Theódóra segir hækkanir á greiðslum vegna nefndasetu í Kópavogi galnar Jakob Bjarnar skrifar 6. september 2018 11:40 Hér má sjá Theódóru og Ármann Kr. Ólafsson, fyrrum samherja í bæjarstjórn Kópavogs. Fréttablaðið/Eyþór Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi greinir frá því nú í morgun að greiðslur til bæjarfulltrúa vegna nefndarsetu hafa tvöfaldast. Hún hefur tekið saman kostnaðinn og birti á Facebooksíðu sinni. Tilefnið er frétt Fréttablaðsins þar sem greint er frá því að grunnlaun borgarfulltrúa hafi hækkað um 22,4 prósent síðan borgarstjórn ákvað í apríl í fyrra að binda laun kjörinna fulltrúa við þróun launavísitölu. „Á fundi forsætisnefndar í síðustu viku var tilkynnt að grunnlaun borgarfulltrúa væru nú 726.748 krónur og starfskostnaður ofan á það 52.486 krónur. Í apríl í fyrra voru grunnlaun borgarfulltrúa ákvörðuð 653.022 krónur og starfskostnaður 47.161.“ Theodóra segir að Kópavogur hafi einnig samþykkt að hafna Kjararáðshækkuninni og tengja við launavísitölu. En, það segir ekki nema hálfa söguna.Eins og til að mynda má sjá má á þessari mynd hefur heildarkostnaður hækkað um 109 prósent og nemur 165 milljónum.Eins og sjá má á myndinni hér ofar, samantekt Theódóru, eru greiðslur til bæjarfulltrúa ríflegar og hafa hækkað verulega. „Ég samþykkti það og allir samþykktu það (auðvitað). Hins vegar var Kóp nýbúinn að hækka starfshlutfallið úr 28% í 33%. Ég óskaði eftir því að þessar tvær ákvarðanir yrðu teknar saman og kostnaður metinn við þessar tvær ákvarðanir. Ég vildi sjá heildartöluna,“ segir Theodóra og bætir því við að þetta sé galið. Hún hafi viljað taka kostnaðinn saman en Sjálfstæðisflokkurinn, með Margréti Friðriksdóttur í fararbroddi, hafi hafnað því alfarið. „Fékk ég hressilegar skammir fyrir, það er allt í lagi, áhugavert að vera skammaður eins og menntaskólakrakki.“ Theódóra greinir þá frá því að að henni hafi verið sótt, hún skömmuð í þriðju persónu og verið sökuð um að vera erfið í samstarfi.„Þetta kallast vitaskuld samskiptaörðugleikar þegar maður spyrnir við fótum. Líka þegar ég hafnaði að fara í veislur og ferðir á kostnað bæjarins upp á fleiri hundruð þúsund - þá poppuðu upp meintir samskiptaörðuleikar og var ég skömmuð í þriðju persónu eintölu, það er miklu verra. segir Theódóra. Og hún heldur áfram: „Allir meintir samskiptaörðuleikar við mig snéru að því þegar verið var að úthluta gæðum til okkar kjörina fulltrúa, ferlið er ógagnsætt og mikil hætta á spillingu. En þá er voða gott að losa sig við vandræðagemsan og fá inn einhvern sem er til í þetta.“ Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Grunnlaun borgarfulltrúa hafa hækkað um 133 þúsund krónur Síðan borgarfulltrúar afþökkuðu 44 prósenta launahækkun kjararáðs hafa grunnlaun þeirra hækkað um 22,4 prósent frá því sem þau voru fyrir. 6. september 2018 07:30 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi greinir frá því nú í morgun að greiðslur til bæjarfulltrúa vegna nefndarsetu hafa tvöfaldast. Hún hefur tekið saman kostnaðinn og birti á Facebooksíðu sinni. Tilefnið er frétt Fréttablaðsins þar sem greint er frá því að grunnlaun borgarfulltrúa hafi hækkað um 22,4 prósent síðan borgarstjórn ákvað í apríl í fyrra að binda laun kjörinna fulltrúa við þróun launavísitölu. „Á fundi forsætisnefndar í síðustu viku var tilkynnt að grunnlaun borgarfulltrúa væru nú 726.748 krónur og starfskostnaður ofan á það 52.486 krónur. Í apríl í fyrra voru grunnlaun borgarfulltrúa ákvörðuð 653.022 krónur og starfskostnaður 47.161.“ Theodóra segir að Kópavogur hafi einnig samþykkt að hafna Kjararáðshækkuninni og tengja við launavísitölu. En, það segir ekki nema hálfa söguna.Eins og til að mynda má sjá má á þessari mynd hefur heildarkostnaður hækkað um 109 prósent og nemur 165 milljónum.Eins og sjá má á myndinni hér ofar, samantekt Theódóru, eru greiðslur til bæjarfulltrúa ríflegar og hafa hækkað verulega. „Ég samþykkti það og allir samþykktu það (auðvitað). Hins vegar var Kóp nýbúinn að hækka starfshlutfallið úr 28% í 33%. Ég óskaði eftir því að þessar tvær ákvarðanir yrðu teknar saman og kostnaður metinn við þessar tvær ákvarðanir. Ég vildi sjá heildartöluna,“ segir Theodóra og bætir því við að þetta sé galið. Hún hafi viljað taka kostnaðinn saman en Sjálfstæðisflokkurinn, með Margréti Friðriksdóttur í fararbroddi, hafi hafnað því alfarið. „Fékk ég hressilegar skammir fyrir, það er allt í lagi, áhugavert að vera skammaður eins og menntaskólakrakki.“ Theódóra greinir þá frá því að að henni hafi verið sótt, hún skömmuð í þriðju persónu og verið sökuð um að vera erfið í samstarfi.„Þetta kallast vitaskuld samskiptaörðugleikar þegar maður spyrnir við fótum. Líka þegar ég hafnaði að fara í veislur og ferðir á kostnað bæjarins upp á fleiri hundruð þúsund - þá poppuðu upp meintir samskiptaörðuleikar og var ég skömmuð í þriðju persónu eintölu, það er miklu verra. segir Theódóra. Og hún heldur áfram: „Allir meintir samskiptaörðuleikar við mig snéru að því þegar verið var að úthluta gæðum til okkar kjörina fulltrúa, ferlið er ógagnsætt og mikil hætta á spillingu. En þá er voða gott að losa sig við vandræðagemsan og fá inn einhvern sem er til í þetta.“
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Grunnlaun borgarfulltrúa hafa hækkað um 133 þúsund krónur Síðan borgarfulltrúar afþökkuðu 44 prósenta launahækkun kjararáðs hafa grunnlaun þeirra hækkað um 22,4 prósent frá því sem þau voru fyrir. 6. september 2018 07:30 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Grunnlaun borgarfulltrúa hafa hækkað um 133 þúsund krónur Síðan borgarfulltrúar afþökkuðu 44 prósenta launahækkun kjararáðs hafa grunnlaun þeirra hækkað um 22,4 prósent frá því sem þau voru fyrir. 6. september 2018 07:30