Höfn í Finnafirði ýmist sögð lyftistöng eða ógn byggðar Kristján Már Unnarsson skrifar 6. september 2018 20:30 Bændurnir á Miðfjarðarnesi, Krzysztof Krawczyk og Sigríður Ósk Indriðadóttir. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa við Bakkaflóa um risahöfn í Finnafirði. Sumir sjá fram á kúvendingu í atvinnumálum og mikla uppbyggingu en aðrir óttast stærðina, landssölu og að fiskimiðin skaðist. Ólík sjónarmið heimamanna mátti heyra í frétt Stöðvar 2. Samstarfsaðilar um stórskipahöfn við Langanes áforma nú stofnun tveggja hlutafélaga um verkefnið, eins og fram kom í fréttum í gær. Málið er umdeilt, ekki síður norðaustanlands, og hefur meðal annars orðið til þess að sprengja meirihluta í sveitarstjórn Langanesbyggðar að minnsta kosti einu sinni.Frá Bakkafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bóndinn á Felli, sá síðasti í Finnafirði, hefur lýst andstöðu sinni. En hvað finnst bændum á Miðfjarðarnesi, sem einnig yrðu nágrannar hafnarinnar? „Ég hef nú svona ekkert verið rosalega spennt fyrir þessu,“ segir Sigríður Ósk Indriðadóttir, sauðfjárbóndi á Miðfjarðarnesi. „En ég skil svo sem alveg að þetta gæti orðið mikil lyftistöng fyrir svæðið, ef þetta yrði. En kannski ekkert sem mann dreymir um að hafa hérna við hliðina á okkur,“ segir Sigríður Ósk. Björn Guðmundur Björnsson, verkstjóri Toppfisks á Bakkafirði, situr jafnframt í sveitarstjórn Langanesbyggðar: „Auðvitað mun þetta klárlega gagnast okkur. Þetta yrði náttúrlega bara kúvending,“ segir Björn. „Hugsaðu þér bara ef verksmiðjan þessi nýja á Húsavík hefði verið reist á Kópaskeri, - hvað það hefði þýtt fyrir Kópasker og Raufarhöfn. Þetta er bara alger kúvending.“Björn Guðmundur Björnsson, hreppsnefndarmaður í Langanesbyggð og verkstjóri Toppfisks á Bakkafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Lokun skólans á Bakkafirði í fyrra lýsir alvarlegri stöðu byggðarinnar en þar hittum við þær Maríu Guðmundsdóttur, fyrrverandi skólastjóra, og Bylgju Dögg Sigurbjörnsdóttur kennara. „Það er allt að fara að gerast með þessum Finnafirði. Ég er ekki að sjá neinn hag fyrir okkur í því, - því miður,“ segir María. „Við þurfum að finna eitthvað sem gerir okkur ekki háða sjávarútvegi. Við verðum að gera það,“ segir Björn. „Stórskipahöfn sem er af þessari stærðargráðu er ekkert grín. Þetta er miklu, miklu, miklu stærra heldur en maður getur eiginlega ímyndað sér,“ segir María. „Ég tala nú ekki um að þá kannski skemmast líka fiskimiðin okkar,“ segir Bylgja Dögg.María Guðmundsdóttir, fyrrverandi skólastjóri á Bakkafirði, og Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir kennari.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En hafa íbúarnir trú á því að af þessu verði? „Ég held að það verði ekki neitt úr því,“ segir Krzysztof Krawczyk, sauðfjárbóndi á Miðfjarðarnesi, - að minnsta kosti ekki í þeirra tíð, bætir hann við. „Ég vona ekki. Því að ég er alveg skíthrædd við hvað við Íslendingar erum duglegir að selja landið okkar,“ segir María. „Ef þetta fer af stað, í sátt og samlyndi við landeigendur og sveitarfélag, þá verður mikil uppbygging hér. Og af hverju ekki á Bakkafirði?“ spyr Björn Guðmundur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Langanesbyggð Tengdar fréttir Risahöfn í Finnafirði að færast yfir á næsta stig Aðilar sem kannað hafa möguleika á alþjóðlegri stórskipahöfn við Langanes hyggjast ákveða um næstu mánaðamót hvort stofnuð verði tvö hlutafélög um verkefnið. 5. september 2018 20:00 Síðasti bóndinn er á móti risahöfn í Finnafirði Reimar Sigurjónsson, bóndi á einu jörðinni sem er í byggð í Finnafirði, er ósáttur við áform um stórskipahöfn. Sveitarstjóri Langanesbyggðar segir að ekki verði farið í þá rannsóknarvinnu sem á að hefjast í haust nema með leyfi landeigenda. 19. september 2013 07:00 Meirihlutinn í Langanesbyggð fallinn aftur Meirihlutinn í Langanesbyggð er fallinn, öðru sinni á árinu, eftir að Reynir Atli Jónsson varaoddviti klauf sig frá U-lista í sveitarstjórn. Deilt er um umboð oddvita sveitarstjórnar, Siggeirs Stefánssonar, vegna viljayfirlýsingar um stórskipahöfn í Finnafirði. 17. desember 2015 07:00 Lifum ekki á fjallagrösum - þurfum alvörustörf "Þegar við sjáum tækifærin hérna þá er svo einkennileg árátta hjá fólki að vilja að fara að vernda allt fyrir okkur," sagði Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps, í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Kristján Már Unnarsson heimsótti Þórunni og eiginmann hennar, Friðbjörn Hauk Guðmundsson, en þau búa á bænum Hauksstöðum í Vesturárdal í Vopnafirði ásamt þremur börnum sínum. 5. nóvember 2012 08:45 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal íbúa við Bakkaflóa um risahöfn í Finnafirði. Sumir sjá fram á kúvendingu í atvinnumálum og mikla uppbyggingu en aðrir óttast stærðina, landssölu og að fiskimiðin skaðist. Ólík sjónarmið heimamanna mátti heyra í frétt Stöðvar 2. Samstarfsaðilar um stórskipahöfn við Langanes áforma nú stofnun tveggja hlutafélaga um verkefnið, eins og fram kom í fréttum í gær. Málið er umdeilt, ekki síður norðaustanlands, og hefur meðal annars orðið til þess að sprengja meirihluta í sveitarstjórn Langanesbyggðar að minnsta kosti einu sinni.Frá Bakkafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bóndinn á Felli, sá síðasti í Finnafirði, hefur lýst andstöðu sinni. En hvað finnst bændum á Miðfjarðarnesi, sem einnig yrðu nágrannar hafnarinnar? „Ég hef nú svona ekkert verið rosalega spennt fyrir þessu,“ segir Sigríður Ósk Indriðadóttir, sauðfjárbóndi á Miðfjarðarnesi. „En ég skil svo sem alveg að þetta gæti orðið mikil lyftistöng fyrir svæðið, ef þetta yrði. En kannski ekkert sem mann dreymir um að hafa hérna við hliðina á okkur,“ segir Sigríður Ósk. Björn Guðmundur Björnsson, verkstjóri Toppfisks á Bakkafirði, situr jafnframt í sveitarstjórn Langanesbyggðar: „Auðvitað mun þetta klárlega gagnast okkur. Þetta yrði náttúrlega bara kúvending,“ segir Björn. „Hugsaðu þér bara ef verksmiðjan þessi nýja á Húsavík hefði verið reist á Kópaskeri, - hvað það hefði þýtt fyrir Kópasker og Raufarhöfn. Þetta er bara alger kúvending.“Björn Guðmundur Björnsson, hreppsnefndarmaður í Langanesbyggð og verkstjóri Toppfisks á Bakkafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Lokun skólans á Bakkafirði í fyrra lýsir alvarlegri stöðu byggðarinnar en þar hittum við þær Maríu Guðmundsdóttur, fyrrverandi skólastjóra, og Bylgju Dögg Sigurbjörnsdóttur kennara. „Það er allt að fara að gerast með þessum Finnafirði. Ég er ekki að sjá neinn hag fyrir okkur í því, - því miður,“ segir María. „Við þurfum að finna eitthvað sem gerir okkur ekki háða sjávarútvegi. Við verðum að gera það,“ segir Björn. „Stórskipahöfn sem er af þessari stærðargráðu er ekkert grín. Þetta er miklu, miklu, miklu stærra heldur en maður getur eiginlega ímyndað sér,“ segir María. „Ég tala nú ekki um að þá kannski skemmast líka fiskimiðin okkar,“ segir Bylgja Dögg.María Guðmundsdóttir, fyrrverandi skólastjóri á Bakkafirði, og Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir kennari.