Ekið á björgunarsveitarbíl sem lokaði Hellisheiði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. febrúar 2018 10:47 Björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum víða um land í dag. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að fólksbíl var ekið á björgunarsveitarbíl sem var lagt var á þjóðveginum til þess að loka fyrir umferð um Hellisheiði. Björgunarsveitir hafa verið að störfum í kringum höfuðborgarsvæðið og á Suðurlandi en bálhvasst er víða um land. „Fólksbíll á leið úr Reykjavík austur keyrði á bílinn á þó nokkrum hraða en sem betur fer slasaðist enginn alvarlega og farþegarnir úr bílunum eru á leiðinni á sjúkrahús,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Björgunarsveitarbílnum var lagt við gatnamótin hjá Þrengslunum þar sem Hellisheiði var lokuð vegna veðurs en hægt var að keyra Þrengslin. „Svo gerðist það rétt eftir að það var keyrt á þenann björgunarsveitarbíl að þó nokkrir bílar lenda í vanda í Þrengslunum. Í kjölfarið var Þrengslunum lokað og er verið að aðstoða bíla þar,“ segir Davíð Már. Vegirnir um Hellisheiði, Þrengsli, Sandskeið, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru lokaðir en björgunarsveitarmenn hafa einnig verið aðstoða ökumenn í vandræðum á Kjalarnesi.Vindaspá Veðurstofunnar klukkan 10 í morgun.Mynd/Veðurstofa Íslands.Þá hafa nokkrir ökumenn lent í vandræðum í Fljótshlíð á Suðurlandi auk þess sem björgunarsveitir aðstoðuðu við að koma heilbrigðisstarfsfólki til vinnu. Þjóðvegi 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni hefur verið lokaður frá því snemma í morgun og hafa fá verkefni borist björgunarsveitum þaðan. „Okkar fólk fór í lokanir klukkan fimm í morgun í Öræfasveit. Það er kannski hægt að draga ályktun af því að þar var farið í harðar lokanir snemma og þar af leiðandi hefur kannski ekki verið mikið vesen þar,“ segir Davíð Már.Færð og aðstæður á vegumHálkublettir og skafrenningur er á Reykjanesbraut og á Höfuðborgarsvæðinu. Hálka og skafrenningur er á Kjalarnesi. Þæfingsfærð er frá Þorlákshöfn að Selvoga. Hálka og skafrenningur er á Suðurstrandarvegi. Þungfært og skafrenningur er á Krýsurvíkurvegi. Á Suðvestur- og Suðurlandi er hálka, snjóþekja eða þæfingur og skafrenningur á flestum leiðum. Þæfingsfærð og skafreningur er frá Hvolsvelli að Þjórsá. Þungfært á Kjósarskarðsvegi. Ófært er í Landeyjum og í Fljótshlíð. Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka eða þæfingur á flestum leiðum og eitthvað um skafrenning á fjallvegum. Þungfært og mjög hvasst er við Hafursfell og á Vatnaleið. Ófært er á Útnessvegi. Vestfjörðum er snjóþekja, hálka. eða þæfingur. Fjallvegir á sunnanverðum Vestfjörðum eru ófæri og beðið með mokstur. Beðið er með mokstur í Ísafjarðardjúpi, á Steingrímsjarðarheiði, Þröskuldum. Ófært og Gemlufallsheiði. Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja og eitthvað um éljagang. Veður Tengdar fréttir Skólahald fellur niður á Kjalarnesi Óttast er að veginum um Kjalarnes verði lokað. 14. febrúar 2018 07:11 Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að fólksbíl var ekið á björgunarsveitarbíl sem var lagt var á þjóðveginum til þess að loka fyrir umferð um Hellisheiði. Björgunarsveitir hafa verið að störfum í kringum höfuðborgarsvæðið og á Suðurlandi en bálhvasst er víða um land. „Fólksbíll á leið úr Reykjavík austur keyrði á bílinn á þó nokkrum hraða en sem betur fer slasaðist enginn alvarlega og farþegarnir úr bílunum eru á leiðinni á sjúkrahús,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Björgunarsveitarbílnum var lagt við gatnamótin hjá Þrengslunum þar sem Hellisheiði var lokuð vegna veðurs en hægt var að keyra Þrengslin. „Svo gerðist það rétt eftir að það var keyrt á þenann björgunarsveitarbíl að þó nokkrir bílar lenda í vanda í Þrengslunum. Í kjölfarið var Þrengslunum lokað og er verið að aðstoða bíla þar,“ segir Davíð Már. Vegirnir um Hellisheiði, Þrengsli, Sandskeið, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru lokaðir en björgunarsveitarmenn hafa einnig verið aðstoða ökumenn í vandræðum á Kjalarnesi.Vindaspá Veðurstofunnar klukkan 10 í morgun.Mynd/Veðurstofa Íslands.Þá hafa nokkrir ökumenn lent í vandræðum í Fljótshlíð á Suðurlandi auk þess sem björgunarsveitir aðstoðuðu við að koma heilbrigðisstarfsfólki til vinnu. Þjóðvegi 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni hefur verið lokaður frá því snemma í morgun og hafa fá verkefni borist björgunarsveitum þaðan. „Okkar fólk fór í lokanir klukkan fimm í morgun í Öræfasveit. Það er kannski hægt að draga ályktun af því að þar var farið í harðar lokanir snemma og þar af leiðandi hefur kannski ekki verið mikið vesen þar,“ segir Davíð Már.Færð og aðstæður á vegumHálkublettir og skafrenningur er á Reykjanesbraut og á Höfuðborgarsvæðinu. Hálka og skafrenningur er á Kjalarnesi. Þæfingsfærð er frá Þorlákshöfn að Selvoga. Hálka og skafrenningur er á Suðurstrandarvegi. Þungfært og skafrenningur er á Krýsurvíkurvegi. Á Suðvestur- og Suðurlandi er hálka, snjóþekja eða þæfingur og skafrenningur á flestum leiðum. Þæfingsfærð og skafreningur er frá Hvolsvelli að Þjórsá. Þungfært á Kjósarskarðsvegi. Ófært er í Landeyjum og í Fljótshlíð. Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka eða þæfingur á flestum leiðum og eitthvað um skafrenning á fjallvegum. Þungfært og mjög hvasst er við Hafursfell og á Vatnaleið. Ófært er á Útnessvegi. Vestfjörðum er snjóþekja, hálka. eða þæfingur. Fjallvegir á sunnanverðum Vestfjörðum eru ófæri og beðið með mokstur. Beðið er með mokstur í Ísafjarðardjúpi, á Steingrímsjarðarheiði, Þröskuldum. Ófært og Gemlufallsheiði. Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja og eitthvað um éljagang.
Veður Tengdar fréttir Skólahald fellur niður á Kjalarnesi Óttast er að veginum um Kjalarnes verði lokað. 14. febrúar 2018 07:11 Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Skólahald fellur niður á Kjalarnesi Óttast er að veginum um Kjalarnes verði lokað. 14. febrúar 2018 07:11
Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55