Blaðamaður handtekinn með 162 kíló af stolnu nautakjöti Jakob Bjarnar skrifar 19. janúar 2018 10:10 Atli Már Gylfason seldi lögreglumönnum og ritstjórum dýrindis nautalundir ódýrt. visir/stefán „Þetta kom flatt upp á mig ef ég á að segja alveg eins og er og vera hreinskilinn,“ segir Atli Már Gylfason blaðamaður í samtali við Vísi. Vísir greindi frá því 24. október 2017 að þrír karlmenn hefðu verið handteknir fyrr í mánuðinum „vegna stórfellds þjófnaðar á tollfrjálsum varningi frá flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. Tveir mannanna sem báðir voru starfsmenn hjá fyrirtækinu hafa viðurkennt þjófnaðinn og hinn þriðji viðurkenndi að hafa aðstoðað við að koma þýfinu í verð.“Vissi ekki að um þýfi var að ræðaÞessi þriðji er Atli Már Gylfason sem telst með þekktari blaðamönnum landsins. Hann segist ekki hafa vitað til þess að um þýfi væri að ræða. „Ef ég hefði vitað það þá gáfust mér góðir 36 klukkutímar í að fela þetta. Ef ég hefði haft minnstu hugmynd um að þetta væri þýfi.“ Atli Már féllst á að segja Vísi af þessu máli eins og það horfir við sér: „Ég vissi af því að tveir menn sem ég þekki höfðu verið handteknir deginum áður. Þá í tengslum við eitthvað misjafnt sem þeir höfðu gert uppá Keflavíkurflugvelli. En ég hafði ekki hugmynd um að það tengdist þessu kjöti. Þess vegna sat ég bara heima rólegur með þessi 162 kíló sem ég átti og hafði keypt af nautakjöti.“Lögreglan á villigötum Atli Már segir það ekki þjóna neinum tilgangi að upplýsa um hver sá maður er sem hann keypti kjötið af. Það komi í ljós um mánaðarmótin þegar ákærur verða gefnar út. Ef marka má fréttir af málinu. Lögreglan á Suðurnesjum staðfesti í samtali við Vísi í síðustu viku að rannsókn málsins væri svo gott sem lokið. Þó ætti eftir að taka lokaskýrslur af sakborningum.Þegar Atli Már hafði áttað sig á því hvað lögreglan vildi hjálpaði hann henni að pakka kjötinu og bera það út í bíl.visir/stefán„Sko, miðað við upplýsingar sem fjölmiðlar hafa fengið frá lögreglu í tengslum við þetta mál þá er lögreglan á villigötum. Ég hafði ekki fengið neitt kjöt frá öðrum mannanna sem handtekinn var. Að vísu hafði ég, fyrir fjórum árum, mögulega fimm, keypt nautakjöt af öðrum mönnum sem höfðu starfað þarna uppfrá.“ Þannig virðist sem þessi stuldur á kjötinu og öðrum varningi hafi verið lengi stundaður.Taldi að um smyglvarning væri að ræðaVísir bað Atla Má um að lýsa nánar því þegar hann fékk heimsókn frá lögreglunni í október á nýliðnu ári. „Þetta er um einum og hálfum sólarhring eftir að þeir handtóku hina tvo. Lögreglan bankaði uppá hjá mér og vill leita heima hjá mér. Ég vildi fá að vita af hverju þeir væru komnir? Þó svo að hún væri að banka uppá hjá mér og krafðist þess að fá að leita hjá mér var ég ekki enn búinn að kveikja á perunni. Áttaði mig ekki á því að þetta kjöt væri illa fengið. Ég er enginn vitleysingur. Mig hafði grunað að kjötið væri mögulega flutt hingað til lands í óleyfi, því ég hef að minnsta kosti ekki séð bandarískt kjöt, hvort sem það er nautakjöt, svínakjöt eða kjúkling í stórmörkuðum hér á landi. Og að sama skapi vissi ég auðvitað að ég var ekki að borga virðisaukaskatt af sölunni. En það var í raun og veru það eina ólöglega sem ég hélt að væri við þetta allt saman.“Hjálpaði lögreglu að bera kjötið út í bílAtli krafðist þess að fá að vita hvers vegna lögreglan væru komin við útidyr sínar. „Þeir voru ekki með neina leitarheimild. Það vildu þeir ekki gefa upp til að byrja með. En, ég þráspurði þá um hvað málið snérist og að lokum fékk ég að vita að þetta snérist um einhverja matvöru og þá kviknaði loks á perunni hjá mér. Og ég bauð þá velkomna inn. Hjálpaði þeim meira að segja að færa kjötið úr frystinum, í kassa og bar þetta út í lögreglubíl með þeim. Og hef frá þeim degi verið boðinn og búinn að hjálpa til við að upplýsa þetta mál. Ég sá fyrir mér að þetta gæti haft slæm áhrif á feril minn í blaðamennsku.