Segir kostnað aðstoðarmanna nægja til að hækka árslaun allra ljósmæðra um eina og hálfa milljón Birgir Olgeirsson skrifar 17. júlí 2018 20:03 Sigmundur Davíð á landsþingi Miðflokksins. Fréttablaðið/Ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir þróun aðstoðarmanna ríkisstjórnar Íslands vera sláandi.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði í dag fyrirspurn Sigmundar um aðstoðarmenn ráðherra og annað starfsfólk. Í svörum Katrínar kom fram að áætlaður árlegur kostnaður við aðstoðarmenn ráðherra og annað aðstoðarfólk er 427 milljónir króna. Sigmundur spurði hversu marga aðstoðarmenn ráðherrar og ríkisstjórn hefðu ráðið án auglýsingar frá því að ríkisstjórnin tók til starfa. Kom fram að alls hefðu 24 aðstoðarmenn ráðherra og ríkisstjórnar verið ráðnir á grundvelli laga um Stjórnarráð Íslands. Nú séu starfandi alls 22 aðstoðarmenn ráðherra og ríkisstjórnar. Jafnframt spurði Sigmundur hvort að aðstoðarmenn hefðu áður verið fleiri en nú. Ekki er annað að skilja á svarinu en að svo sé ekki þar sem árið 2017 hafi 20 aðstoðarmenn verið að störfum þegar mest var og er það næstmesti fjöldi aðstoðarmanna sem verið hefur. Sigmundur fjallar um þessa þróun á Facebook-síðu sinni en hann segir enga ríkisstjórn hafa haft eins marga pólitíska aðstoðarmenn og kostnaðurinn aldrei verið nálægt því eins mikill og nú.Til að setja upphæðina í samhengi, það er áætlaðan árlegan kostnað upp á 427 milljónir króna, bendir Sigmundur á að sú upphæð myndi nægja til að hækka árslaun allra 280 til 399 starfandi ljósmæðra landsins um eina og hálfa milljón króna. „Nú er ég ekki að halda því fram að ráðherrar ættu ekki að hafa aðstoðarmenn eða setja út á fólkið sem vinnur pólitísk störf fyrir ríkisstjórnarflokkana en þróunin er sláandi,“ skrifar Sigmundur. Hann rifjar upp þegar gert var sprell með að hann hefði í sinni ráðherratíð haft marga aðstoðarmenn og ýmsir starfsmenn ríkisstjórnar og annarra ráðuneyta tíndir til. „Ég réði hins vegar aldrei meira en einn aðstoðarmann forsætisráðherra og samnýtti hann á meðan ég gegndi embætti dómsmálaráðherra. Einnig hvatti ég ráðherra til að nýta eins fáa pólitíska aðstoðarmenn og þeir teldu fært,“ skrifar Sigmundur.Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur ráðið til sín alls 24 aðstoðarmenn síðan hún tók til starfa en nú eru 22 starfandi.fréttablaðið/ernirHonum bauðst hins vegar að fá lánaða aðstoðarmenn, meðal annars einn sem hópur í Framsóknarflokknum hafði milligöngu um. „Sá bauðst til að vinna launalaust enda þegar á launum hjá ríkinu annars staðar. Ég taldi þetta hið besta sparnaðarráð en eins og síðar átti eftir að koma í ljós hefði ég betur hugað að hinu fornkveðna „timeo Danaos et dona ferentes” - „varastu Grikkina þegar þeir vilja færa þér gjafir”,“ skrifar Sigmundur.Í nóvember árið 2013 var greint frá því að Ásmundur Einar Daðason hefði verið ráðinn sem aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Í tilkynningu kom fram að um tímabundna ráðningu væri að ræða og Ásmundur myndi sjá um að samhæfa verkefni milli ráðuneyta og fylgja eftir tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Kom fram að Ásmundur myndi hvorki þiggja laun né önnur fríðindi fyrir störf sín fyrir forsætisráðherra, enda starfandi þingmaður á þeim tíma. Alþingi Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Áætlaður árlegur kostnaður við aðstoðarmenn 427 milljónir króna Alls 22 aðstoðarmenn starfandi. 