Hæstaréttardómarar sagðir hengja bakara fyrir smið Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2018 18:50 Píratarnir Smári og Helgi Hrafn furða sig á dómi sem féll í Hæstarétti í dag. „Ég get ekki talað fyrir alla Pírata, en mitt álit er að frá tæknilegu sjónarmiði er þetta ákvörðun sem felur í sér róttækt skilningsleysi á eðli fjarskipta og skeytingarleysi gagnvart því hvar ábyrgð á lögbrotum á heima,“ segir Smári McCarthy þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Netverjar margir hverjir eru gapandi vegna dóms sem féll í Hæstarétti í dag. Jens Pétur Jensen hja ISNIC segir hann sýna svo ekki verði um villst að hæstaréttardómarar skilji ekki internetið. Tilgangslaus og stórskaðleg ákvörðun Píratar eru nú að ræða það sín á milli hvort ekki sé vert að taka málið upp á þingi, en það myndi þá líklega vera Helgi Hrafn Gunnarsson sem tæki málið upp á vettvangi Allsherjar- og menntamálanefndar. „Þessi dómur gengur gegn orðum og anda 73. gr. stjórnarskrár, þar sem að ritskoðun af þessu tagi er hvorki nauðsynleg né samrýmist hún lýðræðishefð,“ segir Smári. Þingmaðurinn segir dóminn einnig ganga gegn þeirri reglu að milliliðir séu ábyrgðarlausir gagnvart upplýsingaflæði sem má finna í lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu. „Samantekið er þetta í besta falli tilgangslaus ákvörðun sem mun kosta fyrirtækin sem þurfa að framfylgja þessu töluverða peninga vegna aukins álags á tölvukerfi sem ritskoðun af þessu tagi veldur, og ég get ekki séð að hún samrýmist stjórnarskrá eða landslög.“ Verið að hengja bakara fyrir smið Jens Pétur hjá ISNC hefur lýst því yfir við Vísi að hann verði þess var að á öllum póstum sé verið að þrengja að netfrelsi og nú vilji hæstaréttardómarar leggja sitt vog á skálarnar með afgerandi hætti. „Vissulega. Mörgum finnst einhvern veginn að reglurnar sem gilda utan netsins eigi einhvern veginn minna eða öðruvísi við á netinu. Það er auðvitað fjarstæða – það að á netinu geti hlutir gerst hraðar og með skrýtnari hætti gerir í raun mikilvægara að tryggja réttindin með afgerandi hætti, en að sama skapi að rækta skyldurnar bæði á nákvæman og skynsaman hátt.“ Smári segir blasa við að með þessum dómi sé verið að hengja bakara fyrir smið: „Einhver einhversstaðar á netinu er að brjóta gegn höfundarréttarlögum, en í stað þess að sækja viðkomandi til saka er algjörlega ótengdum fyrirtækjum fyrirskipað að lofa að segja engum heimilisfangið þeirra, og það kallað lausn.“ Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir lögbann á deilisíður Áfram verður lokað fyrir aðgang að síðum eins og Deildu.net og Pirate Bay hjá netþjónustufyrirtækinu Hringiðunni eftir dóm Hæstaréttar. 18. október 2018 15:40 Netverjar segja hæstaréttardómara ekki skilja internetið Netverjar eru í áfalli vegna nýgengins Hæstaréttardóms. 18. október 2018 17:52 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
„Ég get ekki talað fyrir alla Pírata, en mitt álit er að frá tæknilegu sjónarmiði er þetta ákvörðun sem felur í sér róttækt skilningsleysi á eðli fjarskipta og skeytingarleysi gagnvart því hvar ábyrgð á lögbrotum á heima,“ segir Smári McCarthy þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Netverjar margir hverjir eru gapandi vegna dóms sem féll í Hæstarétti í dag. Jens Pétur Jensen hja ISNIC segir hann sýna svo ekki verði um villst að hæstaréttardómarar skilji ekki internetið. Tilgangslaus og stórskaðleg ákvörðun Píratar eru nú að ræða það sín á milli hvort ekki sé vert að taka málið upp á þingi, en það myndi þá líklega vera Helgi Hrafn Gunnarsson sem tæki málið upp á vettvangi Allsherjar- og menntamálanefndar. „Þessi dómur gengur gegn orðum og anda 73. gr. stjórnarskrár, þar sem að ritskoðun af þessu tagi er hvorki nauðsynleg né samrýmist hún lýðræðishefð,“ segir Smári. Þingmaðurinn segir dóminn einnig ganga gegn þeirri reglu að milliliðir séu ábyrgðarlausir gagnvart upplýsingaflæði sem má finna í lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu. „Samantekið er þetta í besta falli tilgangslaus ákvörðun sem mun kosta fyrirtækin sem þurfa að framfylgja þessu töluverða peninga vegna aukins álags á tölvukerfi sem ritskoðun af þessu tagi veldur, og ég get ekki séð að hún samrýmist stjórnarskrá eða landslög.“ Verið að hengja bakara fyrir smið Jens Pétur hjá ISNC hefur lýst því yfir við Vísi að hann verði þess var að á öllum póstum sé verið að þrengja að netfrelsi og nú vilji hæstaréttardómarar leggja sitt vog á skálarnar með afgerandi hætti. „Vissulega. Mörgum finnst einhvern veginn að reglurnar sem gilda utan netsins eigi einhvern veginn minna eða öðruvísi við á netinu. Það er auðvitað fjarstæða – það að á netinu geti hlutir gerst hraðar og með skrýtnari hætti gerir í raun mikilvægara að tryggja réttindin með afgerandi hætti, en að sama skapi að rækta skyldurnar bæði á nákvæman og skynsaman hátt.“ Smári segir blasa við að með þessum dómi sé verið að hengja bakara fyrir smið: „Einhver einhversstaðar á netinu er að brjóta gegn höfundarréttarlögum, en í stað þess að sækja viðkomandi til saka er algjörlega ótengdum fyrirtækjum fyrirskipað að lofa að segja engum heimilisfangið þeirra, og það kallað lausn.“
Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir lögbann á deilisíður Áfram verður lokað fyrir aðgang að síðum eins og Deildu.net og Pirate Bay hjá netþjónustufyrirtækinu Hringiðunni eftir dóm Hæstaréttar. 18. október 2018 15:40 Netverjar segja hæstaréttardómara ekki skilja internetið Netverjar eru í áfalli vegna nýgengins Hæstaréttardóms. 18. október 2018 17:52 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Hæstiréttur staðfestir lögbann á deilisíður Áfram verður lokað fyrir aðgang að síðum eins og Deildu.net og Pirate Bay hjá netþjónustufyrirtækinu Hringiðunni eftir dóm Hæstaréttar. 18. október 2018 15:40
Netverjar segja hæstaréttardómara ekki skilja internetið Netverjar eru í áfalli vegna nýgengins Hæstaréttardóms. 18. október 2018 17:52