Starfshópur um uppbyggingu Laugardalsvallar orðinn að veruleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2018 14:27 Laugardalsvöllur. Vísir/Getty Framtíð Laugardalsvallar hefur verið mikið í umræðunni á undanförnu enda þykir varla boðlegt fyrir þjóð, sem á bæði karla- og kvennalið meðal þeirra tuttugu og tveggja bestu knattspyrnuþjóða í heiminum, eiga ekki betri þjóðarleikvang. Nú er hinsvegar kominn skriður á málið. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Guðni Bergsson, formaður KSÍ, undirrituðu í dag yfirlýsingu um skipun starfshóps um uppbyggingu Laugardalsvallar. Hér fyrir neðan má sjá yfirlýsingu ríkis og Reykjavíkurborgar um skipan starfshóps með KSÍ um uppbyggingu Laugardalsvallar sem var undirrituð í dag Knattspyrnusamband Íslands hefur haft til skoðunar um nokkurt skeið mögulega uppbyggingu Laugardalsvallar sem þjóðarleikvangs fyrir knattspyrnu. Í kjölfar góðs árangurs karla- og kvennalandsliða í knattspyrnu hefur farið fram umræða um stöðu Laugardalsvallar í alþjóðlegu samhengi en völlurinn og mannvirki umhverfis hann standast ekki alþjóðlegar kröfur. Knattspyrnusamband Íslands hefur undanfarin misseri skoðað ýmsa möguleika til úrbóta og fyrir liggur hagkvæmniathugun þar sem sviðsmyndir vegna mögulegrar uppbyggingar eru kynntar. Ríki og Reykjavíkurborg hafa stutt verkefnið með fjárframlögum, m.a. vegna kostnaðargreiningar. Nú þegar fyrir liggur hagkvæmniathugun, rekstraráætlun, forhönnun og kostnaðarmat mannvirkja liggur fyrir að leggja mat á undirbúningsgögnin og taka ákvörðun um framhald málsins. Forsætisráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík hafa ákveðið að skipa starfshóp í samstarfi við KSÍ sem fara skal yfir fyrirliggjandi tillögur, leggja mat á þær og gera tillögur um mögulega uppbyggingu. Í starfshópnum eiga sæti fulltrúar forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Reykjavíkurborgar og Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ). Starfshópurinn á að meta og gera tillögur um mögulega uppbyggingu Laugardalsvallar og skila tillögum sínum fyrir 1. apríl á þessu ári.Starfshópnum verður falið að gera tillögu um eftirfarandi atriði: • Hvers konar leikvangur væri hagstæðastur í Laugardal af þeim kostum sem skoðaðir hafa verið. • Fjármögnun og kostnaðarskiptingu út frá þeirri hugmynd sem verður fyrir valinu. • Eignarhald mannvirkisins. • Mögulega aðkomu ríkisins að verkefninu, m.a. í ljósi hugmynda um regluverk um þjóðarleikvanga. • Mögulega aðkomu Reykjavíkurborgar að verkefninu. • Mögulega aðkomu KSÍ að verkefninu. • Tilhögun framkvæmda og tímaáætlun.Starfshópinn skipa: Benedikt Árnason, skrifstofustjóri, forsætisráðuneyti, formaður. Anna Sigríður Arnardóttir, lögfræðingur, f.h. fjármála- og efnahagsráðuneytis. Óskar Þór Ármannsson, sérfræðingur, mennta- og menningarmálaráðuneyti. Hrólfur Jónsson, skrifstofustjóri Eigna- og atvinnuþróunar, Reykjavíkurborg. Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs, Reykjavíkurborg. Ómar Einarsson, sviðsstjóri Íþrótta- og tómstundasviðs, Reykjavíkurborg. Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands. Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður Knattpyrnusambands Íslands. Borghildur Sigurðardóttir, stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands. Ráðgjafi starfshópsins er Pétur Marteinssonar, framkvæmdastjóri Borgarbrags. Fótbolti Íslenski boltinn Skipulag Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Sjá meira
