Danmörk og Þýskaland áttust við í fyrri leik dagsins á EM í handbolta í Króatíu í dag og úr varð hörkuleikur enda um að ræða einvígi á milli ríkjandi Evrópumeistara Þjóðverja og ríkjandi Ólympíumeistara Dana.
Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Danir reyndust hins vegar sterkari á lokakaflanum og unnu að lokum eins marks sigur, 25-26.
Danir standa því vel að vígi í baráttunni um sæti í undanúrslitum á meðan Þjóðverjar geta líklega gleymt þeim möguleika.
Hans Óttar Lindberg átti frábæran leik og var markahæstur Dana með 9 mörk. Næstur kom Mikkel Hansen með 5 mörk. Í liði Þjóðverja var Julius Kuhn atkvæðamestur með 6 mörk og Steffen Weinhold bætti 5 mörkum við.
Danir lögðu Þjóðverja með minnsta mun
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið


Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti



„Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“
Körfubolti


Íslendingalið Birmingham upp í B-deild
Enski boltinn



„Við völdum okkur ekki andstæðinga“
Handbolti