Enski boltinn

Forseti Nantes harðorður í garð Kolbeins: Hann er ekki góður liðsfélagi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kolbeinn Sigþórsson í leik með Nantes
Kolbeinn Sigþórsson í leik með Nantes Vísir/Getty
Forseti franska liðsins Nantes, Waldemar Kita, fer ekki fögrum orðum um íslenska landsliðsmanninn Kolbein Sigþórsson. Kolbeinn var á sölulista hjá félaginu í sumar.

Kolbeinn kom til Nantes árið 2015 og skrifaði undir fimm ára samning við félagið. Hann lenti í erfiðum meiðslum haustið 2016 og hefur lítið sem ekkert spilað fyrir félagið síðan þá.

Kolbeini var sagt að hann mætti fara frá félaginu í sumar en ekkert varð af því og er hann enn leikmaður Nantes.

„Hann var með tilboð frá Grikklandi en neitaði þeim því hann vildi meiri pening,“ sagði Kita í franska blaðinu Ouest-France.

„Hann kom hingað með miklar væntingar en sannaði ekki neitt. Þetta er mér að kenna, ég ber ábyrgð á þessu.“

„Hann er með hæfileika en andlega hliðin er vandamál. Við skulum bara segja að hann er ekki endilega góður liðsfélagi inni í klefanum,“ sagði Kita.

Kolbeinn sagði sjálfur í viðtali við Guðmund Benediktsson fyrr í vikunni að hann hafi verið að leita sér að liðum síðustu tvo mánuði en það sé erfitt að finna lið til þess að veðja á hann þar sem hann hafi ekki spilað neitt af viti í tvö ár.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×