17. júlí 2018 16:10 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir þróun aðstoðarmanna ríkisstjórnar Íslands vera sláandi.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði í dag fyrirspurn Sigmundar um aðstoðarmenn ráðherra og annað starfsfólk. Í svörum Katrínar kom fram að áætlaður árlegur kostnaður við aðstoðarmenn ráðherra og annað aðstoðarfólk er 427 milljónir króna. Sigmundur spurði hversu marga aðstoðarmenn ráðherrar og ríkisstjórn hefðu ráðið án auglýsingar frá því að ríkisstjórnin tók til starfa. Kom fram að alls hefðu 24 aðstoðarmenn ráðherra og ríkisstjórnar verið ráðnir á grundvelli laga um Stjórnarráð Íslands. Nú séu starfandi alls 22 aðstoðarmenn ráðherra og ríkisstjórnar. Jafnframt spurði Sigmundur hvort að aðstoðarmenn hefðu áður verið fleiri en nú. Ekki er annað að skilja á svarinu en að svo sé ekki þar sem árið 2017 hafi 20 aðstoðarmenn verið að störfum þegar mest var og er það næstmesti fjöldi aðstoðarmanna sem verið hefur. Sigmundur fjallar um þessa þróun á Facebook-síðu sinni en hann segir enga ríkisstjórn hafa haft eins marga pólitíska aðstoðarmenn og kostnaðurinn aldrei verið nálægt því eins mikill og nú.Til að setja upphæðina í samhengi, það er áætlaðan árlegan kostnað upp á 427 milljónir króna, bendir Sigmundur á að sú upphæð myndi nægja til að hækka árslaun allra 280 til 399 starfandi ljósmæðra landsins um eina og hálfa milljón króna. „Nú er ég ekki að halda því fram að ráðherrar ættu ekki að hafa aðstoðarmenn eða setja út á fólkið sem vinnur pólitísk störf fyrir ríkisstjórnarflokkana en þróunin er sláandi,“ skrifar Sigmundur. Hann rifjar upp þegar gert var sprell með að hann hefði í sinni ráðherratíð haft marga aðstoðarmenn og ýmsir starfsmenn ríkisstjórnar og annarra ráðuneyta tíndir til. „Ég réði hins vegar aldrei meira en einn aðstoðarmann forsætisráðherra og samnýtti hann á meðan ég gegndi embætti dómsmálaráðherra. Einnig hvatti ég ráðherra til að nýta eins fáa pólitíska aðstoðarmenn og þeir teldu fært,“ skrifar Sigmundur.Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur ráðið til sín alls 24 aðstoðarmenn síðan hún tók til starfa en nú eru 22 starfandi.fréttablaðið/ernirHonum bauðst hins vegar að fá lánaða aðstoðarmenn, meðal annars einn sem hópur í Framsóknarflokknum hafði milligöngu um. „Sá bauðst til að vinna launalaust enda þegar á launum hjá ríkinu annars staðar. Ég taldi þetta hið besta sparnaðarráð en eins og síðar átti eftir að koma í ljós hefði ég betur hugað að hinu fornkveðna „timeo Danaos et dona ferentes” - „varastu Grikkina þegar þeir vilja færa þér gjafir”,“ skrifar Sigmundur.Í nóvember árið 2013 var greint frá því að Ásmundur Einar Daðason hefði verið ráðinn sem aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Í tilkynningu kom fram að um tímabundna ráðningu væri að ræða og Ásmundur myndi sjá um að samhæfa verkefni milli ráðuneyta og fylgja eftir tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Kom fram að Ásmundur myndi hvorki þiggja laun né önnur fríðindi fyrir störf sín fyrir forsætisráðherra, enda starfandi þingmaður á þeim tíma.
Alþingi Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Áætlaður árlegur kostnaður við aðstoðarmenn 427 milljónir króna Alls 22 aðstoðarmenn starfandi. 17. júlí 2018 16:10 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Áætlaður árlegur kostnaður við aðstoðarmenn 427 milljónir króna Alls 22 aðstoðarmenn starfandi. 17. júlí 2018 16:10