Snorri í Betel fær lægri bætur eftir dóm Hæstaréttar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2018 15:46 Snorri Óskarsson ásamt lögmanni sínum Einari Steingrímssyni. visir/auðunn Hæstiréttur hefur dæmt Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við hvítasunnusöfnuðinn Betel, 3,5 milljónir króna í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar þegar honum var sagt upp störfum sem kennara við Brekkuskóla á Akureyri í júlí 2012. Áður hafði Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmt Akureyrarbæ til þess að greiða honum 6,5 milljónir króna í bætur, sex milljónir voru skaðabætur og hálf milljón króna miskabætur vegna þess að dómurinn taldi að uppsögnin hefði falið í sér ólögmæta meingerð gegn Snorra. Þessu er meirihluti Hæstaréttar ósammála, það er telur að ekki hafi falist ólögmæt meingerð í uppsögninni og dæmir því ekki miskabætur heldur aðeins skaðabætur. Ólafur Börkur Þorvaldsson, hæstaréttardómari, er hins vegar sammála héraðsdómi varðandi miskabæturnar og telur rétt að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms í þeim efnum að því er fram kemur í sératkvæði hans. Snorra var vikið úr starfi kennara við Brekkuskóla vegna umdeildra bloggfærslna þar sem hann ritaði um samkynhneigð út frá sínu strangkristna hugarfari. Hann stefndi bænum og fór fram á 13,7 milljónir króna í bætur. Var að mati bæjaryfirvalda ekki talið eðlilegt að kennari grunnskólabarna léti uppi skoðanir sínar á þann hátt að samkynhneigð væri synd og þeirra biði ekkert nema helvíti. „Samkynhneigð telst vera synd,“ skrifaði Snorri. „Syndin erfir ekki Guðs ríkið og því óæskileg. Laun syndarinnar er dauði og því grafalvarleg.“ Dómsmál Tengdar fréttir Snorri vill margra ára laun frá Akureyrarbæ Snorri í Betel krefur Akureyrarbæ um vangoldin laun og töpuð lífeyrisréttindi. Akureyrarbær bauð Snorra þrjár og hálfa milljón sem Snorri hafnaði. Málið verður tekið fyrir á næstu dögum. 25. apríl 2017 07:00 Snorri í Betel fær 6,5 milljónir króna frá Akureyrarbæ Svona fór um sjóferð þá. Ég alla vega fékk tvöfalt hærri bætur en Akureyrarbær var tilbúinn að greiða! segir Snorri. 16. nóvember 2017 14:47 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við hvítasunnusöfnuðinn Betel, 3,5 milljónir króna í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar þegar honum var sagt upp störfum sem kennara við Brekkuskóla á Akureyri í júlí 2012. Áður hafði Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmt Akureyrarbæ til þess að greiða honum 6,5 milljónir króna í bætur, sex milljónir voru skaðabætur og hálf milljón króna miskabætur vegna þess að dómurinn taldi að uppsögnin hefði falið í sér ólögmæta meingerð gegn Snorra. Þessu er meirihluti Hæstaréttar ósammála, það er telur að ekki hafi falist ólögmæt meingerð í uppsögninni og dæmir því ekki miskabætur heldur aðeins skaðabætur. Ólafur Börkur Þorvaldsson, hæstaréttardómari, er hins vegar sammála héraðsdómi varðandi miskabæturnar og telur rétt að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms í þeim efnum að því er fram kemur í sératkvæði hans. Snorra var vikið úr starfi kennara við Brekkuskóla vegna umdeildra bloggfærslna þar sem hann ritaði um samkynhneigð út frá sínu strangkristna hugarfari. Hann stefndi bænum og fór fram á 13,7 milljónir króna í bætur. Var að mati bæjaryfirvalda ekki talið eðlilegt að kennari grunnskólabarna léti uppi skoðanir sínar á þann hátt að samkynhneigð væri synd og þeirra biði ekkert nema helvíti. „Samkynhneigð telst vera synd,“ skrifaði Snorri. „Syndin erfir ekki Guðs ríkið og því óæskileg. Laun syndarinnar er dauði og því grafalvarleg.“
Dómsmál Tengdar fréttir Snorri vill margra ára laun frá Akureyrarbæ Snorri í Betel krefur Akureyrarbæ um vangoldin laun og töpuð lífeyrisréttindi. Akureyrarbær bauð Snorra þrjár og hálfa milljón sem Snorri hafnaði. Málið verður tekið fyrir á næstu dögum. 25. apríl 2017 07:00 Snorri í Betel fær 6,5 milljónir króna frá Akureyrarbæ Svona fór um sjóferð þá. Ég alla vega fékk tvöfalt hærri bætur en Akureyrarbær var tilbúinn að greiða! segir Snorri. 16. nóvember 2017 14:47 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Snorri vill margra ára laun frá Akureyrarbæ Snorri í Betel krefur Akureyrarbæ um vangoldin laun og töpuð lífeyrisréttindi. Akureyrarbær bauð Snorra þrjár og hálfa milljón sem Snorri hafnaði. Málið verður tekið fyrir á næstu dögum. 25. apríl 2017 07:00
Snorri í Betel fær 6,5 milljónir króna frá Akureyrarbæ Svona fór um sjóferð þá. Ég alla vega fékk tvöfalt hærri bætur en Akureyrarbær var tilbúinn að greiða! segir Snorri. 16. nóvember 2017 14:47