“ Atli hefur verið í blaðamennsku frá unga aldri. Segir að það sé hið eina sem hann kann og elskar að gera.Atli Már var við að selja nautalundir í 4 mánuði og meðal þeirra sem keyptu hið stolna kjöt af honum voru lögreglumenn, slökkviliðsmenn og ritstjórar.visir/stefán„Þannig að það kom flatt uppá mig í kjölfarið á þessu máli þegar ég las í fjölmiðlum að þriðji maðurinn sem handtekinn var í tengslum við málið, sem er þá væntanlega ég, hafi ekki verið samstarfsfús? Ég hef einmitt verið það. Gefið lögreglunni allar þær upplýsingar sem hún hefur óskað eftir. Hleypti þeim inn til að gera kjötið upptækt sem ég hafði þó keypt og greitt fyrir.“Hafði greitt um 300 þúsund krónur fyrir kjötiðKjötið kom í kössum, sem voru utan um frosnar vakúmpakkaðar nautalundir og var hver kassi 5,4 kíló.Ég keypti kassann á tíu þúsund og seldi hann á 15 þúsund krónur. Þetta eru tæp 300 þúsund sem ég hafði keypt kjötið á. Og greitt fyrir.“ Atli segist hafa fengist við kjötsöluna í fjóra mánuði. „Já, af þessum átta árum sem þetta virðist hafa verið í gangi ef marka má fréttir. Eins og ég sagði áðan, ég hafði smakkað svona kjöt áður, fjórum eða fimm árum áður en ég var handtekinn keypti ég sjálfur svona kjötkassa til að hafa með uppí sumarbústað einhverja verslunarmannahelgina. Eitt besta nautakjöt sem ég hef smakkað.“Dásamlegt og eftirsótt nautakjötAtli Már segir það kaldhæðnislegt í sjálfu sér að það hafi verið íslenskt flugfélag sem átti þetta kjöt, hvers upprunaland er Bandaríkin. „Þetta íslenska flugfélag sparar sér peninginn með því að flytja þetta kjöt inn sérstaklega frá Bandaríkjunum og gerir það í krafti þess að flugfélagið er með skrifstofur og geymslur á fríverslunarsvæði. Eins og flugvöllurinn er. Ég hef aldrei orðið þess heiðurs aðnjótandi að fljúga með Saga Class þannig að ég veit ekki hvort þetta er auglýst sem íslenskt nautakjöt þar, en svo mikið er víst að meirihluti þess sem boðið er uppá í flugvélum þessa félags kemur erlendis frá. Ekki mikið um íslenskt lambakjöt á þeim diskum.“ Atli segist hafa gefið lögreglu þær sömu upplýsingar og hann er nú að veita lesendum Vísis. „Ég hafði ekki hugmynd um að þetta kjöt væri stolið. Eins og þetta kom mér fyrir sjónir var eins og þetta væri ólöglega komið til landsins og selt til fólks sem vildi borða nautalundir án þess að borga 8 eða 9 þúsund fyrir kílóið eins og gerist og gengur á Íslandi. Það voru fleiri en ég sem voru ánægðir með þá tilbreytingu að greiða ásættanlegt verð fyrir nautalundir. Og þeir sem keyptu af mér komu úr öllum stigum þjóðfélagsins.“Seldi meðal annarra lögreglumönnum hið stolna kjöt Atli segist ekki muna uppá hár hversu margir kassar þetta voru sem hann seldi á þessu fjögurra mánaða tímabili. „Þetta voru þó nokkrir kassar sem ég seldi, því að um leið og fólk var komið á bragðið og áttaði sig á því hversu hagstætt verðið var vildi það meira. Til að undirstrikunar því að ég hafði ekki hugmynd um að þetta kjöt væri þýfi, þá seldi ég lögreglumönnum þetta kjöt. Bæði á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu; slökkviliðsmönnum, útvarpsmönnum, blaðamönnum seldi ég þetta kjöt. Ég seldi ritstjórum þetta kjöt, landsliðsmönnum í íþróttum og ég seldi líka Jóni og Gunnu út í bæ þetta kjöt. Og gaf fólki sem undir venjulegum kringumstæðum hefur ekki ráð á að smakka svona kjöt. Í þessum hópi voru líka verkamenn, lögfræðingar, framkvæmdastjórar, eigendur fyrirtækja.“ Listinn yfir kaupendur sem lýsir fólki af öllum þjóðfélagsstigum heldur áfram.Líflátshótanir vegna skrifa sinna Atli lýsir því að hann hafi verið í þröngri stöðu persónulega þegar til þess kom að hann tók að gerast sölumaður hins illa fengna nautakjöts. „Ég tók mér algjört frí frá blaðamennsku í apríl á síðasta ári,“ segir Atli Már sem hafði þá verið á Stundinni og svo síðar DV. Hann var í fréttamálum sem tóku mjög á. „Ég hafði eytt öllum mínum kröftum, hafði lítið sofið og var að þrotum kominn. Ég hafði verið að fjalla um íslenska barnið sem amma þess hafði haft með sér frá Noregi, United Silicon, yfir í Birnu-málið og svo það mál sem enn fylgir mér í dag og er nú fyrir dómsstólum og fjallar um meðal annars hvarf Friðriks Kristjánssonar, sem ég er enn að leita að í dag. Það síðastnefnda hefur haft djúpstæð og veruleg áhrif á líf mitt. Vegna þeirrar umfjöllunar því tengt hefur lífinu meira en bókstaflega verið snúið á hvolf. Meðal annars líflátshótanir. Hefur hópur manna reynt að kúga mig. Og vilja að ég láti af skrifum um menn sem vilja vinna í skjóli myrkurs.“Í þröngri stöðu þegar tilboðið komAtli tók sér því frí frá störfum en hann hafði starfað sem verktaki, tekjur því engar og kjör blaðamanna eru reyndar skelfileg. Fáir sem eru í blaðamennsku hafa tök á að leggja krónu til hliðar. „Þá kemur til mín kunningi minn sem spyr hvort ég vilji ekki fjárfesta í ódýru nautakjöti sem hefur verið vinsælt á Suðurnesjum í mörg ár. Og ég vissi strax hvað hann var að tala um því ég hafði nokkrum árum fyrr, eins og áður sagði, keypt kassa af slíku. Og hafði ekki gleymt þá.“En, nú kann að koma einhverjum á óvart, að þú sem blaðamaður, fæddur og alinn upp á Suðurnesjum þar sem þú þekkir hvern krók og kima, ekki síst uppá Velli, hafir verið alveg grunlaus um að þarna var um þýfi að ræða?Fjöldinn allur sem keypti hið stolna kjöt af Atla Má og hefur látið sér það að góðu verða hugsar honum nú þegjandi þörfina.visir/stefán„Eins og ég segi. Mig grunaði að þetta væri ólöglega flutt til landsins með Cargo eða einhverju slíku og að sjálfsögðu tek ég fulla ábyrgð á því. Ég gerði mistök að halda þessu áfram þrátt fyrir að telja svo vera. Þrátt fyrir að ég sé blaðamaður og reyni að greina frá því sem misjafnt má heita í þessu þjóðfélagi, þá er ég mannlegur og ég geri mistök.“Tabloid-blaðamaður frá blautu barnsbeiniAtli Már ítrekar að ef til þess komi að hann fái dóm fyrir aðild sína að málinu þá muni hann axla ábyrgð á því. Og vonar jafnframt að þetta verði ekki til að hann sé búinn að dæma sig úr leik sem blaðamaður. „Ég ætla að reyna í framtíðinni, eins og ég hef vonandi gert og fólk séð, að halda áfram að láta gott af mér leiða með skrifum mínum. Eins og Suðurnesjamenn ættu að þekkja. Ég hóf feril minn á Suðurnesjafréttum sáluga, héraðsfréttablaði. Barnungur að árum. Þá 15 ára. Blaðamannaferillinn hefst í sjálfu sér í grunnskóla þegar ég var að eltast við Mel B og Fjölni með einnota myndavél.“ Atli varð þar og þá einhver helsti tabloid blaðamaður landsins. Og ljósmyndirnar seldi hann til Sun og Mirror sem höfðu mikinn áhuga á þeirra sambandi. „14 ára gamall átti ég fótum mínum fjör að launa þegar Fjölnir Þorgeirsson hljóp á eftir mér fyrir utan flugstöðvarbygginguna.“ Atli veit ekki hvort hann verði ákærður í málinu. Og þó málið sé stærra í sniðum en að samanburður standist þá hafi hann alltaf haft samúð með þeim sem hafa í sakleysi sínu keypt til dæmis þýfi af Bland.is. „Og misstu í kjölfarið símann eða hjólið sem þau keyptu. Vegna þess að því hafði verið stolið. Þegar upp var staðið græddi ég ekki marga þúsundkalla á þessu. Bara í kjötinu sem var gert upptækt tapaði ég 300 þúsund krónum á einu bretti. Sem er stór biti af þeirri köku sem ég hafði hagnast á vegna kjötsölunnar sjálfrar.“Líkaminn að gefa sig vegna álagsAtli Már hefur verið undir gríðarlegu álagi, svo miklu að líkaminn hefur verið að gefa sig. Atli Már hefur að undanförnu þurft að sæta læknismeðferð vegna bólgna í meltingarfærum. „Já, þetta hefur verið gríðarlegt álag. Ekki bara fyrir mig heldur fjölskylduna mína,“ segir Atli Már sem er þriggja barna faðir. „Það er ekkert grín að búa á Íslandi þar sem allir þekkja alla og þurfa að sitja undir líflátshótunum, þurfa að ganga um með neyðarboða sem er beintengdur við neyðarþjónustu og lögreglu. Í blaðamennskunni er það oftast þannig að þú eignast miklu fleiri óvini en vini.“Margir sárir að hafa látið í sig stolið kjötMistök á mistök ofan í þröngri stöðu. Atli Már ætlar að axla ábyrgð á sínum þætti málsins. Og vonandi, með leyfi lesenda, að halda áfram sem blaðamaður. „Og láta gott af mér leiða. Ég vona að skrif mín sýni það, fréttaflutningurinn, að hann sé til góðs.“En, þeir hugsa þér væntanlega þegjandi þörfina, þeir sem keyptu hinar gómsætu steikur og voru að háma í sig stolnu kjöti? „Já, það er hópur af fólki sem ég þurfti að svara fyrir, sem keypti af mér þetta kjöt. Sem var ekki par sátt. Ég skil það alveg. En, að sama skapi vissu allir sem af mér keyptu að kjötið var komið frá Bandaríkjunum og því hæpið að það væri löglegt hér á landi. En, áhugi fólks á þessu kjöti ætti að sýna stjórnvöldum það að mikill áhugi er fyrir erlendu kjöti hvort sem það er nautakjöt eða annars konar kjöt. Væri bara gott fyrir neytendur að velja hvort þeir borgi 8 eða 9 þúsund krónur fyrir kíló af nautakjöti eða 3 þúsund fyrir kílóið af erlendum nautalundum.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Icelandair átti kjötið og fer fram á skaðabætur Kjötið sem stolið var úr frystiklefum IGS á Keflavíkurflugvelli var í eigu Icelandair. Fyrirtækið ætlar að krefjast skaðabóta en þrír karlmenn eru grunaðir um þjófnaðinn. 18. nóvember 2017 07:00 Niðurstaða í kjötþjófnaðarmáli um mánaðamótin Búast má við því að ákvörðun um ákæru í umfangsmiklu kjötþjófnaðarmáli, sem upp kom á Keflavíkurflugvelli í haust, verði tekin fyrir eða um mánaðamótin. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum telst málið upplýst og rannsókn að ljúka. Fram hefur komið að um hálfu tonni af kjöti hafi verið stolið. 16. janúar 2018 07:00 Þrír handteknir fyrir umfangsmikinn þjófnað á Keflavíkurflugvelli Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum þrjá karlmenn vegna stórfellds þjófnaðar á tollfrjálsum varningi frá flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. 24. október 2017 08:53 Tollgæslan á að vera með eftirlit þar sem þjófnaðurinn átti sér stað Aðilar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það hreint ótrúlegt að þjófnaður sem þessi hafi staðið eins lengi og raun ber vitni en eftirlit með tollfrjálsum varningi á þessum svæði er í hönum Tollgæslunnar. 24. október 2017 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Þetta kom flatt upp á mig ef ég á að segja alveg eins og er og vera hreinskilinn,“ segir Atli Már Gylfason blaðamaður í samtali við Vísi. Vísir greindi frá því 24. október 2017 að þrír karlmenn hefðu verið handteknir fyrr í mánuðinum „vegna stórfellds þjófnaðar á tollfrjálsum varningi frá flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. Tveir mannanna sem báðir voru starfsmenn hjá fyrirtækinu hafa viðurkennt þjófnaðinn og hinn þriðji viðurkenndi að hafa aðstoðað við að koma þýfinu í verð.