Innlent

Guðni segir margt hafa breyst frá því hann fékk sprungnar pylsur á fyrsta kvennafrídeginum

Birgir Olgeirsson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/EPA
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson segir margt gott hafa gerst í jafnréttisbaráttunni á Íslandi en enn sé verk að vinna. Þetta ritar forsetinn í tilefni af kvennafrídeginum en hann segir að þó Íslendingar séu fremstir eða einna fremstir á sviði kynjajafnréttis, þá sé enn hægt að gera betur.

Hann ætlar að leggja sitt af mörkum, ekki síst með þátttöku í HeForShe-átakinu.

Guðni rifjar upp Kvennafrídaginn mikla árið 1975 sem hann segist muna óljóst eftir enda aðeins sjö ára gamall á þeim tíma.

„Pabbi heitinn sá um kvöldmatinn, pylsur í potti, sprungnar að endilöngu. Samt var hann nú ansi liðtækur í eldhúsinu enda alinn upp við það að faðir hans sá allt eins um matseld heima fyrir. Það þótti jafnvel skrýtið þá en nú er öldin önnur,“ skrifar Guðni. 

Hann óskar konum á Íslandi til hamingju með daginn þeirra. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×