Tæplega hundrað manns létust í árásinni í Kabúl Kjartan Kjartansson skrifar 27. janúar 2018 14:35 Öryggissveitir rannsaka vettvang sprengjuárásarinnar í Kabúl í dag. Vísir/AFP Nú eru 95 manns sagðir látnir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í sendiráðshverfi í Kabúl, höfuðborg Afganistans fyrr í dag. Hátt á annað hundrað manns eru sárir og búast yfirvöld við því að tala látinna eigi enn eftir að hækka. Sprengjan var falin í sjúkrabíl sem var ekið upp að eftirlitsstöð lögreglu nærri sendiráðum erlendra ríkja í borginni. Gatan þar sem árásarmennirnir sprengdu sig og bílinn í loft upp var aðeins opin opinberum starfsmönnum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sprengjan sprakk um kl. 12:15 að staðartíma og var gatan þá full af vegfarendum. Talibanar hafa lýst yfir ábyrgðinni á árásinni sem er sú blóðugasta í marga mánuði. Hrina sprengjuárása um allt landið kostaði 176 manns lífið í október og í maí létust 150 í sjálfsmorðsárás í Kabúl. Alþjóðlegi Rauði krossinn segir það „skelfilegt“ að árásarmennirnir í dag hafi notað sjúkrabíl. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), fordæmdi árásina í tísti. Hét hann stuðningi NATO við Afganistan í baráttunni gegn hryðjuverkum.Appalled by the barbaric attack in #Kabul. I strongly condemn this terrorist act. My thoughts are with the victims, their families and the Afghan people. #NATO stands with Afghanistan in our common fight against terrorism.— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) January 27, 2018 Tengdar fréttir Hátt í tuttugu fórust í bílsprengjuárás við sendiráð í Kabúl Sprengingin átti sér stað nærri skrifstofum Evrópusambandsins og Friðarráðs Afganistan. Talibanar hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 27. janúar 2018 10:16 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Fleiri fréttir Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Sjá meira
Nú eru 95 manns sagðir látnir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í sendiráðshverfi í Kabúl, höfuðborg Afganistans fyrr í dag. Hátt á annað hundrað manns eru sárir og búast yfirvöld við því að tala látinna eigi enn eftir að hækka. Sprengjan var falin í sjúkrabíl sem var ekið upp að eftirlitsstöð lögreglu nærri sendiráðum erlendra ríkja í borginni. Gatan þar sem árásarmennirnir sprengdu sig og bílinn í loft upp var aðeins opin opinberum starfsmönnum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sprengjan sprakk um kl. 12:15 að staðartíma og var gatan þá full af vegfarendum. Talibanar hafa lýst yfir ábyrgðinni á árásinni sem er sú blóðugasta í marga mánuði. Hrina sprengjuárása um allt landið kostaði 176 manns lífið í október og í maí létust 150 í sjálfsmorðsárás í Kabúl. Alþjóðlegi Rauði krossinn segir það „skelfilegt“ að árásarmennirnir í dag hafi notað sjúkrabíl. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), fordæmdi árásina í tísti. Hét hann stuðningi NATO við Afganistan í baráttunni gegn hryðjuverkum.Appalled by the barbaric attack in #Kabul. I strongly condemn this terrorist act. My thoughts are with the victims, their families and the Afghan people. #NATO stands with Afghanistan in our common fight against terrorism.— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) January 27, 2018
Tengdar fréttir Hátt í tuttugu fórust í bílsprengjuárás við sendiráð í Kabúl Sprengingin átti sér stað nærri skrifstofum Evrópusambandsins og Friðarráðs Afganistan. Talibanar hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 27. janúar 2018 10:16 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Fleiri fréttir Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Sjá meira
Hátt í tuttugu fórust í bílsprengjuárás við sendiráð í Kabúl Sprengingin átti sér stað nærri skrifstofum Evrópusambandsins og Friðarráðs Afganistan. Talibanar hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 27. janúar 2018 10:16