“Vissi ekki að um þýfi var að ræðaÞessi þriðji er Atli Már Gylfason sem telst með þekktari blaðamönnum landsins. Hann segist ekki hafa vitað til þess að um þýfi væri að ræða. „Ef ég hefði vitað það þá gáfust mér góðir 36 klukkutímar í að fela þetta. Ef ég hefði haft minnstu hugmynd um að þetta væri þýfi.“ Atli Már féllst á að segja Vísi af þessu máli eins og það horfir við sér: „Ég vissi af því að tveir menn sem ég þekki höfðu verið handteknir deginum áður. Þá í tengslum við eitthvað misjafnt sem þeir höfðu gert uppá Keflavíkurflugvelli. En ég hafði ekki hugmynd um að það tengdist þessu kjöti. Þess vegna sat ég bara heima rólegur með þessi 162 kíló sem ég átti og hafði keypt af nautakjöti.“Lögreglan á villigötum Atli Már segir það ekki þjóna neinum tilgangi að upplýsa um hver sá maður er sem hann keypti kjötið af. Það komi í ljós um mánaðarmótin þegar ákærur verða gefnar út. Ef marka má fréttir af málinu. Lögreglan á Suðurnesjum staðfesti í samtali við Vísi í síðustu viku að rannsókn málsins væri svo gott sem lokið. Þó ætti eftir að taka lokaskýrslur af sakborningum.Þegar Atli Már hafði áttað sig á því hvað lögreglan vildi hjálpaði hann henni að pakka kjötinu og bera það út í bíl.visir/stefán„Sko, miðað við upplýsingar sem fjölmiðlar hafa fengið frá lögreglu í tengslum við þetta mál þá er lögreglan á villigötum. Ég hafði ekki fengið neitt kjöt frá öðrum mannanna sem handtekinn var. Að vísu hafði ég, fyrir fjórum árum, mögulega fimm, keypt nautakjöt af öðrum mönnum sem höfðu starfað þarna uppfrá.“ Þannig virðist sem þessi stuldur á kjötinu og öðrum varningi hafi verið lengi stundaður.Taldi að um smyglvarning væri að ræðaVísir bað Atla Má um að lýsa nánar því þegar hann fékk heimsókn frá lögreglunni í október á nýliðnu ári. „Þetta er um einum og hálfum sólarhring eftir að þeir handtóku hina tvo. Lögreglan bankaði uppá hjá mér og vill leita heima hjá mér. Ég vildi fá að vita af hverju þeir væru komnir? Þó svo að hún væri að banka uppá hjá mér og krafðist þess að fá að leita hjá mér var ég ekki enn búinn að kveikja á perunni. Áttaði mig ekki á því að þetta kjöt væri illa fengið. Ég er enginn vitleysingur. Mig hafði grunað að kjötið væri mögulega flutt hingað til lands í óleyfi, því ég hef að minnsta kosti ekki séð bandarískt kjöt, hvort sem það er nautakjöt, svínakjöt eða kjúkling í stórmörkuðum hér á landi. Og að sama skapi vissi ég auðvitað að ég var ekki að borga virðisaukaskatt af sölunni. En það var í raun og veru það eina ólöglega sem ég hélt að væri við þetta allt saman.“Hjálpaði lögreglu að bera kjötið út í bílAtli krafðist þess að fá að vita hvers vegna lögreglan væru komin við útidyr sínar. „Þeir voru ekki með neina leitarheimild. Það vildu þeir ekki gefa upp til að byrja með. En, ég þráspurði þá um hvað málið snérist og að lokum fékk ég að vita að þetta snérist um einhverja matvöru og þá kviknaði loks á perunni hjá mér. Og ég bauð þá velkomna inn. Hjálpaði þeim meira að segja að færa kjötið úr frystinum, í kassa og bar þetta út í lögreglubíl með þeim. Og hef frá þeim degi verið boðinn og búinn að hjálpa til við að upplýsa þetta mál. Ég sá fyrir mér að þetta gæti haft slæm áhrif á feril minn í blaðamennsku.“ Atli hefur verið í blaðamennsku frá unga aldri. Segir að það sé hið eina sem hann kann og elskar að gera.Atli Már var við að selja nautalundir í 4 mánuði og meðal þeirra sem keyptu hið stolna kjöt af honum voru lögreglumenn, slökkviliðsmenn og ritstjórar.visir/stefán„Þannig að það kom flatt uppá mig í kjölfarið á þessu máli þegar ég las í fjölmiðlum að þriðji maðurinn sem handtekinn var í tengslum við málið, sem er þá væntanlega ég, hafi ekki verið samstarfsfús? Ég hef einmitt verið það. Gefið lögreglunni allar þær upplýsingar sem hún hefur óskað eftir. Hleypti þeim inn til að gera kjötið upptækt sem ég hafði þó keypt og greitt fyrir.