Ljóst var fyrir lokagreinina að Björgvin gæti ekki náð fyrsta sætinu en hann háði harða baráttu við Willy Georges um annað sætið. Mikil spenna var hins vegar í kvennakeppninni fyrir lokagreinina.
Sara var fyrir hana í fjórða sæti en aðeins sjö stigum frá fyrsta sætinu. 100 stig fást fyrir sigur í grein, 95 fyrir annað sæti, 90 það þriðja og svo koll af kolli.
Sara varð önnur í tíundu og síðustu greininni, jöfn Jamie Greene og fengu þær báðar 95 stig fyrir. Samantha Briggs vann greinina en hún kláraði 13 sekúndum á undan Greene og Söru.
Briggs hreppti því fyrsta sætið, Greene varð önnur og Sara þriðja.
Oddrún Eik Gylfadóttir endaði í 11. sæti mótsins eftir að hafa verið áttunda í síðustu greininni.
Mathew Fraser sigraði karlakeppnina örugglega en hann vann allar fjórar greinarnar á lokadeginum í dag. Björgvin varð annar í lokagreininni og Willy Georges þriðji. Staða þeirra í heildarkeppninni breyttist því ekkert.
Fraser og Briggs fengu með sigrinum farseðil á heimsleikana í CrossFit.
Björgvin Karl Guðmundsson
1. grein: 4. sæti (85 stig)
2. grein: 4. sæti (85 stig)
3. grein: 7. sæti (73 stig) - var í 2. sæti með 243 stig
4. grein: 6. sæti (75 stig) - var í 3. sæti með 318 stig
5. grein: 2. sæti (95 stig) - var í 3. sæti með 418 stig
6. grein: 5. sæti (80 stig) - var í 3. sæti með 493 stig
7. grein: 4. sæti (85 stig) - var í 2. sæti með 578 stig
8. grein: 5. sæti (80 stig) - var í 2. sæti með 658 stig
9. grein: 6. sæti (75 stig) - var í 2. sæti með 733 stig
10. grein: 2. sæti (95 stig) - endar í 2. sæti með 823 stig
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir
1. grein: 1. sæti (100 stig)
2. grein: 16. sæti (55 stig)
3. grein: 9. sæti (69 stig) - var í 6. sæti með 224 stig
4. grein: 9. sæti (69 stig) - var í 4. sæti með 293 stig
5. grein: 2. sæti (95 stig) - var í 4. sæti með 388 stig
6. grein: 4. sæti (85 stig) - var í 3. sæti með 473 stig
7. grein: 9. sæti (69 stig) - var í 3. sæti með 542 stig
8. grein: 7. sæti (73 stig) - var í 4. sæti með 615 stig
9. grein: 2. sæti (95 stig) - var í 4. sæti með 710 stig
10. grein: 2. sæti (95 stig) - endar í 3. sæti með 805 stig
Oddrún Eik Gylfadóttir
1. grein: 15. sæti (57 stig)
2. grein: 8. sæti (71 stig)
3. grein: 8. sæti (71 stig) - var í 9. sæti með 199 stig
4. grein: 26. sæti (40 stig) - var í 13. sæti með 239 stig
5. grein: 4. sæti (85 stig) - var í 9. sæti með 324 stig
6. grein: 21. sæti (45 stig) - var í 12. sæti með 369 stig
7. grein: 13. sæti (61 stig) - var í 11. sæti með 430 stig
8. grein: 4. sæti (85 stig) - var í 11. sæti með 515 stig
9. grein: 27. sæti (39 stig) - var í 11. sæti með 554 stig
10. grein: 8. sæti (71 stig) - endar í 11. sæti með 625 stig