Reiði í Skotlandi eftir að sjónvarpsstjarna skaut villtar geitur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2018 19:58 Talið er að geitategundin sem um ræðir hafi komið til Bretlandseyja fyrst fyrir um fimm þúsund árum. Mynd/Larysa Switlyk Töluverð reiði ríkir í garð bandarísku sjónvarpsstjörnunnar Larysa Switlyk eftir að hún skaut villtar geitur á skosku eyjunni Islay og birti myndir af dýrunum á Instagram. Switlyk stýrir sjónvarpsþættinum Larysa Unleashed þar sem hún ferðast um heiminn og fjallar um veiði og veiðitengd málefni. Var hún stödd á Skotlandi á dögunum, nánar tiltekið á eyjunni Islay, sem helst er þekkt fyrir blómlega viský-framleiðslu. Þar mundaði hún byssuna, klædd í feluliti og felldi hún ásamt ferðafélaga sínum villtar geitur sem hafast við á eyjunni. „Náði fullkomnu 200 jarda skoti og náði honum,“ skrifar hún við eina myndina. Þá bætir hún við að hún bjóði upp á veiðiferðir í Skotlandi. Veiðin, sem og tilboð um veiðiferðir, ,virðist hafa ofboðið fjölmörgum íbúum eyjunnar sem og skoska þingmanninum Michael Russel sem segir að þrátt fyrir að það sé ekkert sem banni veiði á geitunum sé framkoma Switlyk til skammar View this post on InstagramBeautiful wild goat here on the Island of Islay in Scotland. Such a fun hunt!! They live on the edge of the cliffs of the island and know how to hide well. We hunted hard for a big one for 2 days and finally got on this group. Made a perfect 200 yard shot and dropped him with the @gunwerks and @nightforce_optics ! ( Good thing too because he could have ran off the cliff into the water). Ever interested in hunting Scotland and doing some whisky tours, email larysa@detailcompany.com ! A post shared by Larysa Unleashed (@larysaunleashed) on Oct 22, 2018 at 8:07am PDT „Að sjá fólk í felulitum með öflug skotvopn fagna því að hafa drepið geit, hvað þá geithafur, er algjörlega óásættanlegt,“ sagði Russel í samtali við BBC. Sagði hann að fjölmargir hefðu haft samband við sig en Russel er þingmaður héraðsins sem Islay tilheyrir. Segist hann hafa vakið athygli umhverfisráðherra Skotlands á veiðunum til þess að sjá hvað hægt væri að gera í málinu. „Ég tel að þetta sé óæskilegt og ósmekklegt,“ sagði Russel. „Svona er 21. aldar Skotland ekki. Svona er 21. aldar Islay ekki.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Töluverð reiði ríkir í garð bandarísku sjónvarpsstjörnunnar Larysa Switlyk eftir að hún skaut villtar geitur á skosku eyjunni Islay og birti myndir af dýrunum á Instagram. Switlyk stýrir sjónvarpsþættinum Larysa Unleashed þar sem hún ferðast um heiminn og fjallar um veiði og veiðitengd málefni. Var hún stödd á Skotlandi á dögunum, nánar tiltekið á eyjunni Islay, sem helst er þekkt fyrir blómlega viský-framleiðslu. Þar mundaði hún byssuna, klædd í feluliti og felldi hún ásamt ferðafélaga sínum villtar geitur sem hafast við á eyjunni. „Náði fullkomnu 200 jarda skoti og náði honum,“ skrifar hún við eina myndina. Þá bætir hún við að hún bjóði upp á veiðiferðir í Skotlandi. Veiðin, sem og tilboð um veiðiferðir, ,virðist hafa ofboðið fjölmörgum íbúum eyjunnar sem og skoska þingmanninum Michael Russel sem segir að þrátt fyrir að það sé ekkert sem banni veiði á geitunum sé framkoma Switlyk til skammar View this post on InstagramBeautiful wild goat here on the Island of Islay in Scotland. Such a fun hunt!! They live on the edge of the cliffs of the island and know how to hide well. We hunted hard for a big one for 2 days and finally got on this group. Made a perfect 200 yard shot and dropped him with the @gunwerks and @nightforce_optics ! ( Good thing too because he could have ran off the cliff into the water). Ever interested in hunting Scotland and doing some whisky tours, email larysa@detailcompany.com ! A post shared by Larysa Unleashed (@larysaunleashed) on Oct 22, 2018 at 8:07am PDT „Að sjá fólk í felulitum með öflug skotvopn fagna því að hafa drepið geit, hvað þá geithafur, er algjörlega óásættanlegt,“ sagði Russel í samtali við BBC. Sagði hann að fjölmargir hefðu haft samband við sig en Russel er þingmaður héraðsins sem Islay tilheyrir. Segist hann hafa vakið athygli umhverfisráðherra Skotlands á veiðunum til þess að sjá hvað hægt væri að gera í málinu. „Ég tel að þetta sé óæskilegt og ósmekklegt,“ sagði Russel. „Svona er 21. aldar Skotland ekki. Svona er 21. aldar Islay ekki.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira