Enski boltinn

Jón Daði úr leik í bikarnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jón Daði fékk sæti í byrjunarliðinu að launum fyrir þrennuna í síðasta leik
Jón Daði fékk sæti í byrjunarliðinu að launum fyrir þrennuna í síðasta leik vísir/getty
Jón Daði Böðvarsson spilaði allan leikinn fyrir Reading sem steinlá gegn Sheffield Wednesday í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í körfubolta.

Atdhe Nuhiu kom Wednesday yfir eftir hálftíma leik og heimamenn fóru með eins marks forystu í leikhlé. Jón Daði fékk gott tækifæri til þess að jafna leikinn snemma í seinni hálfleik en frábær markvarsla Cameron Dawson kom í veg fyrir það.

Einni mínútu síðar refsaði Nuhiu enn frekar þegar hann tvöfaldaði forystu Sheffield með marki úr hraðri sókn. George Boyd klárað svo leikinn fyrir Wednesday á 61. mínútu með marki utan úr teig.

Undir lok leiksins náði Reading að koma boltanum í netið eftir fát í teignum, markið var svo skráð sem sjálfsmark á Dawson í marki Sheffield. Það var þó allt of seint í taumana gripið og Wednesday fer áfram í bikarnum en Jón Daði spilar ekki fleiri bikarleiki á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×