“Hafði greitt um 300 þúsund krónur fyrir kjötiðKjötið kom í kössum, sem voru utan um frosnar vakúmpakkaðar nautalundir og var hver kassi 5,4 kíló.Ég keypti kassann á tíu þúsund og seldi hann á 15 þúsund krónur. Þetta eru tæp 300 þúsund sem ég hafði keypt kjötið á. Og greitt fyrir.“ Atli segist hafa fengist við kjötsöluna í fjóra mánuði. „Já, af þessum átta árum sem þetta virðist hafa verið í gangi ef marka má fréttir. Eins og ég sagði áðan, ég hafði smakkað svona kjöt áður, fjórum eða fimm árum áður en ég var handtekinn keypti ég sjálfur svona kjötkassa til að hafa með uppí sumarbústað einhverja verslunarmannahelgina. Eitt besta nautakjöt sem ég hef smakkað.“Dásamlegt og eftirsótt nautakjötAtli Már segir það kaldhæðnislegt í sjálfu sér að það hafi verið íslenskt flugfélag sem átti þetta kjöt, hvers upprunaland er Bandaríkin. „Þetta íslenska flugfélag sparar sér peninginn með því að flytja þetta kjöt inn sérstaklega frá Bandaríkjunum og gerir það í krafti þess að flugfélagið er með skrifstofur og geymslur á fríverslunarsvæði. Eins og flugvöllurinn er. Ég hef aldrei orðið þess heiðurs aðnjótandi að fljúga með Saga Class þannig að ég veit ekki hvort þetta er auglýst sem íslenskt nautakjöt þar, en svo mikið er víst að meirihluti þess sem boðið er uppá í flugvélum þessa félags kemur erlendis frá. Ekki mikið um íslenskt lambakjöt á þeim diskum.“ Atli segist hafa gefið lögreglu þær sömu upplýsingar og hann er nú að veita lesendum Vísis. „Ég hafði ekki hugmynd um að þetta kjöt væri stolið. Eins og þetta kom mér fyrir sjónir var eins og þetta væri ólöglega komið til landsins og selt til fólks sem vildi borða nautalundir án þess að borga 8 eða 9 þúsund fyrir kílóið eins og gerist og gengur á Íslandi. Það voru fleiri en ég sem voru ánægðir með þá tilbreytingu að greiða ásættanlegt verð fyrir nautalundir. Og þeir sem keyptu af mér komu úr öllum stigum þjóðfélagsins.“Seldi meðal annarra lögreglumönnum hið stolna kjöt Atli segist ekki muna uppá hár hversu margir kassar þetta voru sem hann seldi á þessu fjögurra mánaða tímabili. „Þetta voru þó nokkrir kassar sem ég seldi, því að um leið og fólk var komið á bragðið og áttaði sig á því hversu hagstætt verðið var vildi það meira. Til að undirstrikunar því að ég hafði ekki hugmynd um að þetta kjöt væri þýfi, þá seldi ég lögreglumönnum þetta kjöt. Bæði á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu; slökkviliðsmönnum, útvarpsmönnum, blaðamönnum seldi ég þetta kjöt. Ég seldi ritstjórum þetta kjöt, landsliðsmönnum í íþróttum og ég seldi líka Jóni og Gunnu út í bæ þetta kjöt. Og gaf fólki sem undir venjulegum kringumstæðum hefur ekki ráð á að smakka svona kjöt. Í þessum hópi voru líka verkamenn, lögfræðingar, framkvæmdastjórar, eigendur fyrirtækja.“ Listinn yfir kaupendur sem lýsir fólki af öllum þjóðfélagsstigum heldur áfram.Líflátshótanir vegna skrifa sinna Atli lýsir því að hann hafi verið í þröngri stöðu persónulega þegar til þess kom að hann tók að gerast sölumaður hins illa fengna nautakjöts. „Ég tók mér algjört frí frá blaðamennsku í apríl á síðasta ári,“ segir Atli Már sem hafði þá verið á Stundinni og svo síðar DV. Hann var í fréttamálum sem tóku mjög á. „Ég hafði eytt öllum mínum kröftum, hafði lítið sofið og var að þrotum kominn. Ég hafði verið að fjalla um íslenska barnið sem amma þess hafði haft með sér frá Noregi, United Silicon, yfir í Birnu-málið og svo það mál sem enn fylgir mér í dag og er nú fyrir dómsstólum og fjallar um meðal annars hvarf Friðriks Kristjánssonar, sem ég er enn að leita að í dag. Það síðastnefnda hefur haft djúpstæð og veruleg áhrif á líf mitt. Vegna þeirrar umfjöllunar því tengt hefur lífinu meira en bókstaflega verið snúið á hvolf. Meðal annars líflátshótanir. Hefur hópur manna reynt að kúga mig. Og vilja að ég láti af skrifum um menn sem vilja vinna í skjóli myrkurs.