Framtíð Laugardalsvallar hefur verið mikið í umræðunni á undanförnu enda þykir varla boðlegt fyrir þjóð, sem á bæði karla- og kvennalið meðal þeirra tuttugu og tveggja bestu knattspyrnuþjóða í heiminum, eiga ekki betri þjóðarleikvang. Nú er hinsvegar kominn skriður á málið. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Guðni Bergsson, formaður KSÍ, undirrituðu í dag yfirlýsingu um skipun starfshóps um uppbyggingu Laugardalsvallar. Hér fyrir neðan má sjá yfirlýsingu ríkis og Reykjavíkurborgar um skipan starfshóps með KSÍ um uppbyggingu Laugardalsvallar sem var undirrituð í dag Knattspyrnusamband Íslands hefur haft til skoðunar um nokkurt skeið mögulega uppbyggingu Laugardalsvallar sem þjóðarleikvangs fyrir knattspyrnu. Í kjölfar góðs árangurs karla- og kvennalandsliða í knattspyrnu hefur farið fram umræða um stöðu Laugardalsvallar í alþjóðlegu samhengi en völlurinn og mannvirki umhverfis hann standast ekki alþjóðlegar kröfur. Knattspyrnusamband Íslands hefur undanfarin misseri skoðað ýmsa möguleika til úrbóta og fyrir liggur hagkvæmniathugun þar sem sviðsmyndir vegna mögulegrar uppbyggingar eru kynntar. Ríki og Reykjavíkurborg hafa stutt verkefnið með fjárframlögum, m.a. vegna kostnaðargreiningar. Nú þegar fyrir liggur hagkvæmniathugun, rekstraráætlun, forhönnun og kostnaðarmat mannvirkja liggur fyrir að leggja mat á undirbúningsgögnin og taka ákvörðun um framhald málsins. Forsætisráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík hafa ákveðið að skipa starfshóp í samstarfi við KSÍ sem fara skal yfir fyrirliggjandi tillögur, leggja mat á þær og gera tillögur um mögulega uppbyggingu. Í starfshópnum eiga sæti fulltrúar forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Reykjavíkurborgar og Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ). Starfshópurinn á að meta og gera tillögur um mögulega uppbyggingu Laugardalsvallar og skila tillögum sínum fyrir 1. apríl á þessu ári.Starfshópnum verður falið að gera tillögu um eftirfarandi atriði: • Hvers konar leikvangur væri hagstæðastur í Laugardal af þeim kostum sem skoðaðir hafa verið. • Fjármögnun og kostnaðarskiptingu út frá þeirri hugmynd sem verður fyrir valinu. • Eignarhald mannvirkisins. • Mögulega aðkomu ríkisins að verkefninu, m.a. í ljósi hugmynda um regluverk um þjóðarleikvanga. • Mögulega aðkomu Reykjavíkurborgar að verkefninu. • Mögulega aðkomu KSÍ að verkefninu. • Tilhögun framkvæmda og tímaáætlun.Starfshópinn skipa: Benedikt Árnason, skrifstofustjóri, forsætisráðuneyti, formaður. Anna Sigríður Arnardóttir, lögfræðingur, f.h. fjármála- og efnahagsráðuneytis. Óskar Þór Ármannsson, sérfræðingur, mennta- og menningarmálaráðuneyti. Hrólfur Jónsson, skrifstofustjóri Eigna- og atvinnuþróunar, Reykjavíkurborg. Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs, Reykjavíkurborg. Ómar Einarsson, sviðsstjóri Íþrótta- og tómstundasviðs, Reykjavíkurborg. Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands. Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður Knattpyrnusambands Íslands. Borghildur Sigurðardóttir, stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands. Ráðgjafi starfshópsins er Pétur Marteinssonar, framkvæmdastjóri Borgarbrags.
Fótbolti Íslenski boltinn Skipulag Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Sjá meira