Gylfi fyllti fimm tugina með draumamarki Ingvar Þór Björnsson skrifar 8. október 2018 07:00 Markasafn Gylfa Þórs Sigurðssonar er sennilega álíka tilkomumikið og skartgripasafn Bretadrottningar. Vísir/Getty Markasafn Gylfa Þórs Sigurðssonar er sennilega álíka tilkomumikið og skartgripasafn Bretadrottningar. Og hann bætti enn einu djásninu í safnið þegar hann skoraði sigurmark Everton gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Þegar 13 mínútur voru til leiksloka, í stöðunni 1-1, fékk Gylfi boltann á miðjum vallarhelmingi Leicester. Hann sneri laglega á James Maddison og lét síðan vaða af löngu færi. Gullfóturinn brást ekki og boltinn söng í skeytunum fjær. Þetta var nítjánda markið sem Gylfi skorar með skoti fyrir utan vítateig síðan hann byrjaði að spila í ensku úrvalsdeildinni. Á þeim tíma hefur enginn skorað fleiri mörk fyrir utan teig en hann. „Þetta er klárlega eitt af mínum bestu mörkum. Það kom á mikilvægum tíma. Þetta var mjög gott mark sem ég er hæstánægður með,“ sagði Gylfi eftir sigurinn á King Power-vellinum. Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, hrósaði Gylfa í hástert eftir leikinn á laugardaginn. „Þetta var stórkostlegt augnablik hjá Gylfa. Hann skoraði og sýndi hversu góður hann er í svona stöðum. Skotið var frábært. Markið tryggði okkur sigur sem mér fannst við eiga skilið,“ sagði portúgalski stjórinn. „Ég veit hversu góður Gylfi er. Það er gott ef þú getur búið til leikstíl sem hentar leikmönnum eins og honum. Hann leggur hart að sér og undirbýr sig á hverjum degi til að geta spilað af þessum krafti. Þetta snýst ekki bara um það sem hann gerir með boltann heldur einnig hvað hann gerir og hvernig hann vinnur þegar við erum ekki með hann.“ Markið á móti Leicester var fimmtugasta mark Gylfa í ensku úrvalsdeildinni. Hann er annar Íslendingurinn sem nær þeim áfanga. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði 55 mörk í ensku úrvalsdeildinni; 54 fyrir Chelsea og eitt fyrir Tottenham. Miðað við hvernig Gylfi hefur byrjað tímabilið verður þess ekki langt að bíða að hann slái met Eiðs Smára. Gylfi hefur nú þegar skorað fjögur mörk í ensku úrvalsdeildinni, jafn mörg og hann gerði á síðasta tímabili. Gylfi hefur alls skorað átta mörk í ensku úrvalsdeildinni fyrir Everton, jafn mörg og hann gerði fyrir Tottenham á árunum 2012-14. Meðan hann lék með Swansea City (2012 og 2014-17) skoraði Gylfi 34 mörk. Hann er markahæsti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni auk þess að vera sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar fyrir liðið (29.). Gylfi hefur í heildina gefið 37 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni. Í 217 leikjum í þessari erfiðu deild hefur hann því komið með beinum hætti að 87 mörkum. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Sjá meira
Markasafn Gylfa Þórs Sigurðssonar er sennilega álíka tilkomumikið og skartgripasafn Bretadrottningar. Og hann bætti enn einu djásninu í safnið þegar hann skoraði sigurmark Everton gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Þegar 13 mínútur voru til leiksloka, í stöðunni 1-1, fékk Gylfi boltann á miðjum vallarhelmingi Leicester. Hann sneri laglega á James Maddison og lét síðan vaða af löngu færi. Gullfóturinn brást ekki og boltinn söng í skeytunum fjær. Þetta var nítjánda markið sem Gylfi skorar með skoti fyrir utan vítateig síðan hann byrjaði að spila í ensku úrvalsdeildinni. Á þeim tíma hefur enginn skorað fleiri mörk fyrir utan teig en hann. „Þetta er klárlega eitt af mínum bestu mörkum. Það kom á mikilvægum tíma. Þetta var mjög gott mark sem ég er hæstánægður með,“ sagði Gylfi eftir sigurinn á King Power-vellinum. Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, hrósaði Gylfa í hástert eftir leikinn á laugardaginn. „Þetta var stórkostlegt augnablik hjá Gylfa. Hann skoraði og sýndi hversu góður hann er í svona stöðum. Skotið var frábært. Markið tryggði okkur sigur sem mér fannst við eiga skilið,“ sagði portúgalski stjórinn. „Ég veit hversu góður Gylfi er. Það er gott ef þú getur búið til leikstíl sem hentar leikmönnum eins og honum. Hann leggur hart að sér og undirbýr sig á hverjum degi til að geta spilað af þessum krafti. Þetta snýst ekki bara um það sem hann gerir með boltann heldur einnig hvað hann gerir og hvernig hann vinnur þegar við erum ekki með hann.“ Markið á móti Leicester var fimmtugasta mark Gylfa í ensku úrvalsdeildinni. Hann er annar Íslendingurinn sem nær þeim áfanga. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði 55 mörk í ensku úrvalsdeildinni; 54 fyrir Chelsea og eitt fyrir Tottenham. Miðað við hvernig Gylfi hefur byrjað tímabilið verður þess ekki langt að bíða að hann slái met Eiðs Smára. Gylfi hefur nú þegar skorað fjögur mörk í ensku úrvalsdeildinni, jafn mörg og hann gerði á síðasta tímabili. Gylfi hefur alls skorað átta mörk í ensku úrvalsdeildinni fyrir Everton, jafn mörg og hann gerði fyrir Tottenham á árunum 2012-14. Meðan hann lék með Swansea City (2012 og 2014-17) skoraði Gylfi 34 mörk. Hann er markahæsti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni auk þess að vera sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar fyrir liðið (29.). Gylfi hefur í heildina gefið 37 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni. Í 217 leikjum í þessari erfiðu deild hefur hann því komið með beinum hætti að 87 mörkum.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Sjá meira