Stjarna sýpur seyðið Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. janúar 2018 06:38 Logan Paul, sem sést hér í skóginum með gulgræna húfu, hefur mátt þola harða gagnrýni eftir myndbandsbirtinguna. Skjáskot Myndbandaveitan YouTube hefur lagt stein í götu hins bandaríska Logan Paul eftir að bloggarinn birti myndband af líki manns sem framið hafði sjálfsmorð. Logan var ein alvinsælasta Youtube-stjarnan en hefur átt í vök að verjast eftir myndbandsbirtinguna. Til að bregðast við gagnrýninni hafa yfirmenn hjá Youtube ákveðið að takmarka möguleika hans til að öðlast auglýsingatekjur á síðunni. Að sögn breska ríkisútvarpsins mun bloggarinn ekki geta birt ný myndbönd á næstunni og þá verður dregið úr dreifingu á fyrri myndböndum hans. Í hinu umdeilda myndbandi, sem Logan birti á gamlársdag, mátti sjá hann og félaga hans á gangi um skóg í Japan sem alræmdur er sem vettvangur sjálfsvíga. Þar gengu þeir fram á lík og mátti sjá að hópnum brá í brún. Engu að síður gerðu þeir grín að málinu. Fjölmargir brugðust ævareiðir við, enda Logan einn vinsælasti bloggarinn á Youtube sem fyrr segir. Myndbandið var að endingu tekið út, eftir að milljónir höfðu barið það augum.Lélegar afsakanir Meðal þeirra sem gagnrýnu Logan var leikarinn Stefán Karl Stefánsson sem sagði að bloggarinn ætti að skammast sín.Logan hefur síðan þá ítrekað beðist afsökunar á öllum miðlum en netverjum hefur lítið þótt til tilrauna hans koma. Hefur mörgum þótt afsökunarbeiðnirnar einkennast af sjálfhverfu og eftiráspeki. Sjálfsmorðstíðni í Japan er ein sú hæsta í heimi. Í skóginum alræmda má víða finna skilti þar sem fólk er hvatt til að leita sér aðstoðar, hyggist það svipta sig lífi. Ekki er greint opinberlga frá fjölda sjálfsvíga í skóginum af ótta við að fleiri kunni að leita þangað til að fremja sjálfsmorð.Sorry, stupidity has consequences and it always good to keep that behind your ear.https://t.co/jP01lcMmZ3— Stefankarl (@stefanssonkarl) January 11, 2018 Tengdar fréttir YouTube-stjarna harðlega gagnrýnd fyrir myndband af fórnarlambi sjálfsvígs Stjarnan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. 2. janúar 2018 16:34 Stefán Karl segir bandarískri YouTube-stjörnu að skammast sín Stefán Karl bætist í hóp fjölmargra sem hafa harðlega gagnrýnt Logan Paul fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 3. janúar 2018 21:50 Youtube-stjarna dregur sig í hlé í kjölfar gagnrýni Leikarinn Stefán Karl er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Paul Logan fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 4. janúar 2018 18:53 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Myndbandaveitan YouTube hefur lagt stein í götu hins bandaríska Logan Paul eftir að bloggarinn birti myndband af líki manns sem framið hafði sjálfsmorð. Logan var ein alvinsælasta Youtube-stjarnan en hefur átt í vök að verjast eftir myndbandsbirtinguna. Til að bregðast við gagnrýninni hafa yfirmenn hjá Youtube ákveðið að takmarka möguleika hans til að öðlast auglýsingatekjur á síðunni. Að sögn breska ríkisútvarpsins mun bloggarinn ekki geta birt ný myndbönd á næstunni og þá verður dregið úr dreifingu á fyrri myndböndum hans. Í hinu umdeilda myndbandi, sem Logan birti á gamlársdag, mátti sjá hann og félaga hans á gangi um skóg í Japan sem alræmdur er sem vettvangur sjálfsvíga. Þar gengu þeir fram á lík og mátti sjá að hópnum brá í brún. Engu að síður gerðu þeir grín að málinu. Fjölmargir brugðust ævareiðir við, enda Logan einn vinsælasti bloggarinn á Youtube sem fyrr segir. Myndbandið var að endingu tekið út, eftir að milljónir höfðu barið það augum.Lélegar afsakanir Meðal þeirra sem gagnrýnu Logan var leikarinn Stefán Karl Stefánsson sem sagði að bloggarinn ætti að skammast sín.Logan hefur síðan þá ítrekað beðist afsökunar á öllum miðlum en netverjum hefur lítið þótt til tilrauna hans koma. Hefur mörgum þótt afsökunarbeiðnirnar einkennast af sjálfhverfu og eftiráspeki. Sjálfsmorðstíðni í Japan er ein sú hæsta í heimi. Í skóginum alræmda má víða finna skilti þar sem fólk er hvatt til að leita sér aðstoðar, hyggist það svipta sig lífi. Ekki er greint opinberlga frá fjölda sjálfsvíga í skóginum af ótta við að fleiri kunni að leita þangað til að fremja sjálfsmorð.Sorry, stupidity has consequences and it always good to keep that behind your ear.https://t.co/jP01lcMmZ3— Stefankarl (@stefanssonkarl) January 11, 2018
Tengdar fréttir YouTube-stjarna harðlega gagnrýnd fyrir myndband af fórnarlambi sjálfsvígs Stjarnan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. 2. janúar 2018 16:34 Stefán Karl segir bandarískri YouTube-stjörnu að skammast sín Stefán Karl bætist í hóp fjölmargra sem hafa harðlega gagnrýnt Logan Paul fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 3. janúar 2018 21:50 Youtube-stjarna dregur sig í hlé í kjölfar gagnrýni Leikarinn Stefán Karl er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Paul Logan fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 4. janúar 2018 18:53 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
YouTube-stjarna harðlega gagnrýnd fyrir myndband af fórnarlambi sjálfsvígs Stjarnan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. 2. janúar 2018 16:34
Stefán Karl segir bandarískri YouTube-stjörnu að skammast sín Stefán Karl bætist í hóp fjölmargra sem hafa harðlega gagnrýnt Logan Paul fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 3. janúar 2018 21:50
Youtube-stjarna dregur sig í hlé í kjölfar gagnrýni Leikarinn Stefán Karl er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Paul Logan fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 4. janúar 2018 18:53