Fótbolti

Rostov fengið á sig eitt mark í síðustu þremur leikjum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sverrir í leik með Rostov.
Sverrir í leik með Rostov. vísir/getty
Íslendingaliðið Rostov gerði 1-1 jafntefli við Rubin Kazan í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Alexey Ionov kom Rostov yfir á 37. mínútu en Rostov hafði unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum fyrir leikinn.

Rostov hafði haldið hreinu í síðustu tveimur leikjum en fékk á sig jöfnunarmark á 50. mínútu er Egor Sorokin jafnaði metin. Lokatölur 1-1.

Rostov er í öðru sæti deildarinnar með 13 stig, tveimur stigum á eftir topplði Zenit, sem á þó leik til góða. Rostov fengið á sig tvö mörk í fyrstu sex leikjunum.

Sverrir Ingi Ingason og Ragnar Sigurðsson spiluðu allan leikinn fyrir Rostov en Björn Bergmann Sigurðarson var tekinn af velli á 77. mínútu.

Í dag var svo tilkynnt að fjórði Íslendingurinn væri á leið til Rostov og gæti Rostov því stillt upp fjórum Íslendingingum í byrjunarliðinu í næstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×