Segir Trump grafa undan hlutverki Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. janúar 2018 19:34 Silja Bára Ómarsdóttir ræðir um störf Trumps þegar ár er liðið í embætti hans. Vísir/Hörður Sveinsson Ef Kína nær að fylla inn í það skarð sem Bandaríkin hafa skilið eftir sig á alþjóðavettvangi með því að draga sig út úr ýmsum alþjóðlegum stofnunum gætum við séð fram á allt öðruvísi alþjóðaskipulag. Þetta segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands og alþjóðastjórnmálafræðingur um þær breytingar sem hafa orðið í alþjóðasamfélaginu eftir að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna fyrir ári. Þannig sé Trump mögulega hættulegri en menn héldu. Silja Bára var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi. Silja er sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum auk þess sem hún lærði í Bandaríkjunum. Síðastliðið ár hefur Silja verið önnum kafin við að svara fyrirspurnum fjölmiðla sem leitast við að gaumgæfa nánar störf forsetans umdeilda.Stefnubreyting Trumps í alþjóðasamskiptum: „Þetta er eyðileggingarferli“ Silja gerir stefnubreytingu Donalds Trump í alþjóðamálum að umfjöllunarefni sínu. Hún segir að þessi stefnubreyting sé eyðileggingarferli sem til lengri tíma hafi áhrif á okkur öll. Trump hefur dregið úr framlagi Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna, dregið Bandaríkin út úr ákveðnum stofnunum innan Sameinuðu þjóðanna og dregið þau út úr Parísarsamkomulaginu. Stefnubreytingin dragi óhjákvæmilega undan Bandaríkjunum og stöðu þeirra á alþjóðavettvangi. Bandaríkin hafi löngum litið á sig sem „stærsta, valdamesta og mikilvægasta ríki í heiminum“ en að það muni breytast ef fram fer sem horfi.Silja Bára segir að breytingar Trumps geti haft víðtækar afleiðingar fyrir alþjóðasamfélagið.Vísir/Getty„Hann er að grafa undan þeirri stefnu sem Bandaríkin hafa haft í alþjóðakerfinu í utanríkismálum og gerir það með stefnubreytingu heima fyrir líka og þar með er hann í rauninni að grafa undan hlutverki Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi,“ segir Silja.Hið frjálslynda alþjóðaskipulag í uppnámi „Það er töluverð umræða farin af stað í fræðaheiminum um að við séum að sjá valdaumpólanir,“ segir Silja sem óttast að hið frjálslynda alþjóðaskipulagi sem komið var á fót eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar sé stefnt í hættu með umdeildum ákvörðunum Trumps. Með vísan til uppgangs Kína, aukinna áhrifa Kínverja í alþjóðakerfinu og vöxst hagkerfis þeirra, gæti Kína fyllt í það skarð sem Bandaríkin skilji eftir í alþjóðakerfinu. Hún segir að það sé annars konar hugmyndafræði við lýði í Kína en á Vesturlöndum og bendir á að ef Kína yrði valdamesta ríki í heiminum myndi stórveldið ekki setja sömu skilyrði í alþjóðasamvinnu og Bandaríkin hafa gert í sínum verkefnum á borð við að krefjast mannréttinda, menntunar stúlkna, gegnsæi og baráttu gegn spillingu.„Ef Kina nær að fylla inn í þá eyðu sem Bandaríkin eru að skilja eftir sig með því að draga sig út úr svona stofnunum að þá erum við að fara að sjá allt öðruvísi alþjóðaskipulag. Það er miklu umfangsmeira en hver er forseti Bandaríkjanna til lengri eða skemmri tíma,“ segir Silja um þau langtímaáhrif sem geta hlotist af stefnubreytingunni.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Silju Báru í heild sinni. Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Ef Kína nær að fylla inn í það skarð sem Bandaríkin hafa skilið eftir sig á alþjóðavettvangi með því að draga sig út úr ýmsum alþjóðlegum stofnunum gætum við séð fram á allt öðruvísi alþjóðaskipulag. Þetta segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands og alþjóðastjórnmálafræðingur um þær breytingar sem hafa orðið í alþjóðasamfélaginu eftir að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna fyrir ári. Þannig sé Trump mögulega hættulegri en menn héldu. Silja Bára var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi. Silja er sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum auk þess sem hún lærði í Bandaríkjunum. Síðastliðið ár hefur Silja verið önnum kafin við að svara fyrirspurnum fjölmiðla sem leitast við að gaumgæfa nánar störf forsetans umdeilda.Stefnubreyting Trumps í alþjóðasamskiptum: „Þetta er eyðileggingarferli“ Silja gerir stefnubreytingu Donalds Trump í alþjóðamálum að umfjöllunarefni sínu. Hún segir að þessi stefnubreyting sé eyðileggingarferli sem til lengri tíma hafi áhrif á okkur öll. Trump hefur dregið úr framlagi Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna, dregið Bandaríkin út úr ákveðnum stofnunum innan Sameinuðu þjóðanna og dregið þau út úr Parísarsamkomulaginu. Stefnubreytingin dragi óhjákvæmilega undan Bandaríkjunum og stöðu þeirra á alþjóðavettvangi. Bandaríkin hafi löngum litið á sig sem „stærsta, valdamesta og mikilvægasta ríki í heiminum“ en að það muni breytast ef fram fer sem horfi.Silja Bára segir að breytingar Trumps geti haft víðtækar afleiðingar fyrir alþjóðasamfélagið.Vísir/Getty„Hann er að grafa undan þeirri stefnu sem Bandaríkin hafa haft í alþjóðakerfinu í utanríkismálum og gerir það með stefnubreytingu heima fyrir líka og þar með er hann í rauninni að grafa undan hlutverki Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi,“ segir Silja.Hið frjálslynda alþjóðaskipulag í uppnámi „Það er töluverð umræða farin af stað í fræðaheiminum um að við séum að sjá valdaumpólanir,“ segir Silja sem óttast að hið frjálslynda alþjóðaskipulagi sem komið var á fót eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar sé stefnt í hættu með umdeildum ákvörðunum Trumps. Með vísan til uppgangs Kína, aukinna áhrifa Kínverja í alþjóðakerfinu og vöxst hagkerfis þeirra, gæti Kína fyllt í það skarð sem Bandaríkin skilji eftir í alþjóðakerfinu. Hún segir að það sé annars konar hugmyndafræði við lýði í Kína en á Vesturlöndum og bendir á að ef Kína yrði valdamesta ríki í heiminum myndi stórveldið ekki setja sömu skilyrði í alþjóðasamvinnu og Bandaríkin hafa gert í sínum verkefnum á borð við að krefjast mannréttinda, menntunar stúlkna, gegnsæi og baráttu gegn spillingu.„Ef Kina nær að fylla inn í þá eyðu sem Bandaríkin eru að skilja eftir sig með því að draga sig út úr svona stofnunum að þá erum við að fara að sjá allt öðruvísi alþjóðaskipulag. Það er miklu umfangsmeira en hver er forseti Bandaríkjanna til lengri eða skemmri tíma,“ segir Silja um þau langtímaáhrif sem geta hlotist af stefnubreytingunni.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Silju Báru í heild sinni.
Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira