Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 11. september 2018 21:30 Lars Løkke Rasmussen tekur sjálfu fyrir einn mótmælenda með Kim Kielsen á hina hlið. Mynd/TV-2, Danmörku. Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Andstæðingar samningsins mótmæltu komu danska forsætisráðherrans til Nuuk í gær en talið er að Danir vilji með fjárframlaginu koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það er lýsandi fyrir stöðu flugvallarmála Grænlands að Lars Løkke Rasmussen þurfti að koma á þyrlu í innanlandsflugi til Nuuk frá flugvellinum í Kangerlussuaq en fjármunina á meðal annars að nota til að leggja nýja 2.200 metra flugbraut í Nuuk fyrir stærri flugvélar. Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og leiðtogi Siumut-flokksins, tók á móti danska starfsbróður sínum með faðmlagi.Andstæðingar mótmæltu flugvallasamningnum við fundarstaðinn í Nuuk.Mynd/TV-2, Danmörku.Hópur mótmælenda beið þeirra í hjarta Nuuk þar sem skrifað var undir samning um 28 milljarða króna fjárframlag Dana til uppbyggingar alþjóðaflugvalla í Nuuk og Ilulissat, en danska ríkið verður við það þriðjungs eigandi vallanna. Samhliða kosta Grænlendingar sjálfir gerð nýs flugvallar í Qaqortoq. Á mótmælaspjöldum mátti lesa þessi skilaboð til danska forsætisráðherrans: Nýlendustjórn! Farðu heim! Einn fjögurra stjórnarflokka, Partii Naleraq, sá sem ákafast berst fyrir sjálfstæði Grænlands, sleit stjórnarsamstarfinu í fyrradag til að mótmæla aðkomu Dana, sem flokkurinn segir fela í sér afskipti af innanríkismálum Grænlands. Það kom þó ekki í veg fyrir að Kim Kielsen skrifaði undir samkomulagið með stuðningi þriggja stjórnarflokka, en hann þarf nú að afla því meirihlutastuðnings á grænlenska þinginu um leið og hann freistar þess að mynda nýja meirihlutastjórn.Forsætisráðherrar Grænlands og Danmerkur kynntu samninginn á blaðamannafundi í Hans Egede-húsinu í Nuuk.Mynd/TV-2, Danmörku.Samningurinn kveður á um að danska ríkið veiti einnig ríkisábyrgð á lánum til framkvæmdanna frá Norræna fjárfestingabankanum. Áður höfðu birst fréttir af áhyggjum í Danmörku og innan NATO um að Grænlendingar væru að leita til Kínverja um samstarf við flugvallagerðina, en hún er talin afar mikilvæg fyrir framtíð Grænlands. Þannig fór Kim Kielsen í opinbera heimsókn til Kína í fyrra þar sem hann ræddi við þarlenda ráðamenn um þátttöku í innviðauppbyggingu á Grænlandi. Þá hafði Jim Mattis, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, í vor varað við áhuga Kínverja á Grænlandi.Nýlendustjórn. Farðu heim. Þessi skilaboð blöstu við danska forsætisráðherranum á mótmælaspjöldum í Nuuk.Mynd/TV-2, Danmörku.Gjafmildi Dana snýst í raun um að halda Kína frá verkefninu, að mati dansks varnarmálasérfræðings. Og Lars Løkke kveðst ekki í vafa um að hann hafi stuðning danska þingsins: „Ef Grænland á verða efnahagslega sjálfstætt, og öflugra, þá verður að fjárfesta. Og fjárfestingar eru ekki eitthvað sem fellur af himnum ofan,“ sagði forsætisráðherra Danmerkur, í samtali við dönsku sjónvarpsstöðina TV-2. Og ekki var stemmningin verri en svo að danski forsætisráðherrann heilsaði upp á mótmælendur í veðurblíðunni í Nuuk og smellti af sér sjálfu, eins og sjá má hér í frétt Stöðvar 2: Grænland Tengdar fréttir Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Andstæðingar samningsins mótmæltu komu danska forsætisráðherrans til Nuuk í gær en talið er að Danir vilji með fjárframlaginu koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það er lýsandi fyrir stöðu flugvallarmála Grænlands að Lars Løkke Rasmussen þurfti að koma á þyrlu í innanlandsflugi til Nuuk frá flugvellinum í Kangerlussuaq en fjármunina á meðal annars að nota til að leggja nýja 2.200 metra flugbraut í Nuuk fyrir stærri flugvélar. Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og leiðtogi Siumut-flokksins, tók á móti danska starfsbróður sínum með faðmlagi.Andstæðingar mótmæltu flugvallasamningnum við fundarstaðinn í Nuuk.Mynd/TV-2, Danmörku.Hópur mótmælenda beið þeirra í hjarta Nuuk þar sem skrifað var undir samning um 28 milljarða króna fjárframlag Dana til uppbyggingar alþjóðaflugvalla í Nuuk og Ilulissat, en danska ríkið verður við það þriðjungs eigandi vallanna. Samhliða kosta Grænlendingar sjálfir gerð nýs flugvallar í Qaqortoq. Á mótmælaspjöldum mátti lesa þessi skilaboð til danska forsætisráðherrans: Nýlendustjórn! Farðu heim! Einn fjögurra stjórnarflokka, Partii Naleraq, sá sem ákafast berst fyrir sjálfstæði Grænlands, sleit stjórnarsamstarfinu í fyrradag til að mótmæla aðkomu Dana, sem flokkurinn segir fela í sér afskipti af innanríkismálum Grænlands. Það kom þó ekki í veg fyrir að Kim Kielsen skrifaði undir samkomulagið með stuðningi þriggja stjórnarflokka, en hann þarf nú að afla því meirihlutastuðnings á grænlenska þinginu um leið og hann freistar þess að mynda nýja meirihlutastjórn.Forsætisráðherrar Grænlands og Danmerkur kynntu samninginn á blaðamannafundi í Hans Egede-húsinu í Nuuk.Mynd/TV-2, Danmörku.Samningurinn kveður á um að danska ríkið veiti einnig ríkisábyrgð á lánum til framkvæmdanna frá Norræna fjárfestingabankanum. Áður höfðu birst fréttir af áhyggjum í Danmörku og innan NATO um að Grænlendingar væru að leita til Kínverja um samstarf við flugvallagerðina, en hún er talin afar mikilvæg fyrir framtíð Grænlands. Þannig fór Kim Kielsen í opinbera heimsókn til Kína í fyrra þar sem hann ræddi við þarlenda ráðamenn um þátttöku í innviðauppbyggingu á Grænlandi. Þá hafði Jim Mattis, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, í vor varað við áhuga Kínverja á Grænlandi.Nýlendustjórn. Farðu heim. Þessi skilaboð blöstu við danska forsætisráðherranum á mótmælaspjöldum í Nuuk.Mynd/TV-2, Danmörku.Gjafmildi Dana snýst í raun um að halda Kína frá verkefninu, að mati dansks varnarmálasérfræðings. Og Lars Løkke kveðst ekki í vafa um að hann hafi stuðning danska þingsins: „Ef Grænland á verða efnahagslega sjálfstætt, og öflugra, þá verður að fjárfesta. Og fjárfestingar eru ekki eitthvað sem fellur af himnum ofan,“ sagði forsætisráðherra Danmerkur, í samtali við dönsku sjónvarpsstöðina TV-2. Og ekki var stemmningin verri en svo að danski forsætisráðherrann heilsaði upp á mótmælendur í veðurblíðunni í Nuuk og smellti af sér sjálfu, eins og sjá má hér í frétt Stöðvar 2:
Grænland Tengdar fréttir Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15
Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30
Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00
Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15