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En hafa íbúarnir trú á því að af þessu verði? „Ég held að það verði ekki neitt úr því,“ segir Krzysztof Krawczyk, sauðfjárbóndi á Miðfjarðarnesi, - að minnsta kosti ekki í þeirra tíð, bætir hann við. „Ég vona ekki. Því að ég er alveg skíthrædd við hvað við Íslendingar erum duglegir að selja landið okkar,“ segir María. „Ef þetta fer af stað, í sátt og samlyndi við landeigendur og sveitarfélag, þá verður mikil uppbygging hér. Og af hverju ekki á Bakkafirði?“ spyr Björn Guðmundur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Langanesbyggð Tengdar fréttir Risahöfn í Finnafirði að færast yfir á næsta stig Aðilar sem kannað hafa möguleika á alþjóðlegri stórskipahöfn við Langanes hyggjast ákveða um næstu mánaðamót hvort stofnuð verði tvö hlutafélög um verkefnið. 5. september 2018 20:00 Síðasti bóndinn er á móti risahöfn í Finnafirði Reimar Sigurjónsson, bóndi á einu jörðinni sem er í byggð í Finnafirði, er ósáttur við áform um stórskipahöfn. Sveitarstjóri Langanesbyggðar segir að ekki verði farið í þá rannsóknarvinnu sem á að hefjast í haust nema með leyfi landeigenda. 19. september 2013 07:00 Meirihlutinn í Langanesbyggð fallinn aftur Meirihlutinn í Langanesbyggð er fallinn, öðru sinni á árinu, eftir að Reynir Atli Jónsson varaoddviti klauf sig frá U-lista í sveitarstjórn. Deilt er um umboð oddvita sveitarstjórnar, Siggeirs Stefánssonar, vegna viljayfirlýsingar um stórskipahöfn í Finnafirði. 17. desember 2015 07:00 Lifum ekki á fjallagrösum - þurfum alvörustörf "Þegar við sjáum tækifærin hérna þá er svo einkennileg árátta hjá fólki að vilja að fara að vernda allt fyrir okkur," sagði Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps, í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Kristján Már Unnarsson heimsótti Þórunni og eiginmann hennar, Friðbjörn Hauk Guðmundsson, en þau búa á bænum Hauksstöðum í Vesturárdal í Vopnafirði ásamt þremur börnum sínum. 5. nóvember 2012 08:45 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Risahöfn í Finnafirði að færast yfir á næsta stig Aðilar sem kannað hafa möguleika á alþjóðlegri stórskipahöfn við Langanes hyggjast ákveða um næstu mánaðamót hvort stofnuð verði tvö hlutafélög um verkefnið. 5. september 2018 20:00
Síðasti bóndinn er á móti risahöfn í Finnafirði Reimar Sigurjónsson, bóndi á einu jörðinni sem er í byggð í Finnafirði, er ósáttur við áform um stórskipahöfn. Sveitarstjóri Langanesbyggðar segir að ekki verði farið í þá rannsóknarvinnu sem á að hefjast í haust nema með leyfi landeigenda. 19. september 2013 07:00
Meirihlutinn í Langanesbyggð fallinn aftur Meirihlutinn í Langanesbyggð er fallinn, öðru sinni á árinu, eftir að Reynir Atli Jónsson varaoddviti klauf sig frá U-lista í sveitarstjórn. Deilt er um umboð oddvita sveitarstjórnar, Siggeirs Stefánssonar, vegna viljayfirlýsingar um stórskipahöfn í Finnafirði. 17. desember 2015 07:00
Lifum ekki á fjallagrösum - þurfum alvörustörf "Þegar við sjáum tækifærin hérna þá er svo einkennileg árátta hjá fólki að vilja að fara að vernda allt fyrir okkur," sagði Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps, í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Kristján Már Unnarsson heimsótti Þórunni og eiginmann hennar, Friðbjörn Hauk Guðmundsson, en þau búa á bænum Hauksstöðum í Vesturárdal í Vopnafirði ásamt þremur börnum sínum. 5. nóvember 2012 08:45