“Í þröngri stöðu þegar tilboðið komAtli tók sér því frí frá störfum en hann hafði starfað sem verktaki, tekjur því engar og kjör blaðamanna eru reyndar skelfileg. Fáir sem eru í blaðamennsku hafa tök á að leggja krónu til hliðar. „Þá kemur til mín kunningi minn sem spyr hvort ég vilji ekki fjárfesta í ódýru nautakjöti sem hefur verið vinsælt á Suðurnesjum í mörg ár. Og ég vissi strax hvað hann var að tala um því ég hafði nokkrum árum fyrr, eins og áður sagði, keypt kassa af slíku. Og hafði ekki gleymt þá.“En, nú kann að koma einhverjum á óvart, að þú sem blaðamaður, fæddur og alinn upp á Suðurnesjum þar sem þú þekkir hvern krók og kima, ekki síst uppá Velli, hafir verið alveg grunlaus um að þarna var um þýfi að ræða?Fjöldinn allur sem keypti hið stolna kjöt af Atla Má og hefur látið sér það að góðu verða hugsar honum nú þegjandi þörfina.visir/stefán„Eins og ég segi. Mig grunaði að þetta væri ólöglega flutt til landsins með Cargo eða einhverju slíku og að sjálfsögðu tek ég fulla ábyrgð á því. Ég gerði mistök að halda þessu áfram þrátt fyrir að telja svo vera. Þrátt fyrir að ég sé blaðamaður og reyni að greina frá því sem misjafnt má heita í þessu þjóðfélagi, þá er ég mannlegur og ég geri mistök.“Tabloid-blaðamaður frá blautu barnsbeiniAtli Már ítrekar að ef til þess komi að hann fái dóm fyrir aðild sína að málinu þá muni hann axla ábyrgð á því. Og vonar jafnframt að þetta verði ekki til að hann sé búinn að dæma sig úr leik sem blaðamaður. „Ég ætla að reyna í framtíðinni, eins og ég hef vonandi gert og fólk séð, að halda áfram að láta gott af mér leiða með skrifum mínum. Eins og Suðurnesjamenn ættu að þekkja. Ég hóf feril minn á Suðurnesjafréttum sáluga, héraðsfréttablaði. Barnungur að árum. Þá 15 ára. Blaðamannaferillinn hefst í sjálfu sér í grunnskóla þegar ég var að eltast við Mel B og Fjölni með einnota myndavél.“ Atli varð þar og þá einhver helsti tabloid blaðamaður landsins. Og ljósmyndirnar seldi hann til Sun og Mirror sem höfðu mikinn áhuga á þeirra sambandi. „14 ára gamall átti ég fótum mínum fjör að launa þegar Fjölnir Þorgeirsson hljóp á eftir mér fyrir utan flugstöðvarbygginguna.“ Atli veit ekki hvort hann verði ákærður í málinu. Og þó málið sé stærra í sniðum en að samanburður standist þá hafi hann alltaf haft samúð með þeim sem hafa í sakleysi sínu keypt til dæmis þýfi af Bland.is. „Og misstu í kjölfarið símann eða hjólið sem þau keyptu. Vegna þess að því hafði verið stolið. Þegar upp var staðið græddi ég ekki marga þúsundkalla á þessu. Bara í kjötinu sem var gert upptækt tapaði ég 300 þúsund krónum á einu bretti. Sem er stór biti af þeirri köku sem ég hafði hagnast á vegna kjötsölunnar sjálfrar.“Líkaminn að gefa sig vegna álagsAtli Már hefur verið undir gríðarlegu álagi, svo miklu að líkaminn hefur verið að gefa sig. Atli Már hefur að undanförnu þurft að sæta læknismeðferð vegna bólgna í meltingarfærum. „Já, þetta hefur verið gríðarlegt álag. Ekki bara fyrir mig heldur fjölskylduna mína,“ segir Atli Már sem er þriggja barna faðir. „Það er ekkert grín að búa á Íslandi þar sem allir þekkja alla og þurfa að sitja undir líflátshótunum, þurfa að ganga um með neyðarboða sem er beintengdur við neyðarþjónustu og lögreglu. Í blaðamennskunni er það oftast þannig að þú eignast miklu fleiri óvini en vini.