Pálmaolían slæm en aðrir valkostir enn verri Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 26. júní 2018 14:41 Olían er unnin úr ávexti pálmanns og er notuð í fjölda matvara og snyrtivara Vísir/Getty Engir góðir valkostir eru í boði til að koma í stað pálmaolíu, þrátt fyrir að notkun hennar sé í dag gríðarlegt umhverfisvandamál. Neysla pálmaolíu hefur vaxið hratt í heiminum síðustu áratugi og hefur leitt til skógeyðingar og útrýmingar dýrategunda. Meðal þeirra dýra sem eru í bráðri hættu vegna ósjálfbærar framleiðslu á olíunni eru órangútan apar og tígrisdýr. Pálmaræktun er orðin að stórum atvinnuvegi í Indónesíu og Malasíu þar sem sífellt meira er gengið á ósnortna skóga til að skapa ræktarland. Í nýrri rannsóknarskýrslu frá International Union for the Conservation of Nature (IUCN) segir hins vegar að engin lausn sé falin í að banna eða draga úr framleiðslu pálmaolíu úr þessu. Það eina sem myndi gerast ef pálmaolían hyrfi skyndilega af markaði væri að menn myndu skipta yfir í enn verri kosti. Sojabaunir, maís og repja þurfi t.d. allt að níu sinnum meira ræktarland en pálminn til að skila sama magni af olíu. Ræktunin myndi þannig í besta falli flytjast frá Indónesíu og Malasíu til Argentínu og Brasilíu þar sem þyrfti að brenna enn meira skóglendi til að rýma fyrir plantekrum. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að pálmaolía er í dag sirka þriðjungur af allri jurtaolíu sem notaður er í heiminum en notar aðeins 10% af því ræktarlandi sem lagt er undir slíka framleiðslu á heimsvísu. Talið er að um helmingur jarðarbúa borði pálmaolíu daglega og hún er auk þess notuð í snyrtivörur, hreinlætisvörur og eldsneyti. Argentína Brasilía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Banna pálmaolíu í vörum Iceland af umhverfisástæðum Framleiðsla pálmaolíu veldur gríðarlegum umhverfisspjöllum í Asíu og á jörðinni allri. 10. apríl 2018 12:42 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Engir góðir valkostir eru í boði til að koma í stað pálmaolíu, þrátt fyrir að notkun hennar sé í dag gríðarlegt umhverfisvandamál. Neysla pálmaolíu hefur vaxið hratt í heiminum síðustu áratugi og hefur leitt til skógeyðingar og útrýmingar dýrategunda. Meðal þeirra dýra sem eru í bráðri hættu vegna ósjálfbærar framleiðslu á olíunni eru órangútan apar og tígrisdýr. Pálmaræktun er orðin að stórum atvinnuvegi í Indónesíu og Malasíu þar sem sífellt meira er gengið á ósnortna skóga til að skapa ræktarland. Í nýrri rannsóknarskýrslu frá International Union for the Conservation of Nature (IUCN) segir hins vegar að engin lausn sé falin í að banna eða draga úr framleiðslu pálmaolíu úr þessu. Það eina sem myndi gerast ef pálmaolían hyrfi skyndilega af markaði væri að menn myndu skipta yfir í enn verri kosti. Sojabaunir, maís og repja þurfi t.d. allt að níu sinnum meira ræktarland en pálminn til að skila sama magni af olíu. Ræktunin myndi þannig í besta falli flytjast frá Indónesíu og Malasíu til Argentínu og Brasilíu þar sem þyrfti að brenna enn meira skóglendi til að rýma fyrir plantekrum. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að pálmaolía er í dag sirka þriðjungur af allri jurtaolíu sem notaður er í heiminum en notar aðeins 10% af því ræktarlandi sem lagt er undir slíka framleiðslu á heimsvísu. Talið er að um helmingur jarðarbúa borði pálmaolíu daglega og hún er auk þess notuð í snyrtivörur, hreinlætisvörur og eldsneyti.
Argentína Brasilía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Banna pálmaolíu í vörum Iceland af umhverfisástæðum Framleiðsla pálmaolíu veldur gríðarlegum umhverfisspjöllum í Asíu og á jörðinni allri. 10. apríl 2018 12:42 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Banna pálmaolíu í vörum Iceland af umhverfisástæðum Framleiðsla pálmaolíu veldur gríðarlegum umhverfisspjöllum í Asíu og á jörðinni allri. 10. apríl 2018 12:42