Fótbolti

Er Trump að skemma fyrir HM-umsókn Bandaríkjamanna?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Trump skiptir sér af öllu.
Trump skiptir sér af öllu. Vísir/Getty
Donald Trump Bandaríkjaforseti blandaði sér í umræðuna um HM 2026 í gærkvöld en Bandaríkjamenn vilja halda keppnina með Kanada og Mexíkó.

Trump sagði í tísti að umsókn þjóðanna væri afar sterk og bætti við að það yrði synd ef þjóðir sem Bandaríkjamenn styðja færu að berjast gegn því að Bandaríkin fengju að halda HM í knattspyrnu.





Þetta inngrip Trump í umræðuna er þegar orðið umdeilt enda mega stjórnmálamenn ekki beita pólitískum þrýstingi eins og Björn Berg Gunnarsson benti réttilega á hér að ofan. Því er spurning hvort Trump sé ekki að gera umsókn Bandaríkjamanna óleik með því að skipta sér af?

Marokkó hefur einnig sent inn umsókn til þess að halda mótið og umsókn þeirra hefur fengið mikinn meðbyr síðustu vikur. Það gæti verið ástæðan fyrir því að Trump er farinn að skipta sér af málum.

Stjórn FIFA mun ákveða rétt fyrir HM í sumar hvar keppnin verður haldin árið 2026.

Forseti FIFA, Gianni Infantino, er sagður berjast fyrir því að Bandaríkin, Kanada og Mexíkó fái keppnina. Það eru aftur á móti margir sárir innan FIFA þar sem Bandaríkjamenn hafa látið verulega að sér kveða í að uppræta spillingu innan sambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×