“Margir sárir að hafa látið í sig stolið kjötMistök á mistök ofan í þröngri stöðu. Atli Már ætlar að axla ábyrgð á sínum þætti málsins. Og vonandi, með leyfi lesenda, að halda áfram sem blaðamaður. „Og láta gott af mér leiða. Ég vona að skrif mín sýni það, fréttaflutningurinn, að hann sé til góðs.“En, þeir hugsa þér væntanlega þegjandi þörfina, þeir sem keyptu hinar gómsætu steikur og voru að háma í sig stolnu kjöti? „Já, það er hópur af fólki sem ég þurfti að svara fyrir, sem keypti af mér þetta kjöt. Sem var ekki par sátt. Ég skil það alveg. En, að sama skapi vissu allir sem af mér keyptu að kjötið var komið frá Bandaríkjunum og því hæpið að það væri löglegt hér á landi. En, áhugi fólks á þessu kjöti ætti að sýna stjórnvöldum það að mikill áhugi er fyrir erlendu kjöti hvort sem það er nautakjöt eða annars konar kjöt. Væri bara gott fyrir neytendur að velja hvort þeir borgi 8 eða 9 þúsund krónur fyrir kíló af nautakjöti eða 3 þúsund fyrir kílóið af erlendum nautalundum.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Icelandair átti kjötið og fer fram á skaðabætur Kjötið sem stolið var úr frystiklefum IGS á Keflavíkurflugvelli var í eigu Icelandair. Fyrirtækið ætlar að krefjast skaðabóta en þrír karlmenn eru grunaðir um þjófnaðinn. 18. nóvember 2017 07:00 Niðurstaða í kjötþjófnaðarmáli um mánaðamótin Búast má við því að ákvörðun um ákæru í umfangsmiklu kjötþjófnaðarmáli, sem upp kom á Keflavíkurflugvelli í haust, verði tekin fyrir eða um mánaðamótin. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum telst málið upplýst og rannsókn að ljúka. Fram hefur komið að um hálfu tonni af kjöti hafi verið stolið. 16. janúar 2018 07:00 Þrír handteknir fyrir umfangsmikinn þjófnað á Keflavíkurflugvelli Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum þrjá karlmenn vegna stórfellds þjófnaðar á tollfrjálsum varningi frá flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. 24. október 2017 08:53 Tollgæslan á að vera með eftirlit þar sem þjófnaðurinn átti sér stað Aðilar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það hreint ótrúlegt að þjófnaður sem þessi hafi staðið eins lengi og raun ber vitni en eftirlit með tollfrjálsum varningi á þessum svæði er í hönum Tollgæslunnar. 24. október 2017 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Icelandair átti kjötið og fer fram á skaðabætur Kjötið sem stolið var úr frystiklefum IGS á Keflavíkurflugvelli var í eigu Icelandair. Fyrirtækið ætlar að krefjast skaðabóta en þrír karlmenn eru grunaðir um þjófnaðinn. 18. nóvember 2017 07:00
Niðurstaða í kjötþjófnaðarmáli um mánaðamótin Búast má við því að ákvörðun um ákæru í umfangsmiklu kjötþjófnaðarmáli, sem upp kom á Keflavíkurflugvelli í haust, verði tekin fyrir eða um mánaðamótin. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum telst málið upplýst og rannsókn að ljúka. Fram hefur komið að um hálfu tonni af kjöti hafi verið stolið. 16. janúar 2018 07:00
Þrír handteknir fyrir umfangsmikinn þjófnað á Keflavíkurflugvelli Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum þrjá karlmenn vegna stórfellds þjófnaðar á tollfrjálsum varningi frá flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. 24. október 2017 08:53
Tollgæslan á að vera með eftirlit þar sem þjófnaðurinn átti sér stað Aðilar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það hreint ótrúlegt að þjófnaður sem þessi hafi staðið eins lengi og raun ber vitni en eftirlit með tollfrjálsum varningi á þessum svæði er í hönum Tollgæslunnar. 24. október 2017 19:00