Anna Rakel Pétursdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Þór/KA, er í byrjunarliðinu í dag og leikur þar með sinn fyrsta A-lanlseik.
Íslenska liðið spilar með þrjá miðverði, Sif Atladóttur, Glódísi Perlu Viggósdóttur og Önnu Björk Kristjánsdóttur en Anna Rakel er vinstri vængbakvörður. Svava Rós Guðmundsdóttir er síðan á hinum vængnum.
Sandra María Jessen og Fanndís Friðriksdóttir byrja saman frammi en fyrir aftan þær er Rakel Hönnudóttir. Andrea Rán Hauksdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir eru síðan saman á miðri miðjunni.
Byrjunarlið Íslands:
Sandra Sigurðardóttir
Sif Atladóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Anna Björk Kristjánsdóttir
Anna Rakel Pétursdóttir
Svava Rós Guðmundsdóttir
Andrea Rán Hauksdóttir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Rakel Hönnudóttir
Sandra María Jessen
Fanndís Friðriksdóttir