Norska handboltakonan Nora Mörk lenti í því viðkvæmum myndum af henni var dreift á netinu eftir að óprútnir aðilar brutust inn í símann hennar. Hún ákvað að stíga fram og segja frá raunum sínum og hóf síðan herför gegn þeim sem hafa verið að dreifa myndunum af henni á netinu.
Nora Mörk fékk mikinn stuðning innan norska kvennalandsliðsins þegar þetta kom fram í dagsljósið en í dag er hún mjög ósátt við stjórnendur í norska handboltasambandinu. Ástæðan er að myndirnar af henni voru að ganga meðal leikmanna karlalandsliðsins og viðbrögð sambandsins voru léttvæg.
Nora Mörk segist vera svo reið að hún íhugi jafnvel að hætta að spila með norska landsliðinu. Mörk er ein besta handboltakona heims og algjör lykilleikmaður í landsliði Þóris Hergeirsson sem varð í örðu sæti á HM í Þýskalandi í desember.
„Ég er algjörlega niðurbrotin. Þetta er mitt nánast umhverfi og ég var viss um að þar væri hugsa vel um mig. Ég er mjög vonsvikin og leið,“ sagði Nora Mörk í viðtali við VG.
Mørk rasende på håndballforbundet – hevder private bilder er spredt på herrelandslaget https://t.co/mZGABrwJrD
— VG (@vgnett) January 16, 2018
„Ég hef látið sambandið vita af því að ég er að hugsa mína framtíð með landsliðinu. Ég veit ekki hvort að ég vilji vera lengur hluti af samtökum sem hugsa meira um að verja kynferðisbrotamenn en mig,“ sagði Nora Mörk.

Nora segir að handboltasambandið hafi viljað að hún færi ekki með málið í fjölmiðla heldur að það yrði tekið á því innanhúss.
„Það er engin fullkominn og ég geri líka mist0k. Menn verða hinsvegar að viðurkenna sín mistök. Ég þarf að lifa með þessu og ég þarf að fyrirgefa. Til að ég geti það þá þarf ég að kæra hina seku,“ sagði Nora Mörk ákveðin.