnum búnir fyrir Volgograd
Á morgun halda strákarnir okkar til Volgograd og þar taka á móti þeim lítt spennandi aðstæður. Hátt í 40 stiga hiti og móskítófaraldur.

Spáð 35 stiga hita þegar strákarnir mæta Nígeríu
Hiti og moskítófaraldur í Volgograd.

Moskítóflugufaraldur bíður íslensku strákanna í næsta leik
Íslensku fótboltastrákarnir þurfa að hafa áhyggjur af fleiru en hitanum í Volgograd á föstudaginn. Það lítur úr fyrir að það sé moskítóflugufaraldur í borginni.

Vanur mýflugunum á Þingvallavatni
Á morgun færa strákarnir okkar sig yfir til Volgograd þar sem þeir mæta Nígeríu. Í þeirri borg taka á móti þeim erfiðar aðstæður. Mikill hiti og móskítófaraldur.

Flugufaraldurinn hafði truflandi áhrif á leikmenn Englands
Leikmenn enska landsliðsins kvörtuðu sáran yfir moskítóflugum eftir leik liðsins gegn Túnis.